En karlarnir mega halda fram hjá.

Það hefði enginn gert athugasemd ef auglýst hefði verið eftir körlum í framhjáhald.

Allt vitlaust ef konurnar eiga í hlut. 

Þessir herrar þarna við Miðjarðarhafið halda að konur eigi að vera háheilagar í kynferðismálum.

Sjálfir mega þeir svo allt.  

Afinn, pabbinn og frændurnir fara með soninn í fyrstu ferðina á hóruhúsið.  

Sunnan og austan Miðjarðarhafs tekur svo steininn úr.

Þar líta þeir á konur sem búfé.   

Og eru enn að láta umskera barnungar dætur sínar.

Ódeyft með gömlu glerbroti, ef ekki vill betur.  

Margar deyja úr sýkingu. 

Öll er þessi kúgun og svívirða svo í heilögum tilgangi eins og allt ofstæki. 


mbl.is Hvatt til framhjáhalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Che

Bíddu hægur. Þetta er spænsk stefnumótasíða. Þetta með kvenlega umskurðinn er ekkert algengari á Spáni heldur en á Íslandi.

Che, 2.5.2011 kl. 20:30

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þá var ég félagi Che

farinn að tala um þá sem eru sunnan og austan við Miðjarðarhafið.  

Spánn er jú norðanmeginn, hef ekki heyrt af umskurði kvenna þar.    

Viggó Jörgensson, 2.5.2011 kl. 21:44

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Norðan við Miðjarðarhafi er auðvitað fullt af innflytjendum

Spánverjar bönnuðu umskurð kvenna árið 1995 og Ítalir árið 2006.  Ekki mjög langt síðan. 

Sunnan við Miðjarðarhafið hafði farið framhjá mér að Egyptar bönnuðu umskurð kvenna árið 2007. 

Þeir eru enn að í Alsír, Líbíu og niður alla Afríku. 

Austan við eru það Sýrland

og meira má svo lesa um þennan viðbjóð hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/Female_genital_cutting

Viggó Jörgensson, 2.5.2011 kl. 21:57

4 Smámynd: Che

Ég hef lesið nokkuð um kvenlegan umskurð og er einn af þeim sem hef gagnrýnt það að ekkert sé að gert. Aðrir eru m.a. Vendetta og Libertad, sem ég veit að ætlaði að upplýsa um þennan viðbjóðslega sið, en skyndilega lokuðu islamistarnir í Hádegismóum (þ.e.a.s. starfsmenn hjá blog.is, sem eru hliðhollir múslímskum ofstrúarmönnum) á síðu hans og félagsins, því að hann var svo djarfur að gagnrýna í bloggfærslu pakistönsk Shariah-lög, sem leyfa nauðganir. Þér verður örugglega fyrirskipað að fjarlægja þessa athugasemd (kæmi mér ekki á óvart).

Heldur ekki má gleyma, að kvenlegur umskurður er ekki fyrirskipaður í Kóraninum eða Hadjit, en er afrískur siður, sem oftast harmóniserar við kvenfyrirlitningu islams. Kvenlegur umskurður er aðallega framkvæmdur sunnan Sahara, líka í kristnum löndum og meðal þjóðflokka sem hafa aðsetur í Afríku en sem aðhyllast ekki trúarbrögð. (Ó)siðurinn er tengdur afrískri heimsku og hjátrú blandað mismunun milli kynjanna. Ég veit líka að umskurður er framkvæmdur í Indónesíu, en hef ekki heyrt um að það sé gert í öðrum asískum ríkjum, né í Sýrlandi.

Ég vil líka endurtaka það sem bloggarinn Libertad skrifaði eitt sinn, að aðstoðarkona Ögmundar, öfgafemínistinn Halla Gunnarsdóttir virðist hafa lýst því yfir fyrir nokkrum árum að það væri rangt (af vestrænum ríkjum) að gagnrýna kvenlegan umskurð í Sómalíu. Þetta væri sómalískt innanríkismál! Fyrir þá sem ekki vita það, þá er hún talskona Femínistafélagsins og ýmsir meðlimir þess félags hafa tekið sömu afstöðu (m.a. Katrín Anna Guðmundsdóttir og Tómasdætur).

Che, 2.5.2011 kl. 22:29

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég verð nú bara að biðja Guð að hjálpa mér.

Hvar nákvæmlega á Halla að hafa sagt þetta?

Ertu með linkinn?

Síðast las ég mér til um þetta árið 2004.   Nokkrar framfarir hafa orðið síðan sbr. bannið í Egyptalandi. 

Lestu endilega þennan link á Wikipedia. 

Þar sérðu Jórdaníu, Palestínu og Tyrkland, af því að við vorum að tala um Miðjarðarhafið. 

Ekkert er minnst á Marokkó, líklega skortir upplýsingar þaðan.  

Viggó Jörgensson, 2.5.2011 kl. 23:45

6 Smámynd: Che

Síðan á Wikipedia styður líka það sem ég skrifaði, að þetta sé aðallega afrískur siður, sem er upprunninn í Afríku, en ekki upprunninn sem arabískur siður. Athugaðu, að umskurður er líka framkvæmdur meðal sumra afrískra þjóðflokka þar sem iðkað er frjálst kynlíf fram að giftingu. Við giftinguna (eða trúlofunina) er svo umskurður á stelpunum, en strákarnir sleppa.

Það eru fleiri ástæður/fyrirslættir fyrir umskuði (FGM) en þær sem nefndar eru á Wikipedia. Sumar þeirra eru svo heimskulegar, að þær eru varla eftir hafandi. Þetta eru m.a. ástæður sem (karlkyns) öldungar í afrískum þorpum hafa talið konunum trú um. Lygar sem ekki bara lifa sínu eigin lífi, heldur sem geta af sér enn verri lygar. Ég get nefnt þær síðar ef þú vilt.

Á Wiki-síðunni er Indónesía nefnd, eins og ég sjálfur benti á. Ég vissi um þetta þar, því að það eru myndir á netinu frá svona klinik í Jakarta, þar sem skælbrosandi konur framkvæma limlestingar á litlum hágrátandi stúlkum niður í 6 mánaða aldur. Þessar framkvæmdir eru ekkert faldar að því er virðist, svo að bann indónesísku stjórnarinnar við þessu eru bara orðin tóm, eins og allt annað. Mér fannst þetta óvænt, þar eð Indónesía er fleiri þúsund km frá Afríku. Hvernig hefur þessi villimannlegi ósiður þá borizt þangað?

Che, 3.5.2011 kl. 01:14

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já félagi Che

heimskan er ekkert á undanhaldi í heiminum. 

En þú gleymdir að senda mér upplýsingar um meint ummæli Höllu Gunnarsdóttur  

Viggó Jörgensson, 3.5.2011 kl. 09:14

8 Smámynd: Che

Þetta um Höllu skrifaði Libertad. Hann hafði heyrt það frá manni, sem fylgdist vel með umræðum femínista og sem ekki var vanur að ljúga. Og hann var ekki sá eini sem hafði lesið ummæli Höllu og orðið hissa. Ég hef sjálfur ekki lesið þessi ummæli, en efa þau ekki.

Varðandi hina femínistanna, þá hafa amk. tveir bloggarar bæði á Mogga- og Vísis-blogginu fyrir nokkrum árum fengið staðfest, að bæði Katrín Anna Guðmundsdóttir og Kristín Tómasdóttir, sem eru meðlimir í Femínistafélaginu fóru undan í flæmingi þegar rætt var um þessi mál og gátu hvorki nefnt eitt tilfelli þar sem félagið hafði barizt fyrir réttindum kvenna og barna í 3. heiminum né vildu þær fordæma kvenlegan umskurð.

Varðandi Stígamót, sem ég varla get nefnt ógrátandi, þá eru þau samtök einnig, líkt og Femínistafélagið, stofnuð og rekin af öfgafemínistum, sem reyna að koma sjálfum sér á framfæri. Mér væri svo sem sama, en ein kunningjakona mín sagði mér farir sínar ekki sléttar eftir að hafa komizt í kynni við Stígamót, þangað sem hún fór með áhyggjur sínar. Konan hjá Stígamótum, sem talaði við hana, gerði gys að henni og sendi hana burt. Síðan þá varð mér ljóst, hvernig þessi samtök starfa. Ég er ekki frá því, að Þjóðhátíðarnefnd Eyja sé í fullum rétti til að synja samtökunum þátttöku sem slíkum. Nefndin myndi ekki gera það að ástæðulausu.

Mannorð (eða kvenorð) þessara samtaka á sér ekki viðreisnar von ef meðlimir þeirra skirrast við að fordæma opinberlega kvenlegan umskurð, sem er viðbjóðslegasta ofbeldi gegn börnum sem til er. Og ekki nóg með það, heldur ættu þessi samtök að beita ahrifum sínum innan ríkisstjórnarinnar til að stjórnin beiti þrýstingi á alþjóðavettvangi, eða amk. sýni lit með fordæmingu sinni.

Che, 3.5.2011 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband