Löglegt eða ekki.

Það er alveg á hreinu að enginn má stunda lækningar hérlendis nema hafa til þess leyfi frá Landlækni.

Inngrip inn í líkama fólks eða vinna inni í líkamanum fellur undir lækningar. 

Afbrigði af því eru tannlækningar og störf ljósmæðra en þær starfsstéttir eru prýðilega menntaðar til starfa.

Aðrar vel menntaðar heilbrigðisstéttir, er meðhöndla sjúklinga, eru sjúkraþjálfarar og hjúkrunarfræðingar.

Sjúkraþjálfarar vinna utan frá en hjúkrunarfræðingar vinna ekki á eigin ábyrgð inni í líkama fólks en eru einatt læknum til aðstoðar við slík störf.

Sjúkraflutningsmenn, bráðaliðar og sjúkraliðar eru einnig alltaf að auka við menntun sína og eru sannanlega betri en enginn, þar sem mikið liggur við. 

Þeir starfa engu að síður, eftir atvikum, samkvæmt vinnuferlum sem samdir eru af hjúkrunarfræðingum og læknum.  Og endanlega á ábyrgð, og samkvæmt fyrirmælum lækna, - gefi þeir sjúklingi tiltæk lyf eða sambærilega læknismeðferð.       

Aðrir en læknar og heilbrigðisstarfsfólk geta fengið leyfi til að stunda á eigin ábyrgð meðferð sem er utan frá.  

Undir það fellur nudd, fótsnyrting, og margt fleira. 

Strangar reglur um lækningar eru ekki síst vegna þess að meðferðaraðilinn verður að hafa þekkingu og þjálfun til að bregðast við ef eitthvað fer úrskeiðis.   

Þá liggur oft líf og heilsa við.  Gefa þarf lyf og veita aðra meðferð sem aðeins læknar geta mælt fyrir um. 

Málið er ekki flókið.  Þeir sem ætla að vera með lækningamiðstöð af einhverri gerð þurfa að ráða til sín lækni.   


mbl.is Ristilskolun og sníkjudýr í görnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Það verður að stöðva konuna, áður en þetta Keflavíkurkukl verður einhverjum að fjörtjóni.

Eiður Svanberg Guðnason, 13.6.2010 kl. 13:10

2 identicon

Þessi vatnsdæling í endaþarm getur ekki verið af hinu góða ... gott mál fyrir vatnsveituna hins vegar

omj (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 13:53

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.6.2010 kl. 14:03

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ekki hef ég áhyggjur af því að íslenskir hjúkrunarfræðingar noti ekki einnota stólpípugræjur.

Hins vegar gegnir ristillinn hlutverki í vatnsbúskap líkamans.

Vatnsbúskapurinn er svo í hlutfalli við saltbúskapinn sem undirstúka heilans og nýrun stilla af.

Örlítil truflun á saltbúskap getur verið lífshættuleg fyrir nýrnasjúklinga, hjartasjúklinga o. m. fl.

Fullfrískt fólk á að þola stólpípu rétt eins og venjulegan niðurgang.

En að einhverjir aðrir en læknar stjórni inngripi í vatnsbúskap líkamans er forkastanlegt og ólöglegt.

Viggó Jörgensson, 13.6.2010 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband