Steingrímur óskar eftir utanþingsstjórn eða þjóðstjórn? Leynileg martröð sem Alþingi ræður ekki við handan við hornið.

Eftir byltinguna á Kúbu sveik félagi Castró allt sem hann hafði lofað um lýðræði og kosningar. 

Nú kvartar félagi Steingrímur aðalritari VG yfir því að Alþingi ráði ekki við hlutverk sitt. 

Vill hann leggja Alþingi niður svo að hann geti stjórnað fram í elliglöp eins og Castró? Eða er hann að biðja forsetann að setja hér utanþingsstjórn sérfræðinga, þar sem hann og aðrir alþingismenn séu ónytjungar, þjóðníðingar eða landráðamenn? 

Allir muna að Steingrímur galaði manna hæst um að framkvæmdavaldið væri að vaða yfir þingræðið svo varla er hann að kvarta yfir því að alþingismenn séu að fara yfir verk hans sem ráðherra.   

Ómögulega er hann að krefjast að þingmenn samþykki skoðunarlaust það sem hann ber inn í þingið.  Enginn gagnrýndi þau vinnubrögð meira en Steingrímur Jóhann Sigfússon. 

Svo er hann að segja okkur að yfirvofandi sé einhver leynileg þjóðarmartröð ef menn taki hann ekki trúanlegan þegar hann biður alla um að treysta sér og samþykkja icesave samninginn möglunarlaust.  

Eftir að Steingrímur settist í ráðherrastólinn hefur aldrei komið fyrir að hann hafi farið með rétt mál, þannig að auðvitað ættum við ekki að vantreysta honum vegna ístöðuleysis.

Ef svo leynileg þjóðarmartröð er fyrirliggjandi sem Alþingi ræður vart við, eiga þau Jóhanna og Steingrímur auðvitað að snúa sér til formanna allra flokka og stinga upp á þjóðstjórn.  Þá myndum við þjóðin öll, snúa bökum saman til að berjast við ófreskjuna. Er það þetta sem Steingrímur átti við en gat auðvitað ekki sagt?

Sé það augljóst að Alþingi ráði ekki við stjórn landsins myndu þau Jóhanna og Steingrímur biðja forsetann að setja okkar besta fólk í utanþingsstjórn.  Er það þetta sem Steingrímur átti við?

Eða að þau vita betur, Jóhanna og Steingrímur en geta auðvitað ekki sagt?   Sem sagt að forsetinn ráði ekki við slíkt verkefni frekar en annað sem gæti orðið þjóðinni til gæfu?  Ekki frekar en Þorgeir Hávarsson en að það megi ekki segja úr ræðustól Alþingis?    


mbl.is Fjáraukalög rædd á þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er langt síðan að forsetinn sannaði að hann á ekki heima á Bessastöðum svo illa er hann búin að fara með embættið að margir vildu leggja það niður reyndar teldi ég það þjóð ráð þá myndum við spara nokkur hundurð miljónir á ári og hættan á þjóðarskömm minkaði með afglöpum forsetans. Reyndar á hann smá von til þess að endurheimta traust þjóðarinnar með því að undirrita ekki ICESAVE ef svo illa vildi til að það rati á borð hans frá þinginu. Það sem lítur að Steingrími J er skiljanlegt þetta er vonlaust við getum ekki borgað ICESAVE né staðið af okkur dómsmál sem eru að dynja á okkur vegna neiðralangana hann veit það en þorir ekki að segja það.

Sigurður Haraldsson, 1.12.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband