En þykir samt vænna um ráðherrastólinn en kjósendur sína og íslensku þjóðina.

Ef Evrópusambandið heimtar annað nýrað úr öllum Íslendingum, eistað, eggjastokkinn í samevrópskan líffærabanka - eða hvað sem er. 

Þá mun Samfylkingin samþykkja það umræðulaust.  Þar er allt vitsmunalíf heillum horfið.

Forystumenn Vinstri grænna þykir svo vænt um langþráða ráðherrastóla sína að þeir munu kokgleypa fúlan Evrópugraut Jóhönnu.  Biðja jafnvel um ábót þó að grauturinn sé kasúldinn þannig að fnykinn leggur langar leiðir. 


mbl.is ESB-umsóknin þungbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Svona er umræða Evrópuandstæðinga...og hver getur kallað þetta vitrænt eða gáfulegt... 

Jón Ingi Cæsarsson, 29.10.2009 kl. 15:45

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hverslags sleggjudómar eru þetta um VG ?

Ætlastu til að ég taki mark á þér væni minn ?

Níels A. Ársælsson., 29.10.2009 kl. 15:51

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Jón Ingi.  

Það þýðir ekkert að ræða með vitrænum eða gáfulegum hætti við fólk sem hefur tekið ESB þráhyggju sem trúarbrögð.  

Við skulum samt prófa.   Ef við værum í ESB nú, værum við með 3 þingmenn af 785 á Evrópuþinginu.  Ef við fáum inngöngu og  Lissabonsáttmálinn væri kominn í gegn, fengjum við 6 þingmenn af 750.  Ígildi ríkisstjórnar ESB er kölluð framkvæmdastjórn og ráðherraígildin eru framkvæmdastjórar.   Fyrir nokkru voru framkvæmdastjórar 15 eins og aðildarríkin.  Í framtíðinni munu framkvæmdastjórarnir verða frá 2/3 hluta aðildarlandanna.  Þ. e. a. s. við Íslendingar fengjum engan.  

Telur þú virkilega að við munum einhver áhrif hafa þarna.  Rökstuðning takk.   

Viggó Jörgensson, 29.10.2009 kl. 17:46

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Níels.

Nei ég ætlast ekki til að þú takir neitt mark á mér.  Ég var frekar að reyna að æsa ykkur VG fólk upp.  

Ég veit hins vegar ekki hvort yfirleitt er hægt að vera með sleggjudóma um VG.   Þessir forystumenn þar eru allt aðrir menn en þeir voru í stjórnarandstöðu og fyrir kosningar.   Það er ekkert hægt að ýkja það neitt.

Lofuðuð þið ekki kjósendum ykkar að standa ekki að inngöngu í ESB?

Er mig að dreyma eða eru ekki VG menn í ríkisstjórninni sem var að sækja um aðild að ESB?

Sleggjudómar hvað?  Svona fólk er bara ekkert að marka frekar en vindhana á hlöðuþaki.    

Viggó Jörgensson, 29.10.2009 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband