Árið 874 er á tímabilinu 770-880, styrkir þá fyrri niðurstöður.

Á heimasíðu sinni segir dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur að

landnámsleifarnar séu frá því einhvern tímann á tímabilinu árið 770 til 880.

Og segir okkur að þetta sé 68% öruggt. 

Við þurfum bara barnapróf til að sjá að það er 100% öruggt.

Að landnámsárið 874 sé innan tímabilsins 770 til 880. 

Og hvað er þá nýtt í þessu?  


mbl.is Segir kenningum um landnám hrundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það kemur fram að þessi hús voru yfirgefin á þessu árabili og þá væntanlega eftir langa notkun. Bygging þeirra hefur því átt sér stað mun fyrr.

Sigurður M Grétarsson, 4.6.2011 kl. 15:33

2 identicon

Sigurður M Grétarsson, 4.6.2011 kl. 15:33: Góður punktur Sigurður, góður punktur.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 15:50

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Nei strákar mínir.  Þarna er blaðamaður Mbl. að rýna í eitthvað sem blaðamaður Fréttablaðsins hefur eftir dr. Bjarna. 

Sjálfur segir Bjarni neðangreint á heimasíðu sinni.

Hvar sjáiði minnst á að húsin hafi verið yfirgefin á þessu tímabili.  

Það stendur "...völdu menn að byggja bústað..."

"...Vorið 2009 hófust fornleifarannsóknir í Vogi sem er í nágrenni Kirkjuvogskirkju í Höfnum.

Fornleifafræðistofan undir stjórn dr Bjarna F. Einarssonar fornleifafræðings sá um rannsóknina í samvinnu við Háskóla Íslands en 13 nemendur í fornleifafræði fengu æfingu í verklegri fornleifafræði.

Rannsóknin var unnin í samstarfi við Byggðasafn Reykjanesbæjar með styrk frá Menningarsjóði Suðurnesja og Fornleifafræðistofunni.

Einhvern tíman á árabilinu 770 – 880 e.Kr (þetta getum við sagt með 68% öryggi, samkvæmt C14 aldursgreiningu) völdu menn að byggja bústað sinn á þessum stað en ekki annarsstaðar, af hverju?

Hvaða kosti sáu menn við staðinn?

Ein ástæða getur verið að það er góð lending í Ósnum en Ósinn var í ferðabók Ólafs Olavíusar frá 1780 kallaður Diupi.vogur.

Önnur ástæða gætu verið ríkuleg fiskimið og gjöfular eyjar rétt fyrir utan ströndina, eyjar sem sumar hverjar eru horfnar í dag.

Í björgum skammt hjá voru fuglar og egg og upp til heiða voru bæði grösug svæði fyrir kvikfé, skógur til kolagerðar og mýrarauði í mýrum sem hægt var að vinna járn úr.

Við ströndina var rekaviður og hvalrekar. En kannski var önnur ástæða fyrir þessu öllu saman.

Kannski voru menn á höttunum eftir tönnum úr hval og rostungi, kannski skipti nálægðin við Grænland máli?

Nánari rannsóknir munu varpa skýrara ljósi á þessar hugmyndir.

En Vogur hefur alla burði til að varpa nýju ljósi á tengsl manna við stærstu eyju í heimi..."

Viggó Jörgensson, 4.6.2011 kl. 20:40

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Einmitt Viggó. Eiginaldur brenndu leifanna skiptir einnig máli, og við tvö staðalfrávik eru enn frekari líkur á því að aldursgreiningin sýni einmitt að skálinn í Vogi sér frá 9. og 10. öld. Sjá hér og hér. Þessi eina greining á óskilgreindu brenndu efni, ein á báti, er ekki sönnunargagn fyrir eitt eða neitt, og það veit Bjarni F. Einarsson mætavel.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.6.2011 kl. 22:35

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér enn og aftur Vilhjálmur Örn. 

Var búinn að lesa bloggið þitt um þetta mál. 

Viggó Jörgensson, 5.6.2011 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband