Röng stefna?

Ég hef miklar efasemdir um veitingu ríkisborgararéttar.  

Við ættum að að minnsta kosti að áskilja okkur rétt til að afturkalla hann. 

Við sitjum uppi með vændiskonu frá Senegal sem ætlar ekkert að sjá að sér á glæpabrautinni. 

Sú var einnig grunuð um mansal og þrælahald þó að það sannaðist ekki. 

Aðrir gætu sem best verið útsendarar illþýðis frá sínu heimalandi.  

Meirihlutinn er svo sómafólk eins og ætíð í öllum hópum.  

En slíkan ríkisborgararétt ætti að vera hægt að afturkalla. 


mbl.is 43 fengu íslenskan ríkisborgararétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það held ég að sé mjög vafasamt. Ríkisborgararéttur er nefninlega einmitt það sem hann er. Réttur, og rétt á ekki að vera hægt að hafa af fólki eftir hentugleika. Þetta yrði mjög hættuleg stefna.

Páll (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 15:45

2 identicon

sammála páll. þetta yrði mjög hættuleg stefna.

ólöf (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 15:51

3 Smámynd: Durtur

Ekki nema við mundum þá svipta íslenska glæpamenn ríkisborgararéttinum líka... svipað með íslenskukunnáttu, raunar: láta útlendinga ná samræmda prófinu til að fá réttinn og taka hann þá með sama móti af þeim íslendingum sem falla. Þetta mundu vera mikil þjóðþrifaverk!

Durtur, 18.12.2010 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband