Um her og leyniþjónustu ESB.

Set hérna inn til minnis, kveðju til sr. Baldurs Kristjánssonar í Þorlákshöfn.

Sæll sr. Baldur.

Ég undirritaður er algerlega á móti inngöngu okkar í ESB nú, hvað sem síðar verður.

Það er eingöngu á forsendum, sjálfstæðis, efnahags og atvinnumála.

Hef bara ekki minnstu áhyggjur af Evrópuher eða leyniþjónustu.

Hvoru tveggja er vafalaust nauðsynlegt í ófullkomnum heimi.

Ekki dettur mér heldur í hug að draga neitt úr þeim góðu áhrifum sem hingað hafa borist frá siðmenningunni í Evrópu.

Hvort sem það er á sviði hámenningar, menntunar, lýðræðis eða stjórnsýslu. Allt verið okkur til góðs.

Ofreglung kallar Sigurður Líndal það hins vegar þegar lagaverkið er orðið svo mikið að það er farið að ógna sér sjálft, og þeim samfélögum sem það á að þjóna.

Það sást vel í bankahruninu, þegar reglurnar leyfðu óskapnað sem gat ekki staðist.

Hinu má ekki gleyma að ESB er fyrst og fremst orðið markaðsbandalag á forsendum auðstéttarinnar í Evrópu.

Þeirrar sömu og auðgaðist í öndverðu á að ræna framtíðinni af Afríku, Asíu og Suður Ameríku. Vegna breytinga á aldarfari gengur ekki lengur að fara með byssur og heimta afrakstur vinnunnar af þjóðum heims.

Þess vegna þarf að framleiða eitthvað og láta fólkið hafa þegar afrakstur vinnunnar er tekin af því. Þess vegna er verið að stækka Evrópusambandið til austurs. Ekki af því að yfirstéttinni í klúbbunum í City, og félögum í öðrum löndum, þyki svo vænt um fólkið þar, heldur til að það kaupi vörurnar sem þessi auðstétt framleiðir.

Sem fyrr verða það ekki útlendingar sem hugsa fyrir okkar bestu hagsmunum. Það verðum við að gera sjálf.

Okkar verslunarhagsmunum er prýðilega komið fyrir innan samstarfsins í EES. "Allt fyrir ekkert" sagði Jón Baldvin þá.

Það er ekkert nema vont að sækja í viðbót, með því að ganga alla leið inn í ESB. ESB hentar frekar iðnríkum en hrávöruframleiðendum eins og okkur og Norðmönnum.

Aðalábati okkar yrði viðvarandi og aukið atvinnuleysi.

Blessi þig. Viggó Jörgensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband