Fyrir að hindra þjóðarmorð?

Hversu hræddir eru þessir menn um sína stöðu?

Eru þeir hræddir við að þjóðir heims taki sig saman og steypi glæpsamlegum stjórnvöldum um viða veröld?

Glæpastjórnendum sem hika ekki við þjóðarmorð á samlöndum sínum?

Ef Obama kemur hryðjuverkaglæpamanninum Gaddafi frá völdum, þá ætti hann bara að fá Nóbelsverðlaunin aftur.

Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna hlýtur fljótlega að ákæra Gaddafi fyrir þjóðarmorð eða glæpi gegn mannkyni. 

Allar þjóðir heims geta í rauninni skammast sín fyrir að þessi mesti glæpamaður samtímans skuli hafa haldist við völd þarna í rúm 40 ár. 

Þetta mannúrhrak hefur verið í hryðjuverkum og morðum allan sinn feril.

Verið í vinfengi og stutt alla verstu harðstjóra heimsins á þessum tíma.  

 


mbl.is Vilja svipta Obama friðarverðlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað um morðin sem Bandalagsher er að fremja á óbreyttum borgurum ?

Heimildir fréttamanna eru á þann veg að bandalagsher sé þegar búnað myrða fl. en gaddafi menn gegn byltingarsinnum.

Mjög líklegt þykir að í enda stríðsins sé Bandaher búnað misþyrma og drepa fl. en gaddafi sjálfur hefur fyrirskipað.

Það skiptir nefnilega máli hvort þú sért Jón eða séra jón þegar þú drepur óbreytta borgara ekki satt ?

Jesu (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 01:27

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

@Jesu

Það skiptir máli hvort þú sért Jón eða séra Jón að því leitinu að sá sem tapar stríði er ávalt glæpamaðurinn...

Sá sem sigrar kemur hinsvegar til með að skrifa söguna.

MBK

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 24.3.2011 kl. 01:57

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir við getum ekki horft á svona aðgerðarlaust því að sagan segir okkur annað! Hitler og Mussulini t.d.

Sigurður Haraldsson, 24.3.2011 kl. 08:30

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sælir strákar.

Sá sem gengur í her á von á dauða sínum í þjónustunni.  

Hermenn í þjónustu Gaddafi gefa vissulega átt á dauða sínum von, þar sem þeir sitja í skotmörkum 

bandamanna.

Sníkjudýrin í kringum Gaddafi, sem eru vissulega óbreyttir borgarar sumir, hafa einnig orðið fyrir sprengjum þar sem þau sitja í kringum hann í Tripoli. 

Hitt eru ýkjur Gaddafi og hans manna að segja að bandamenn séu að sprengja íbúðahverfi.  

Þessar fokdýru tölvustýrðu sprengiflaugar fara nákvæmlega á þau skotmörk sem þeim er ætlað.

Þið ættuð að rifja upp blóðugan feril þessa óða hunds áður en þið haldið út vörnum fyrir hann.   

Viggó Jörgensson, 24.3.2011 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband