Sýndarmennska - Nær að takmarka setu alþingismanna.

Á Alþingi situr nú fólk í æviáskrift.

Fólk sem hefur þar ekkert erindi.

Nær væri að taka upp stefnu Bandaríkja Norður Ameríku.

Þar má hver maður aðeins vera forseti í átta ár.

Þá reglu vantar okkur hérlendis um framkvæmdavaldið. 

Seta á Alþingi á ekki að vera ævistarf fyrir sendisveina flokkanna.

Á Alþingi er fullt af fólki sem aldrei hefur gert ærlegt handtak á ævi sinni.  

Fór beint frá prófborðinu, úr háskólapólitik, og inn á Alþingi.

Það sama tíðkaðist hér, fyrir hrun, að ráða krakka í bankastjórastöður og æðstu stjórnunarstörf. 

Á Alþingi á að kjósa fólk sem getið hefur sér gott orð fyrir störf sín úti í þjóðfélaginu.   

Og það á aðeins að sitja þar hluta af starfsævi sinni. 

Ráðherrar ættu alls ekki að sitja lengur en í tvö kjörtímabil. 

Annars situr þjóðin, aftur og aftur, uppi með fólk eins og Jóhönnu, Össur og Steingrím einkavin bankaeigenda. 

Fólk sem treystir sér engan veginn til að stjórna landinu og getur það ekki.

Hefur látið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn stjórna fyrir sig og ætla svo að láta Evrópusambandið taka við.

 

 


mbl.is Forseti sitji aðeins þrjú kjörtímabil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Che

Ég er sammála þessu með að alþingismenn sitji aðeins tvö kjörtímabil, en ekki að það eigi að gilda forsetann. Ef ÓRG hefði aðeins setið tvö kjörtímabil, þá væri búið að velta IceSlave-gerviskuldinni yfir á skattgreiðendur. Og það á alls ekki hrófla við málskotsréttinum, sem gefur þjóðinni neitunarvald þegar ríkisstjórnin skítur upp á bak. Það er nauðsynlegt, að ÓRG sitji enn eitt kjörtímabil til að það sé öruggt, að lögin um inngöngu í ESB, sem ríkisstjórnin mun fá í gegn með aðstoð liðhlaupa úr öðrum flokkum (t.d. fábjánans Þráins) án þess að spyrja þjóðina, verði fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

En ég er hlynntur því að leggja niður stjórnlagaráðið og kjósa til stjórnlagaþings að nýju eftir tvö ár. Með núverandi stjórnlagaráð er alveg pottþétt, að ríkisstjórnin/Samfylkingin muni plokka út það sem henni hentar og þvingar það í gegn með eins manns meirihluta með þeim fyrirslætti að þetta sé vilji þjóðarinnar (t.d. takmörkun á valdi forsetans, innganga í ESB ofl.), en muni hunza þær fáeinu skynsömu tillögur sem kynnu að koma frá ráðinu (t.d. styrking fullveldis eða styrking persónufrelsis).

Che, 3.6.2011 kl. 14:29

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Að fá heimild til að ganga í ESB.

Út á það hefur þetta alltaf gengið hjá Samfylkingunni. 

Og pakkað inn í jólapappir.  Að þetta sé til að fólkið fái að segja eitthvað o. s. frv. 

Jóhanna vill ekki einu sinni að alþingismenn segi eitthvað, hvað þá fólkið í landinu. 

En það eru alltaf einhverjir sem vilja láta fífla sig. 

Það sýnir vitanlega skammsýnina og smásálarháttinn

að vilja sníða stjórnarskrána að því að sparka í Ólaf Ragnar Grímsson. 

Út á það gengur þessi hugmynd um átta ára setu forsetans og ekkert annað.

Það þarf ekkert að setja slíkt ákvæði í stjórnarskrá.

Þjóðin er fullfær um að ráða þessu sjálf

enda er forsetinn sérstakur trúnaðarstarfsmaður þjóðarinnar.

Ekki stjórnmálamanna.  

En það þolir núverandi ríkisstjórnarheimili ekki.   

Það er ekki svo hátt risið á þeim bæ.  

Viggó Jörgensson, 3.6.2011 kl. 15:56

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo er Þráinn Bertelsson enginn fábjáni, þvert á móti. 

En hann hefur ekki alltaf átt góða daga. 

Um það hefur hann skrifað bók.

Viggó Jörgensson, 3.6.2011 kl. 15:58

4 Smámynd: Che

Þráinn gefur alltaf færi á sér. T.d. þegar hann sagði opinberlega fyrir tveimur árum síðan, að 5% þjóðarinnar væru fábjánar á sama tíma og hann (að sögn) fékk uþb. 5% atkvæða. Það eru líka 5% sem treysta því sem stendur í sorpblaðinu DV. Ætli það séu sömu fábjánarnir?

Svo kemur Þráinn eina ferðina enn fram í DV í þessari viku og heldur því fram að það séu margir fábjánar á þingi. Það getur verið, en þá er Þráinn einn af þeim. Þetta fábjánatal hefur haft þær afleiðingar, að í hvert skipti sem einhver heyrir orðið "fábjáni" kemur Þráinn ósjálfrátt fram í hugann.

Che, 3.6.2011 kl. 21:31

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já hann kom sterkur inn

þegar hann sagði að þessi 5% sem kusu hann væru fábjánar. 

Eða ef þeir kjósa hann aftur?  

Viggó Jörgensson, 3.6.2011 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband