Heilsugæslan drap heimilislækningar fyrir löngu.

Hér fyrrum hafði maður heimilislækni sem var einnig læknir foreldranna og ömmu og afa líka. 

Svo kom þessi heilsugæsludella, þar sem fólki var hent til og frá eftir búsetu.

Enginn trúnaður fær að byggjast upp í friði á milli læknis og sjúklings.  Og ef sjúklingurinn skiptir ekki um búsetu þá má hann búast við að læknarnir komi og fari af hans heilsugæslustöð.  

Þetta hefur orðið að stórvarasömum skyndikynnum við nýjan og nýjan lækni. 

Sá lélegasti sem ég hitti, leit aldrei upp úr tölvunni. Svo faukum við út, ég og lyfseðillinn, og næsti inn. Alveg eins og í hraðbanka bara.

Annar varð vondur ef maður var með fleiri en eitt erindi í einu.  Maður átti að taka sér frí í vinnu og hanga í  heilsugæslunni og apótekinu fyrsta daginn til að fá smyrsl.  Þann næsta til að fá mixtúruna og þann þriðja til að fá læknisvottorð fyrir vinnuveitandann, út af öllum þessum fjarvistum. 

Sá þriðji getur aldrei tekið ákvörðun um nokkurn skapaðan hlut.  Þorir engin lyf að skrifa út og yfirleitt ekki að taka á neinu nema einhver annar læknir sé búinn að segja honum það.  Helst þá sérfræðingur. 

Þetta er alveg ónýtt kerfi en læknarnir eru prýðisfólk.  Heimilislæknar eru þeir hins vegar ekki í hinum forna skilningi.  Þetta eru færibandalækningar þar sem undir hælinn er lagt hvernig sjúklingnum er fylgt eftir, það er alltaf einhvers annars mál.  

"...Ertu búin að bíða lengi?..." spurði konan mín óttaslegin þegar hún sá að hún var ekki einsömul í einhverri skuggakompunni upp á spítala.  Þar fékk einnig að hanga beinagrind, ábyggilega á vegum heilsugæslunnar.       


mbl.is Stöðva verður atgervisflóttann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég hefi engu við þetta að bæta.

Sigurbjörn Sveinsson, 16.12.2010 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband