30.12.2009 | 23:20
Lýðræðisást kommúnista - þegar á reynir er hún engin.
Engin hugarstefna hefur verið jafn ömurleg í framkvæmdinni og kommúnismi.
Á meðan lýðræðisþjóðir risu til allsnægta eftir seinna stríð, fóru þjóðir undir áþján kommúnista lengra aftur á miðaldir.
Engir lýðskrumarar hafa logið öðru eins sem kommúnistar. Og enn eru þeir að. Síðast þeir Steingrímur Jójó Sigfússon og Svavar Gestsson.
Sem betur fer er þjóðinni ljóst að núverandi ríkisstjórn kommúnista mun leiða okkur aftur á myrkar miðaldir.
Icesave samningurinn er sá lélegasti sem íslenska þjóðin hefur nokkru sinni gert, enda stýrt af fullkomlega vanhæfum kommúnistum.
Vanhæfir til alls annars en að leiða þjóðina til glötunar eins og öll dæmi sanna.
Hún verður því felld í næstu kosningum. Guði sé lof.
Felldu tillögu um þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Athugasemdir
Lýðræðisást þeirra á bara við þegar þeim hentar.
Ragnar Gunnlaugsson, 30.12.2009 kl. 23:31
Sæll Viggó.
Ég er þér innilega sammála hér en... hvað áttu við með "Hún verður því felld í næstu kosningum. "
Hvenær verða þær kosningar? Vonandi áttu ekki við kosningar eftir 4 ár? Það er alveg ljóst að við þolum ekki einu sinni tímann fram á næsta vor. Það verður að koma þessari landráðastjórn (Fyrsta hreinræktaða vinstri stjórnin, hin svokallaða norræna velferðarstjórn) frá, ekki seinna en strax í janúar. Hver dagur sem það dregst verður okkur dýrkeyptur. Því þarf nú þegar eftir áramótin að hefja nýja búsáhaldabyltingu og linna ekki látunum fyrr en þessi stjórn hröklast frá völdum.
Einu sinni sögðu menn; "allt er betra en íhaldið" en skyldi fólk vera farið að átta sig á því núna hvaða ógnarstjórn þjóðin hefur kosið yfir sig. Stjórn sem hefur það á stefnuskrá sinni að afsala sér lýðræðinu og sjálfstæðinu og afhenda það gömlu nýlenduveldunum bretum og holllendingum og láta síðan steinrunnið brussselveldið sjá um restina. Gera þannig þjóðina að þurfalingum þar sem engin á meira en annar, nefnilega, engin á neitt. Fullkomið kommúnistaríki, hið fyrsta í heiminum.
Hér er stefnan nú þegar þannig að allt skal skattlagt til helvítis og þannig skal allt drepið í dróma, bæði einstaklingsframtak og vilji fyrirtækja til að eflast og byggja upp öflugt atvinnulíf á ný. Nei hér skal ríkja eðlilegt atvinnuleysi eins og í öðrum ESB löndum, þetta 10 - 20 % eftir atvikum og ungt fólk skal venjast því að þess örlög verði það að vera atvinnulaust...... alla ævina.
Þetta er sú framtíðarsýn sem við blasir undir stjórn öfgafullra kommúnista og taglhnýtinga þeirra. Það efast vonandi enginn um það hvar í flokki þeir eru Steigrímur J. og Svavar Gests. Það eru menn sem eru færir um að færa okkur aftur á stig grárrar forneskju fái þeir til þess stuðning og starfsfrið. Og það er greinilega ásetningur þeirra.
Viðar Friðgeirsson, 31.12.2009 kl. 00:38
Þessi ríkisstjórn framdi sín myrkvaverk í kvöld,eins og allar komúnista stjórnir gera.Vona að fólk sýni þessari ríkisstjórn andúð sína með því að mæta vel á mótmælafundi og koma þeim frá völdum.Eina sem vakir fyrir þeim er að halda í stólana sína á Alþingi og koma okkur í ánauð.Kom glöggt fram í kvöld að þau telja okkur hinn venjulega Íslending ekki hafa vit til þess að fá að kjósa í þjóðaratkvæðisgreiðslu,þau ein hefðu verið kosin til að bjarga þjóðinni því aðrir gætu það ekki.Hef aldrei séð Forsætisráðherra eins og Jóhönnu sem sat þarna og sýndi vandlætingu sína svo berlega í ljós þegar menn voru henni ekki sammála,það lá við að hún væri staðin upp áður enn að þingforseti sleit fundi henni lá svo á að komast út.Jóhönnu , Steingríms og þeirra meðreiðasveinum verður ætíð minnst fyrir þetta og verður þeirra skömm.
Bára Pálsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:48
Sammála !!! Þetta fólk er illa haldið raunveruleikaskerðingu! Stórhættuleg þjóðinni!
anna (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.