3.6.2011 | 18:22
Þurfum íslenska hermenn í Evrópuherinn hjá ESB.
Úr því að Íslendingar eru komnir í stríð við Líbýu, þá vaknar auðvitað sú spurning hvort ekki sé tímabært að setja upp hermálaráðuneyti.
Stríðsstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna ætlar okkur í Evrópusambandið.
Þannig að ekki er eftir neinu að bíða hjá stríðsstjórninni að hefja þegar undirbúning.
Að stofna hermálaráðuneyti og íslenskan her svo að við getum sent hermenn í Evrópuherinn.
Að taka upp herskyldu til að uppfylla öll skilyrði Evrópusambandsins um að við tökum þátt í her, og stríði, eins og aðrar aðildarþjóðir.
Steingrímur hlýtur að finna einhvers staðar peninga í þetta úr því að hann og Vinstri Grænir eru komin í stríð og ætla í Evrópuherinn.
Eða er Össur hermálaráðherra? eða Ögmundur varnarmálaráðherra?
Íslenskir foreldrar hljóta að hlakka til að senda börn sín til Afganistan fyrir ESB.
Styðja áherslur Líbíska þjóðarráðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:54 | Facebook
Athugasemdir
NATÓ er í Líbíu. Þannig að Íslendingar ættu að stofna her til þess að uppfylla skyldur sínar gagnvart NATÓ.
Ekki öll ríki ESB styðja árásirnar í Líbíu. Þýskaland sat hjá við atkvæðagreiðsluna í SÞ og tekur ekki þátt í hernaðinum.
Það mun aldrei vera herskylda í ríkjum Evrópu til þess að búa til Evrópuher.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 21:59
Og verður Össur þá aldrei hershöfðingi, Stefán?
Aldrei að segja aldrei um Evrópusambandið.
Evrópudómstóllinn getur sett allt á hliðina ef þeim dettur í hug að dæma þannig.
Þar lesa menn í skýin alls konar æðri hugsjónir um sameiningu Evrópu.
Það voru líka til menn sem fullyrtu að aldrei myndi bresta á fyrri og seinni heimsstyrjöldin,
þessi eða hin fjármálakreppan o. s. frv.
Viggó Jörgensson, 3.6.2011 kl. 22:55
Þá er best að fara upp í rúm, breiða yfir okkur og aldrei fara úr því.
Því maður veit aldrei.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 00:42
Og slökkva ljósið til öryggis.
Auðvitað verða menn að geta tekið ásættanlega áhættu ef hún þjónar skynsamlegu markmiði.
En þær bækur sem ég hef lesið um ESB segja mér að það hefur leynt og ljóst stefnt að sameiginlegu sambandsríki.
Og sjáðu það nýjasta. Þeir voru að taka yfir mikinn hluta af utanríkismálum og lögreglumálum.
Með sama áframhaldi fer ekki að verða allur munur á ESB og BNA.
Öll heita fylkin í BNA sínu nafni, eru með ríkisstjóra, þing o. s. frv.
Viggó Jörgensson, 4.6.2011 kl. 13:22
Og ef við ætlum að innlima okkur í stærra ríki, þá eigum við að skoða alla möguleika.
Við gætum orðið fylki í BNA, Kanada eða hérað í Noregi eins og Svalbarði.
Viggó Jörgensson, 4.6.2011 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.