30.11.2009 | 17:31
Landsdómur er bráðónýtt úrræði. Ekki fara menn að ákæra sjálfa sig.
Skv. lögunum þarf meirihluti alþingismanna að ákveða að Landsdómur taki til starfa. Ákaflega ólíklegt er að alþingismenn taki upp á að ákæra ráðherra fyrir eitthvað sem alþingismenn studdu ráðherrann til að framkvæma.
Líklegast er að málið væri fyrnt þegar annar meirihluti væri kominn til valda og tilbúinn að láta reyna á ráðherraábyrgðina.
Ennfremur er algerlega fráleitt að alþingismenn kjósi sjálfir fulltrúa sína í Landsdóm, þar er hlutleysið alveg farið.
Embættisdómarar eru í minnihluta í Landsdómi sem er stórgallað.
Nær væri að þeir 15 dómarar sem störfuðu í Landsdómi væru þeir 15 embættisdómarar sem lengstan starfsaldur hefðu hverju sinni.
Ákæruvaldið ætti að vera hjá ríkissaksóknara, þó þannig að 21 þingmaður gætu einnig ákveðið að krefjast rannsóknar. Þá myndi ríkissaksóknara vera skylt að hefja rannsókn og gefa út ákæru teldist rannsóknin gefa tilefni til þess.
Engin fyrning ætti að vera á brotum ráðherra, þeir eiga að vinna skv. lögum.
Nýr varamaður í Landsdómi kjörinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta var þörf ábending.
Finnur Bárðarson, 30.11.2009 kl. 17:44
Þetta er flott tillaga...
Ekkert meira um það að segja...
Kveðja
kaldi.
Ólafur Björn Ólafsson, 30.11.2009 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.