Til hamingju íslenskir tónlistarunnendur.

Innilega til hamingju með þetta stórglæsilega hús íslenskt tónlistarfólk og tónlistarunnendur. 

Nú er húsið byggt og komið í notkun.  

Alveg eins að byggja tónlistarhús núna eins og fyrr eða síðar. 

Rétti tíminn til að byggja yfir hámenninguna kemur hvort eð er aldrei.

Í húsinu verður flutt tónlist við allra hæfi.  

Enginn er svo aumur að hann geti ekki glaðst við tónlist á góðri stundu.

Vona að stjórnendur hússins beri gæfu til að hafa þar fjölbreytta starfssemi.

Svo að öll þjóðin komi þegar þar verður flutt eitthvað við hæfi hvers og eins.  

Sem ég sit hér heima og horfi á risastóra flatskjáinn sem setti þjóðina á hausinn, 

og fylgist með dagskránni úr Hörpu. 

Þá verður mér vissulega hugsað til þeirra sem hafa vart til hnífs og skeiðar.

Og vona að einnig þeir geti átt ánægjustundir í Hörpu þegar birtir upp um síðir.    


mbl.is Harpa tekin formlega í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband