AGS maður ráðleggur okkur að flytja burt frá Íslandi. Nú er komið að því að þessi ríkisstjórn svika og fölsunar segi af sér.

Gunnar Skúli Ármannsson segir frá heimsókn hans og fleiri til AGS manna á föstudag. 

Þar tókst hópnum að toga upplýsingar upp úr fulltrúum AGS sem ríkisstjórnin hefur haldið leyndum, jafnvel í heilt ár. 

Staðan er það slæm að fulltrúi AGS sagðist myndi flytja héðan væri hann Íslendingur.  

Þessi vinnubrögð, gagnaöflun og undirbúningur, vegna icesave,  hefur tekið heilt ár og það sem íslensku þjóðinni hefur verið sagt er hrein fölsun frá hendi stjórnarmeirihlutans.

Staðan sem upp var sett er sem sagt sú, að ekki aðeins eru áætlaðar tekjur byggðar á óraunsærri bjartsýni a. m. k. þegar sérfræðingar eiga í hlut.

Heldur einnig er gjaldeyrisstaða okkar næstu ár herfileg og greiðsluáætlunin hreint fúsk sem sýnir að AGS er skítsama hvað um okkur verður. 

Og niðurstaðan: Við hefðum getað keypt mat, lyf og súrál.  Svo sem ekkert annað. 

Sem sagt íslenska þjóðfélagið hefði farið á hliðina og þurft að leggjast í betl, út af skuldum sem eru ekki þjóðarinnar.     

Forystumenn stjórnarflokkanna hafa nánast með þjósti, sagt að hér væru öll mál í himna lagi undir traustri leiðsögn AGS og þeirra sjálfra. 

Bara að við samþykktum icesave eins og skot.      Það væri þá þokkalegt þorparabragð.

Eða er bara allt í lagi með þetta allt?  Á aldrei að verða neitt í lagi við stjórnun þessa lands? 

Eða er það enn einu sinni gamla sagan, það átti bara ekkert að hafa neitt á hreinu?  

Nú þarf að sparka ríkisstjórninni strax, við samþykkjum aldrei svona icesave samning.         

 


mbl.is Áætlun AGS „Excel-æfing“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Takk fyrir þessa grein. En ég viðurkenni það að maður verður hljóður, og slegin hreynlega yfir þessu. Þannig að í raun þá er verið að reyna að fremja landrán hér, með Ríkistjórn Íslendinga innanborðs í fararbroddi. Það verður að bregðast við þessu strax, og láta Ríkistjórnina víkja tafarlaust, ef rétt reynist sem virðist vera.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.12.2009 kl. 00:27

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Ingibjörg, undanfarið ár hefur verið rosalegt.

Og er svo bara að versna?  Sendi þér langloku á morgun.

Held raunar að menn séu eitthvað að rumska.

Viggó Jörgensson, 5.12.2009 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband