Bretar láta AGS endurskoða draugasögurnar og alltaf trúir Steingrímur

Engu breytir þó að jarðfræðingurinn Steingrímur hafi fengið einhverjar staðfestingar frá Bretum, mælt fram af fulltrúum AGS sem Bretar sendu hingað. 

Síðast sögðu þeir að skuldir okkar mættu alls ekki fara yfir 240% af landsframleiðslu. 

Nú hentar betur að segja að það hlutfall sé 310%    Bara 29% hækkun af nokkur hundruð miljörðum.   Hvað er svona smáskekkja á milli vina? 

Og alltaf trúir Steingrímur og kallar gestina sérfræðinga.   Lygarar hét það í minni sveit. 

Starf þessara manna er að segja okkur hvað sem er, þannig að við samþykkjum icesave. 

Furðulegt að Steingrímur skuli trúa öllu sem breska yfirstéttin lætur ljúga að honum.  Og það af fulltrúum amerísku nýfrjálshyggjunnar. 

Öðru vísi mér áður brá. 

Nær væri Steingrími að hafa áhyggjur af því hvers vegna hans eigin þingmaður dr. Lilja Mósesdóttir þjóðhagfræðingur vill ekki og treystir sér ekki til að samþykkja icesave.

LILJA ER EINI ALÞINGISMAÐURINN SEM KANN AÐ REIKNA OG META ICESAVE SAMNINGINN af þeim sem styðja það sem eftir er af ríkisstjórninni.   Þar sem Steingrímur segir ESB hafa hótað okkur en Jóhanna segir jafnóðum að Steingrímur misskilji allt sem útlendingar segja.   

Hvert mannsbarn hlýtur að sjá að hér er stórkostlegt pukur á ferðinni sem ekki þolir dagsljósið.  

Við vitum hins vegar núna af hverju dr. Lilja mátti aldrei fá að sjá skuldaþolsútreikninga AGS.  

Aðspurður eftir fund með AGS, hvort við værum að verða gjaldþrota?  "...og þar bar ekkert slíkt á góma." sagði Steingrímur eins og hann hafi verið spjalla um sauðfé heima á Gunnarsstöðum. 

Jóhanna er kannski búin að banna Steingrími að spyrja að einhverju sem hann misskilji svo hvort sem er?

Því ekki virðist hafa hvarflað að fjármálaráðherra okkar að HANN ætti að spyrja hvort við værum á leið í gjaldþrot. 

En afsakið, okkur kemur það kannski ekkert við?

 


mbl.is Ísland stefnir í greiðsluþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband