Forsetinn hefur umboð sitt frá þjóðinni - ekki stjórnmálamönnum.

Forseti Íslands þiggur sitt umboð beint og milliliðalaust frá íslensku þjóðinni. 

Engum öðrum þarf hann að gera reikningsskil á embættisverkum sínum.

Forsetinn þarf ekki að svara stjórnmálamönnum fyrir verk sín. 

Forsetinn gerir upp við þjóðina í forsetakosningum og engan annan.   

Forsætisráðherra á ekkert með að taka sér vald þjóðarinnar til þess.  

Forsætisráðherra á nóg með að gera upp eigin verk og kemur fyrir ekki. 


mbl.is Telur að forsetaembættið eigi að afhenda bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru ekki allir að skilja þessa einföldu staðreynd. Menn gætu til dæmis hugsað út í af hverju þetta eru aðskildar kosningar frá þingkosningum og af hverju þingið skipi ekki forseta, sem væri náttúrlega ferlið ef hann heyði undir það. Hin lýðræðislega goggunarröð er 1. Fólkið -2. Forsetinn-3. Þingið.  Er ekki hægt að meitla þetta í steinbogann yfir dyrum alþingis?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2011 kl. 00:37

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er greinilegt að Forseti vor pirrar Forætisráðherra okkar og engin furða þar sem Forsætisráðherra sínir ekkert annað en einræðistakta í framkomu sinni og þykjist svo ekki muna neitt eða vita....

Var annars ekki verið að fara fram á 110 ára leynd yfir upplýsingum og gögnum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.5.2011 kl. 01:05

3 Smámynd: Sandy

Mín tilfinning er sú að í hvert skipti sem forssætisráðherra opnar munn, eða framkvæmir eitthvað, séu það tilburðir í átt að valdaráni. Það er hægt að fremja valdarán án þess að standa fyrir byltingu. Ég ætla rétt að vona að forseti vor, standi fast með meirihluta þjóðar og láti ekki ríkisstjórn kollvarpa öllu sem snýr að stjórnarskrá Íslands.

Sandy, 14.5.2011 kl. 07:51

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Forsetinn er 1. bráðskarpur, 2. hámenntaður heima og erlendis og 3. sérfræðingur í nákvæmlega þessu. 

Forsætisráðherra er ekkert af þessu.   

Viggó Jörgensson, 14.5.2011 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband