Lélegt eftirlit - vanhæf skólayfirvöld?

Það er augljóst að þessi drengur verður að hafa starfsmann með sér öllum stundum. 

Stórslys yfirvofandi ef lækning er ekki á næstu grösum.

Skólayfirvöldum ber augljóslega að hafa drenginn í gjörgæslu í skólanum.

Að öðrum kosti ættu foreldrar annarra barna að halda þeim heima.


mbl.is Skar bekkjarbróður sinn á háls í frímínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að gefnu tilefni langar mig sem foreldri að benda á við höfum skyldum að gegna gagnvart börnunum okkar, ef þau eru ekki að fá meðhöndlun fagaðila sem þeim ber þá er það á okkar ábyrgð hvort við sendum þessi grey svona veik inní skólana vitandi að barnið okkar hefur ekki nægilegan stuðning og eða gæslu sem það þarf á að halda...

Guðný Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 13:02

2 identicon

Það er kannski augljóst að hann þarf stuðning en því miður er þetta ekki svona einfalt. Hvar eiga skólayfirvöld að fá fjármagn til að borga þessum aukastarfsmanni? Skólar eru í fjársvelti, endalaust verið að skera niður og fækka fólki en það er ekki skólunum að kenna eða starfsfólkinu þar.

Það að drengurinn sé ekki búinn að fá greiningu er líka stór vandi, á starfsfólk skólans bara að giska á hvað sé að barninu og haga umgengni og kennslu við það?

Í draumaheimi væri þetta ekkert mál, barnið kæmist strax að í greiningu og fengi viðeigandi aðstoð bæði innan skóla og utan hans en við búum við raunveruleika sem er allt allt annar, því miður.

Freyja (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 13:10

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég tek undir með Guðnýju.

Skólakerfið er alls ekki að bregðast, heldur stjórnmálamenn sem skera niður hægri, vinstri, án þess að átta sig á afleiðingunum. En svo fyllist fólk hneikslan yfir því að börnum með geðræn vandamál skuli gefin lyf, s.s. rítalín.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.1.2011 kl. 16:52

4 Smámynd: corvus corax

Þessi fyrirsögn er nú frekar ýkt, að skera á háls þýðir í raun að skera á hálsinn þannig að slagæðar til heilans fari í sundur. Að skera á háls drápsaðferð en þetta atvik mun ekki hafa haft slíkar afleiðingar sem betur fer. Hins vegar mættu fjölmiðlarnir gæta þess hvað þeir eru að segja með svona upphrópunum. Svo er annað mál með börnin, bæði geranda og þolanda. Það er umhugsunarvert hvaðan svo ungu barni kemur vitneskja eða ímyndunarafl til að veita áverka, skurð í þessu tilfelli, á háls félaga síns.

corvus corax, 26.1.2011 kl. 17:28

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst ósanngjarnt að kenna skólanum um það sem aflaga fer. Kennarar og skólastjórnendur hafa mikið af verkefnum og starfa undir miklu vinnuálagi. Skólar verða að sæta gríðarlegum niðurskurði og það er ekki til að bæta ástandið.

Siðfræði mætti efla í skólum og af hverju ekki tengja við samfélagsfræði?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.1.2011 kl. 18:50

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það eru greinilega vanhæfir fullorðnir á ferð sem svíkja barn enn eina ferðina. Ekki skólinn eða foreldrarnir. "Biðröð á BUGL" skilja flestir ekki einu sinni hvað þýðir. Ef fólk beið í margar vikur með brotnar fætur og hendur myndu þeir kanski skilja málið. Kanski ekki einu sinni þá...

Enn ekki þegar talað er um hugann og sálina í börnum, standa peningayfirvöld og halda í peninganna. Það er viðtekin venja á Íslandi að spara á kostnað barna með geðræn vandamál og almenningur tekur því miður undir þetta. Stjórnvöld lesa þessa ósk úr kjósendum sýnum, og hlýða. 

Ef ekkert verður lagað í kerfinu til að mæta þörfum þessara barna er sjálf umfjölluninn í fjölmiðlum, svik fullorðna fólksins. Enn eitt barn er stimplað skrýmsli með hjálp vanþroska blaðamanns sem skrifar stoltur um grimmdarverk 7 ára krakka.

Ég ætla ekki að kommentera pistilinn neitt. Hann segir  allt sem þarf um hugarfar allt of margra fullorðinna gagnvart börnum með geðræn vandamál...

Óskar Arnórsson, 26.1.2011 kl. 22:43

7 identicon

ég hef sjálf unnið sem skólaliði og á barn í grunnskóla. Þegar ég var að vinna í skóla þá vorum við 11 skólaliðar, og ég var nánast undantekningarlaust sú eina sem fékk börnin með mér í hina ýmsu leiki, löggu og bófa, eina krónu, fótbolta, skotbolta og fleirra á meðan hinar konurnar stóðu bara og kjöftuðu og voru ekkert að pæla í börnunum fyrr en eitt þeirra kom grátandi til þeirra.núna 4 árum síðar eru aðeins 4 skólaliðar og þeir eru flestir útlendingar.og eru aðalega í skúringum. Miðað við hvað ég fæ að heyra og sé hvernig barnið mitt kemur stundum heim eftir skóla þá finnst mér að það mætti alveg vera meira eftirlit með börnunum.

Kaja (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 02:03

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Síðasta setning þín Óskar getur ekki átt við um mig. 

Ef skólayfirvöld vita að drengurinn bíður eftir skoðun hjá barnageðlækni og hann er byrjaður að nota blýant sem vopn.  

Þá hefði átt að biðja skólahjúkrunarfræðinginn að koma honum strax í skoðun hjá læknum heilsugæslunnar í Reykjavík.  

Þeir hefðu getað sett hann strax á viðeigandi lyf til bráðabirgða. 

Blýantur getur verið lífshættulegt vopn rétt eins og glerbrot.  

Ég veit vel að vandamálin í skólakerfinu eru gífurleg og geysilega margir sem fá ekki þá sérþjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt bókstafnum.  

Það er hins vegar sígilt vandamál að gríðarlegum lagabálkum er ekki hægt að fylgja eftir lengra en fjárlög leyfa hverju sinni.

Kannski gerðu skólayfirvöld flest sem þau gátu en það dugði augljóslega ekki.   

Hagsmunir heildarinnar eru rétthærri í þessu tilviki.  Önnur börn eiga rétt á að slík hætta sér fjarlægð úr skólanum þeirra. 

Hvort sem það er gert með lyfjagjöf, gæslu eða öðrum úrræðum er ekki okkar að fjalla um. 

Svo geta foreldrarnir í einhverjum tilfellum verið erlendir og ekki færir um að tala máli sínu og barna sinna.

Vita auk þess kannski fæst um möguleg úrræði.  

Í annan stað er engin bót í því að tala við foreldra eða forráðamenn barna þar sem þeir eru ver staddir en börnin.   

Í slíkum tilfellum þurfa viðkomandi yfirvöld að grípa rösklega til þeirra ráða sem duga hverju sinni. 

Ég hef unnið við þennan málaflokk Óskar og frábið mér allar hugleiðingar um neikvætt hugarfar gagnvart veiku fólki.    

Veikt fólk á einmitt rétt á því að yfirvöldin forði þeim frá voðaverkum í krafti valdheimilda sinna.   

Viggó Jörgensson, 27.1.2011 kl. 12:57

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Skólayfirvöldum ber augljóslega að hafa drenginn í gjörgæslu í skólanum.

Að öðrum kosti ættu foreldrar annarra barna að halda þeim heima."

 Hefurðu unnið við þennan málaflokk? Nújá, þá eigum við það sameiginlegt þú og ég. Ég hef unnið við einelti sem ég geri ráð fyrir að þú kunnir mikið um. Hver á að ákveða hvaða barn á að vera eða fá að sækja skóla? Það kemur oft upp sú staða að barn er óhæft að vera innan um önnur börn, enn lög og reglur hindra rektora að taka ákvörðun sem er best fyrir heildinna.

Er það það sem þú meinar með að foreldrar annara barna ættu að halda sínum börnum heima?

Til að leggja áherslu á að lög og reglur í skólanum eru þannig að forstöðumenn þeirra eru með bundnar hendur. Því þannig er málið í raunveruleikanum. Vandamálið í skólakerfinu er að það þykir sjálfsagt mál að veik börn séu þar hvað sem tautar og raular. Þetta eru tvö sýstem sem stangast á og fólki er alveg fyrirmunað að laga þetta. Þetta var nákvæmlega svona þegar ég var sjálfur í skóla sem krakki. Og það eru 40 ár síðan vitað var um þetta vandamál, enn það hefur aldrei verið lagað. Svo einfalt sem það er að gera það.

Óskar Arnórsson, 27.1.2011 kl. 13:19

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Einstaklingar þjóðfélagsins eru margbreytilegir og allir eiga sinn rétt.

Réttur hvers og eins endar þar sem réttur einhvers annars byrjar. 

Við getum byrjað á skyldum okkar sem foreldra.   Okkur ber skylda til að forða börnum okkar frá að lenda í hættulegum aðstæðum.  

Stundum gerum við það með fræðslu, stundum með því að fylgja þeim, stunum með því að sækja þau, stundum með því að banna þeim að fara o. s. frv. 

Það er alveg á hreinu að ég hefði haft mín börn heima, þar til slíku hættuástandi létti, að skólafélagi þeirra hefði getað banað þeim vegna veikinda. 

Það er líka alveg á hreinu að ef ég hefði átt þann veika hefði ég einnig haft hann heima til að vernda hann frá að fremja voðaverk þar til lækning væri fengin.  

Að því slepptu ber ríkisvaldið ábyrgð á öryggi barnanna í skólanum.  Þau eru þar vegna lögmæltrar skólaskyldu.  

Ef einstaklingur er lífshættulegur samferðamönnum, enda hans réttindi þar, sama hver aldurinn er.   Þá skal hann fjarlægður. 

Réttindi hans byrja einnig þar.  Hann skal þá þegar í stað fá þá meðferð sem réttur hans stendur til. 

Ef þetta er fullorðinn veikur einstaklingur er hann handsamaður af lögreglu og ekið á móttökugeðdeild til viðeigandi lækningar.

Viggó Jörgensson, 27.1.2011 kl. 14:03

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ef um barn er að ræða er það frekar á verksviði barnaverndaryfirvalda en lögreglu að koma viðkomandi undir læknishendur. 

Og í þessu tilfelli eru það skólayfirvöld og heilsugæslan í skólanum sem er nær vettvangi og stendur það því nær að sækja lækningu. 

Í flestum tilfellum er hægt að bíða eftir viðeigandi úrræðum. 

En í þessu tilviki þarf augljóslega að sækja bráðaúrræði með þeim ráðum sem duga.

Þetta úrlausnar efni eigum við að nálgast út frá RÉTTINDUM barnsins en ekki sem kvöð, skyldu eða þvingun á barnið. 

Drengurinn á rétt á því að yfirvöld forði honum frá að fremja voðaverk í veikindum sínum.  

Þetta er bráðatilfelli engu síður en þegar sækja þarf einhvern með bláum ljósum.  

Viggó Jörgensson, 27.1.2011 kl. 14:10

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Skólinn á ekki að vera friðhelgur fyrir veik börn. Og þessi misskilningur verður þegar ekki er hægt að skilja á milli hvað réttindi barnsins er annarsvegar og skyldur skólans hinsvegar.

Veikt barn í skóla yfirleitt er oft það sama og skilningsleysi fullorðinna sem vinna þar. Það er ekkert öðruvísi enn að láta  börn EKKI taka þátt í leikfimi sem eru með gips eftir beinbrot. Jafnvel þó það hafi til þess logboðin réttindi. Séu reglurnar óskýrar er bara að breyta þeim.

Hvernig hegðunarvandamálum barna í skólum er mætt af fullorðnum, er í mörgum skólum oft í algjörum graut. Og það er ALDREI við barnið að sakast. Og ALLTAF við þann fullorðna að sakast. Veit sá fullorðni ekki hvernig á að taka á málum í skólanum, lærir barnið það ekki heldur.  Um það snýst málið.

Reglurnar eru svo skýrar að eiginlega ætti rektor skólans að segja af sér vegna stórlegar vankunnáttu...eða hann segir af sér í mótmælaskyn. Einhver verður að sýna ábyrgð og það fellur í hlut rektors að mínu mati...alla vega víkja tímabundið meðan þetta mál er skoðað.

Óskar Arnórsson, 27.1.2011 kl. 19:36

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þegar ég setti í fyrirsögn vanhæf skólayfirvöld? þá setti ég spurningarmerki eins og sjá má.

Með skólayfirvöldum á ég við yfirvald í viðkomandi skóla og yfirvald yfir skólamálum í Reykjavík.  

Okkur vantar meiri upplýsingar um málið til að gera haft skoðun á framgöngu einstakra starfsmanna.

Kannski gerðu þau allt rétt miðað við aðstæður og verklagsreglur? 

Stundum verða menn hins vegar að grípa til neyðarráðstafanna sem reglurnar taka ekki á.  

En eins og ég segi þá vantar okkur upplýsingar til að geta fullyrt að einhver eigi að taka pokann sinn. 

Minn málflutningur er samt sem áður þessi: 

Þegar barn er farið að meiða aðra með vopnum er komið tilefni til að nýta öll þau bráðaúrræði fagfólks sem í boði er, þegar í stað. 

Með vopnum á ég við blýanta, penna, skæri, hnífa, glerbrot, flöskur, grjót, örvar o. s. frv.  

Sem sagt oddhvassa hluti, beitta hluti, barefli eða aðra stórskaðlega hluti. 

Fagfólkið sem ég á við eru skólahjúkrunarfræðingur, skólasálfræðingar, skólalæknar o. s. frv.  

Og ég endurtek að kannski eru allir að gera sitt besta miðað við þær reglur sem við er miðað.

Það sem vantar er kannski að ítreka að í sumum tilfellum er nauðsynlegt að hafa frumkvæði að því að stíga út fyrir rammann.   

Viggó Jörgensson, 27.1.2011 kl. 20:05

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég trúi ekki að skólayfirvöld séu neitt vanhæf. Enn þegar þeim er meinað að hlýða heilbrigðri skynsemi í vinnunni, þá verða svona atvik til. Það hefur margsinnis komið upp svipaðar stöður og miklu alvarlegri í skólum í Svíþjóð. þannig að sjálfsmorð hefur þurft til að fólk vakni og "skoði" málið. Og það vantar ekki að málin séu rannsökuð. það skeði ekkert í einu máli fyrr enn Rektor sendi öll börn heim.

Hann lokaði skólanum og tilkynnti yfirvöldum að skólinn yrði oppnaður aftur þegar hann vissi hver stjórnaði honum raunverulega. Þá brást Ríkið við. Og það snerist um að víkja barni úr skólanum. 

Ef þessum málum verður ekki komið í lag, mun þróuninn verða sú sama og í öðrum Norðurlöndum. Og þessi endalausa bið eftir fagfólki þýðir ekki að allt vandamálið sé sett í bið. Og þetta snýst ekki um verklagsreglur nema að hluta til. Þetta snýst um það hvort fólk geti, fái og vilji  vera eins og manneskjur við börn. 

Ef svona veikt barn er látið vera í bekk dögum saman, vikum eða mánuðum, þá myndi ég ekki vilja að mín börn lærðu landafræði hjá þeim kennurum. Ég myndi bara ekki vilja að þau vistuðust í sama húsi og þannig starfsfólk. Samtímis myndi ég athuga hvort barnið og foreldrar fái almennilega stuðning eða ekki. Og systkyni barnsins.

Tek undir það að það er skelfileg vöntun á að hafa eigið frumkvæði, kenna eigið frumkvæði, kenna börnum hegfðun og um lífið sjálft verður bara að fá stærra pláss í skólanum. Hvaða fjall er stærst í heiminum, eða hversu margir búa í Afríku, er svona "useless info" sem hægt er að fletta upp þurfi .aður á því að halda.

Skólakerfið að stórum hluta er gjörsamlega úrelt. Og sérstaklega núna þegar skólar eiga að rekast eins og fyrirtæki... 

Óskar Arnórsson, 28.1.2011 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband