Lögfræðingur á að stjórna gerð og staðfestingu á erfðaskrá. Er ekki baðstofu- eða eldhúsborðsverkefni .

Það getur verið lögmaður eða lögbókandi sem er eitt af mörgum hlutverkum sýslumanns.

Erfðaskrár þurfa að vera á tilteknu formi, öll umgjörð og staðfesting undirritunar þarf að vera með nákvæmlega réttum hætti.

Vel getur verið að enginn nema læknar og sálfræðingar sem rannsakað hafa viðkomandi séu hæfir til að staðfesta undirritun á erfðaskrár. Sérstaklega á þetta við ef arfláti er sjúklingur eða aldraður vistmaður á stofnun.
Framangreint gæti líka átt við um aðila utan stofnanna en þá gæti verið nægilegt að kalla til heimilislækni og heimahjúkrunarfræðing viðkomandi.

Sá lögfræðingur sem leiðbeinir eða annast erfðaskrárgerð metur það hverju sinni, hverjir ættu að vera arfleiðsluvottar. Því líklegri sem arfleiðslan er til að valda deilum, að arfláta látnum, því öflugri þarf arfleiðsluvottun erfðaskrárinnar að vera. Arfleiðsluvottar mega ekki vera hagsmunaaðilar hvorki beint né óbeint. Dæmi um óbeina hagsmuni: Eitthvað af eigum arfláta skal ganga til hjúkrunarheimilis þar sem arfláti dvelst. Þá eru allir starfsmenn þar vanhæfir, bæði læknar og aðrir, til að vera arfleiðsluvottar. Sama ætti við um stjórnarmenn og alla aðstandendur hjúkrunarheimilisins. Væri það t. d. sjálfseignarstofnun eða á vegum félagasamtaka gæti hópur vanhæfra verið býsna stór.


mbl.is Hæstiréttur ógildir erfðaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband