3.12.2009 | 21:41
Hér verður allsherjar vöruskortur og helstu neysluvörur skammtaðar.
Þegar stjórnarþingmaðurinn dr. Lilja Mósesdóttir þjóðhagfræðingur sagðist ekki geta samþykkt icesave samninginn sagði hún fleira en það.
Að viðskiptajöfnuður okkar hefði lagast um 43 miljarða króna á þessu ári.
Engu að síður vantaði 117 miljarða upp á í viðbót til þess að við næðum þeim markmiðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði sett okkur á næstu árum.
Þessir 43 miljarðar í sparnaði á innflutningi hafa nú þegar sett fjölda fyrirtækja á höfuðið út af samdrætti í viðskiptum.
Hvernig verður þá ástandið þegar við höfum hert ólina um þrjú göt í viðbót við þetta eina sem komið er?
Eða mun allt blómstra eins og blómi í eggi?
Gjaldeyrisskortur mun verða eitt helsta vandamál þjóðarinnar.
Þá getur Steingrímur aðalritari sett Fjárhagsráð upp að nýju. Það starfaði í þá dýrðlegu daga þegar menn þurftu að sækja um gjaldeyrisleyfi ef þeir vildu kaupa sér gúmmístígvél eða falskar tennur. Þeir sem rífa kjaft þurfa svo eðlilega að skila hvoru tveggja.
Auðvitað á ríkið að stjórna því hvað fólk kaupir sér að mati Steingríms. Stalín sagði það jú sjálfur.
Endirinn verður sá að við munum grátbiðja um að fá að ganga í ESB og taka upp Evru.
Þetta veit Samfylkingarfólk í innsta hring auðvitað mætavel. Þetta er plottið en ég bið ykkur fyrir þetta.
Þjóðin mátti alls ekki fá neitt staðfest um fjárkúgun ESB. Nú hefur félagi Steingrímur sagt að við höfum verið fjárkúguð en húsfreyjan á stjórnarheimilinu hefur borið það jafnóðum til baka.
Í þessu örlagaríkasta máli þjóðarinnar frá því á Kópavogsfundi, geta forystumenn ríkisstjórnarinnar ekki einu sinni verið sammála hvað rétt er í málinu. Stórkostlegt.
Í annan stað eru icesave samningarnir mögulega landráð og varðar allt að 16 fangelsi, samkvæmt 91. gr. almennra hegningarlaga.
Nema auðvitað að staðfest verði að samninganefndin hafi sætt fjárkúgun, t. d. hótun um brottrekstur úr EES eða eitthvað verra. Þar er ýmist slegið úr eða í.
En þetta mátti þjóðin auðvitað ekkert vita um heldur. Skammastu þín Steingrímur nú færð þú ekkert í skóinn frá Jóhönnu.
Ríkisstjórnin lofaði opinni stjórnsýslu og að allt yrði uppi á borðum svo að við gætum kynnt okkur það.
Nema auðvitað það sem leynt á að fara og þolir ekki dagsljósið, eins og gefur að skilja.
Sem er jú um það bil allt sem ríkisstjórnin hefur aðhafst, eins og gengur og gerist í stjórnmálum siðaðra ríkja.
Við höfum sem sagt ekki enn fengið að vita hvort við förum á hausinn ef við gefum Evrópu langt nef eða hvort við förum á hausinn ef við samþykkjum icesave.
Hér er ég að vísa til þess að allir aðilar AGS, Seðlabanki og ríkisstjórn verði sammála um þessa útreikninga og leyfi okkur þjóðinni að vera með. Það stóð greinilega aldrei til af þessari lýðræðiselskandi ríkisstjórn sem lætur stjórnarandstöðuna tala á nóttinni.
Skuldabyrðin enn meiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.1.2010 kl. 16:04 | Facebook
Athugasemdir
Steingrímur getur lítið að þessu gert.
Frekar ódýrt að mála hann alltaf sem einhvern eldrauðan komma , þótt hann sé ögn sósíalískari heldur en græðgisliðið sem dýrkar peninga meira en íslenska lýðveldið.
kenndu frekar sjöllunum og framsókn um hvernig fór. Þeir lögðu jú línurnar og reglurnar og sigldu að feigðarósi.
jonas (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 21:53
Jú það má nefnilega mála hann sem eldrauðann komma. Alveg eins og hægt er að velta sér upp úr orðnum hlut og benda á fortíðina sí og æ.
Við erum í núinu ekki í fortíðinni. Orsök og afleiðing. Orsökinni verðu ekki breytt en hægt er að eiga við afleiðingarnar núna, ekki á morgun.
Sindri Karl Sigurðsson, 3.12.2009 kl. 21:59
Ég veit vel að persónulega er Steingrímur ágætismaður og vill vel.
En Steingrímur gæti nú kannski einhent sér í að fá sannleikann um framtíðarmöguleikanna á hreint og sagt okkur hverjir þeir eru. Þá er ég að tala um tölurnar.
Af hverju vill hann ekkert hlusta á sinn eigin þingmann, þann eina í þingingu sem kann að reikna út þjóðhagsstærðir.
Finnst þér ekki furðulegt ef villtur fararstjóri í frumskógi vildi ekkert við tala við eina siglingafræðinginn í hópnum?
Af hverju er hreint enginn vilji hjá Steingrími og Jóhönnu til þess að AGS, Seðlabankinn og Þingið verði sammála um hverjar tölurnar eru í raun og veru?
Skiptir það kannski bara engu máli? Hvort við verðum gjaldþrota eða ekki? AGS slær úr og í. Í sumar máttum við ekki skulda meira en 240% af þjóðarframleiðslu en nú er allt í lagi að við skuldum 310%
Eða segir AGS bara það sem hentar Bretum af því að þeir ráða öllu þar? Eða viljum við ekkert vita um það heldur?
Fortíðin er aukaatriði eins og stendur. Spurningin er: EIGUM VIÐ FRAMTÍÐ ???
Viggó Jörgensson, 3.12.2009 kl. 23:33
Ég skil ekkert af þessu, enda fæ ég engar upplýsingar. Það eina sem er nokkurnvegin á hreinu er að núverandi stjórn virðist vera að rústa þeim efnahag sem enn er eftir viljandi, en neitar að segja af hverju.
Ásgrímur Hartmannsson, 4.12.2009 kl. 10:47
Mér sýnist þú skilja allt sem hægt er miðað við fram komnar upplýsingar, Ásgrímur.
Viggó Jörgensson, 4.12.2009 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.