Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.7.2011 | 08:01
Var fólkið í björgunarvestum?
Þetta er önnur fréttin á stuttum tima um að fólk hafi bjargast við slíkar aðstæður.
Í hvorugt skiptið hefur komið fram hvort fólkið hafi verið í björgunarvestum.
Notkun björgunarvesta ætti að vera lagaskylda á öllum bátum og smáfleytum.
![]() |
Bátur sökk á Meðalfellsvatni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2011 | 16:19
Þetta er lofsverð afstaða til réttinda borgaranna.
Handtekið fólk ber á láta laust á sömu stundu og frelsisskerðingar er ekki lengur þörf.
Það er misskilningur að lögregla megi ætíð halda mönnum föngnum, í allt að sólarhring, án þess að leiða hinn handtekna fyrir dómara.
Lögregla má það ekki mínútu lengur en lögmætur grundvöllur stendur til og að hámarki getur það verið sólarhringur.
Sé útlit fyrir að þess gerist þörf í lengri tíma en sólarhring þarf úrskurð dómstóla.
Og þar eiga sömu sjónarmið einnig við.
Þó að einhver hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald um tiltekinn tíma ber að láta hann lausan strax og mögulegt er.
Það er lofsvert að sjá þetta hugarfar í verki hjá yfirmönnum lögreglu.
Almenningur í lýðræðis- og réttarríkjum þarf ætíð að líta til með dómstólum og lögreglu.
Og hvernig þessar stofnanir ríkisvaldsins fara með valdheimildir sínar á sviði mannréttinda.
![]() |
Forsendur breyttust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.7.2011 | 12:09
Kötturinn át símann. Fressið hann Össur.
Hún Jóhanna mín er ekki vön að vera með neinn fyrirslátt.
Auðvitað vill hún svara í símann.
Sannleikurinn er hins vegar sá að annar kötturinn var að leika sér með símann og gleypti símatengið í ógáti.
Þetta er óttalegt vandræðafress enda stundum kallað Össur, svona innan heimilis, en hafið það fyrir ykkur.
Lengi hefur kvikindið verið grunað um að hafa framið siðferðisbrot á læðunni og frekar þarf nú ekki vitnanna við.
Sumarfríið fer í að sinna læðunni og kettlingunum.
Það verður ekki hlaupið frá ungviðinu, í bjargarleysi, það geta menn nú skilið.
Og nú nær hinn eini sanni Össur sem sagt ekki símasambandi.
Að tilkynna komu allra þeirra sem hann bauð heim, á allsherjarþinginu í vetur.
Það var svei mér leitt.
Fjandans kvikindið hann Össur.
Kötturinn sko...
![]() |
Ekki næst í ráðherrann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.7.2011 kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2011 | 11:27
Já eru til peningar til þess? Borgarstjórn er orðinn sandkassi.
Sveimhugarnir í hreppsnefnd Reykjavíkurborgar skilja lítið í afleiðingum kreppunnar.
Það kostar tugi miljarða að flytja flugvöllinn.
Að "færa" flugvöllinn kostar líka morðfjár.
Það stendur í Reykjavíkurborg að hækka lítillega launin hjá leikskólakennurum.
Samt eru það þeir sem mennta komandi sveitarstjórnarmenn í sandkassanum.
Í sandkassanum er hægt að flytja og færa mannvirkin eins og íbúanna lystir.
Engar kostnaðaráætlanir, umhverfismat eða vesen.
Þessi grunnmenntun ætlar að nýtast borgarfulltrúum vel.
Og þar standa þeir ýmist styrkum fótum eða renna á rassinn.
Í sandkassanum.
![]() |
Flugvöllurinn færður samkvæmt drögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2011 | 11:14
Þernan er ónýtt vitni.
Í Bandaríkjunum er það ekki litið mildum augum að ljúga að ákærukviðdómi.
Mestu vandræðin sem Clinton forseti lenti í, á sínum tíma, voru einmitt um það atriði.
Þessi stúlka frá Gíneu var upphaflega kynnt til sögunnar sem siðsöm ekkja.
Nú er líklegra að mafía hafi flutt hana inn frá Gíneu og að öll hennar saga sé lygi frá upphafi til enda.
Hún hefur viðurkennt að hafa logið flestu á dvalarleyfispappírunum.
Logið því að hafa verið nauðgað af gengi glæpamanna í heimalandinu.
Logið því að eiginmaðurinn hafi verið barinn í hel.
Logið á skattframtölum til að borga lægri skatta og jafnvel til að komast inn í ódýrara húsnæði.
Logið til um atburðarásina á hótelinu.
Fengið óútskýrðar greiðslur að fjárhæð 100.000. dollara inn á bankareikning sinn.
Rætt við vin sinn, dæmdan glæpamann, hvernig hún gæti hagnast sem mest á kærunni á DSK.
Þessari konu myndi enginn kviðdómur trúa þar sem götublaðið New York Post er búið að dreifa þeirri sögu að hún sé vændiskona.
Hefur blaðið það eftir lögreglumönnum og verjandinn er einmitt ósáttur við saksóknarann sem hefur ekki borið þetta til baka.
Af hverju ætli það sé?
Að sjálfsögðu er bannað að nauðga vændiskonum en í því efni virðist saga New York Post líklegri.
Að konan starfi jöfnum höndum sem vændiskona á hótelinu og hafi haft þessi mök við DSK í von um væna greiðslu.
DSK hafi haldið að konan hafi bara ekki staðist það að sjá hann koma úr sturtunni og brugðist hinn versti við greiðslukröfu konunnar.
Og þá hafi komið til einhverra stimpinga og verið fátt um kveðjur.
![]() |
Þernan krefst nýs saksóknara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2011 | 01:02
Fái viðeigandi sekt, útvegi læknisvottorð og málinu þá lokið.
Það er vandalítið að fyrirgefa þessum ágæta manni.
Hafi engum stafað hætta af þessu skytteríi.
Ekki verið miðað byssum á lögreglumenn eða annað fólk.
Lögreglumönnum ekki hótað meiðingum.
Maðurinn hlýtt lögreglunni í verki, þrátt fyrir munnleg mótmæli.
Þá ætti málinu að ljúka með sektargreiðslu.
Auk þess að gera ætti kröfu um geðlæknisvottorð, sæki maðurinn aftur um byssuleyfi sitt.
Þá ætti hann að geta fengið þær byssur aftur sem hann hefur leyfi fyrir.
Þær sem hann hefur ekki leyfi fyrir, yrðu hins vegar mögulega að vera óvirkar sem sýningargripir.
Almenningur má til dæmis ekki eiga vélbyssur eða skammbyssur.
Ekki gengur heldur að hægt sé að stela nothæfum byssum af söfnum.
![]() |
Biðst fyrirgefningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2011 | 13:25
Sóley vill steypa upp í Tjörnina líka.
Sú mýri sem Reykjavíkurflugvöllur stendur í.
Er hluti af lífríki og vatnabúskap Reykjavíkurtjarnar.
Ef grafa á upp alla Vatnsmýrina þá þornar upp miklu stærra svæði og rústar fuglalífi í borginni.
Þá væri bara það næsta að byggja háhýsi þar sem Reykjavíkurtjörn er nú.
Skyldi Sóley Tómasdóttir og fjölskylda eiga einkabíl?
Forræðishyggjufólk ætlar kvefuðum almenningi að vera fótgangandi og nota almenningssamgöngur.
Skipulagsfræðingar vilja að allir búi í háhýsi í miðborginni og eigi ekki einkabíl.
Allir búa þeir svo í sérbýli sjálfir og eiga einkabíla einn eða fleiri.
Sóley Tómasdóttir vill að Reykvíkingar aki minna á einkabílum.
En landsbyggðarfólk má hins vegar aka frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur.
Eða að 50 manns komi ekki saman á Fokker flugvél til Reykjavíkur.
Þeir komi á 50 einkabílum.
Getum kannski fundið um þetta gamla fimm ára áætlun frá Stalín.
![]() |
VG vill flugvöllinn burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2011 | 12:16
Ekki gæsluvarðhald að geðþótta - Ísland er ekki lögregluríki. Geðlæknisvottorðs sé krafist af byssuleyfishöfum.
Landinu skal stjórnað með lögum en ekki geðþótta.
Þess vegna höfum við löglærða dómara er leggja mat á gæsluvarðhaldsþörf.
Slíkt mat grundvallast ekki á geðþótta lögreglumanna sem einhver móðgaði á fylliríi.
Um þetta Stokkseyrarmál veit ég ekkert.
Var maðurinn að skjóta niður vargfugl, refi eða mink?
Var hann að skjóta í átt til fjöru og sjávar?
Eða var fólk í hættu?
Miðaði hann skotvopnum á lögreglumenn?
Hótaði hann að skjóta lögreglumennina eða hótaði hann að kæra þá fyrir áreitni?
Er maðurinn með leyfi bæjarfélagsins til að eyða meindýrum í bænum? Meindýr eru mest á ferðinni að næturlagi.
Allt skiptir þetta máli til að hægt sé að átta sig á alvarleika málsins.
Hitt er ljóst að lög, um lögreglusamþykktir bæjarfélaga, leggja almennt bann við meðferð skotvopna innanbæjar.
Og svefnfriði má ekki raska um nætur, hvorki með skotvopnum eða öðru.
Þó verða menn að þola meira ónæði um helgar en virka daga.
Allt þetta vantar í fréttina nema að veiðimaðurinn hafi ekki tekið lögreglu fagnandi.
Hafi um 90 skotvopn verið tekin af þessum manni er hann vart til stórræðanna.
Brjóti byssuleyfishafar þannig af sér, að svipta þurfi þá leyfinu til bráðabirgða.
Ættu þeir ekki að fá leyfið aftur nema geðlæknir samþykki það, að undangengnum viðtölum.
Það ætti reyndar að vera skilyrði til að fá byssuleyfi, í upphafi, og við endurnýjanir leyfisins.
Utan alfaraleiða má oft sjá sundurskotin umferðarskilti og aðrar eigur samfélagsins.
Það bendir ekki til að allir byssuleyfishafar hafi öðlast nægan þroska til að fara með skotvopn.
Og ábyggilega þarf að herða reglur um skotvopn verulega.
En þar er tæplega efst á listanum að læsa inni okkar reyndustu veiðimenn fyrir að rífa kjaft.
Í Lögregluskólanum hefur stjórnarskrárgreinin um málfrelsi borgaranna alveg gleymst.
Oft hef ég séð til ungra lögreglumanna er telja það mestan stórglæp að einhver fyllibyttan rífi við þá kjaft.
Og lesið dóma þar sem ungir lögreglumenn töldu munnbrúk tilefni til handtöku og einn hefur misst starfið eftir slíkt ævintýri.
Góðir lögreglumenn heyra ekki svívirðingar og taka þær alls ekki persónulega.
Enda er þar jafnan verið að tala við einkennisbúninginn og ríkisvaldið þar á bak við.
Um daganna hef ég átt mikil og góð samskipti við lögregluna.
Allt saman öndvegisfólk sem þjóðin er heppin að enn skuli haldast í starfi.
Fækkun lögreglumanna hefur hins vegar leitt af sér margt slæmt.
Ungu krakkarnir ganga ekki vaktir með þeim eldri og læra ekki að koma fram af þeim myndugleik, yfirvegun og öryggi sem áður var.
Þeir eru oft svo taugastrekktir að það smitar út frá sér á vettvangi.
Og framkoma við góðborgara er oft ekki til að bæta ímynd lögreglunnar.
Í ökunámi mínu átti ég lögreglunni mikið að þakka.
Mikið og óeigingjarnt starf lögðu lögreglumenn á sig til að bæta aksturslag mitt.
Þetta voru miðaldra menn sem vönduðu um við mann eins og velviljað foreldri.
Komu fram af öryggi, myndugleik og létu engan komast upp með neitt múður.
Ég sakna þessarra manna úr lögreglunni.
![]() |
Funda um niðurstöðu héraðsdóms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2011 | 22:20
Enginn nefndarmaður utan úr þjóðfélaginu sjálfu.
Þarna er sett saman nefnd úr fílabeinsturni stjórnsýslunnar.
Hvar er fulltrúi verkalýðsfélaganna og atvinnulífsins.
Eða vantar fólk til landsins núna í atvinnuleysinu?
Nefndin þarf ekki annað en að hengja upp tilkynningu í öllum flughöfnum
um að næst verði tekið við umsóknum árið 2040.
![]() |
Stofnar starfshóp um málefni útlendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ungan dreymdi þann góða dreng Össur Skarphéðinsson um tvennt.
Að geta sagt eitthvað af viti.
Og að verða að einhverju gagni.
Eftir að hafa reynt þetta á æskuheimili sínu fram á unglingsár.
Þótti loks föður hans fullreynt um árangur og sparkaði Össur á dyr.
Þjóðviljinn, Alþýðubandalagið, og sósialisminn í Evrópu, fengu næst að njóta starfskrafta Össurar.
Og dóu fljótlega út af án þess að þjást mikið.
Hinn vaski piltur Össur vatt sér þá í þjóðþrifamál og nýtingu á sinni sérfræði.
Fiskeldisiðnaðurinn fékk þennan happafeng til liðs við sig, þar sem kraftur kom loks í sporðaköstin.
Á áður óþekktum hraða lögðu þar allir upp kviðinn og ugganna. Óvíst um þjáningar.
Galvaskur Össur gekk nú í Alþýðuflokkinn er senn varð þá bráðkvaddur.
Líf sitt má Samfylkingin þakka að Össur hefur mest verið erlendis að undanförnu.
Samtímis hafa Össurar allra landa ráðið Evrópusambandinu heilt.
Enda er þar allt á heljarþröminni.
Össur Skaphéðinsson var greindur að læra á bókina en fer annars með himinskautum í henni veröld.
Þessi afglapi er fastur í draumórum unglingsáranna um hið fullkomna, fyrirheitna draumaland.
Sem fyrst hét Sovét, nú ESB og hvað næst?
Sem stjórnmálamaður er Össur algerlega dómgreindarlaus glópur nema í sínu Undralandi þar sem hann dvelur oftast.
Eins konar ESB on line - ekki Eve on Line.
Og fráleitt að við Íslendingar látum slíkt Ingjaldsfífl stjórna málum okkar.
Af fíflaskap með fjöregg þjóðarinnar höfum við fengið kappnóg í bili.
Þá væri nær að tjóðra Össur á stjórnarráðsblettinum.
Þar þarf ekkert að segja af viti, hinn skemmtilegi Össur myndi gera lukku.
Og loks eitthvað gagn.
![]() |
Alltaf talað fyrir sérlausnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)