Gefa fátækum ríkjum í Austur Evrópu þjóðarauð Íslendinga. Takk fyrir það.

Jóhönnu Sigurðardóttur og jafnaðarmenn dreymir um almennilegan jöfnuð í Evrópu. 

Hann fellst í því að Íslendingar verði jafn fátækir og þjóðir Austur Evrópu.  

Evrópusambandsaðild þýðir að Íslendingar þurfa að gefa þjóðarauð sinn til Evrópu. 

 


mbl.is Jóhanna: Okkar tími er kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ernir.  

Ég hef oft bent á þetta áður.   Vestur Þjóðverjar fóru nærri því á hausinn við að innlima Austur Þýskaland í sameinað Þýskaland. Það varð miklu miklu dýrara en þeir ráðgerðu.

Af hverju heldur þú að á annan tug austurevrópuþjóða hafi flykkst inn í Evrópusambandið? Og fleiri á biðlista.  Hefurðu eitthvað hugleitt það?

Það er af því að þær þjóðir halda að ríku þjóðirnar í ESB muni borga þær hratt inn í nútímann.  Þeir geti í hvelli unnið upp þessi sextíu ár sem þeir misstu af undir kommúnisma. 

Hefurðu komið til Kúbu eða austurevrópulanda?  Það hef ég gert.  Þeir eru ýkjulaust hálfum til heilum mannsaldri á eftir miðað við okkar lífsskilyrði.     

Auðvitað eiga Evrópubúar að standa saman en eins og nú er gefið á spilin fáum við bara að gefa þjóðarauð okkar til Evrópusamstarfsins og fáum ekkert í staðinn sem við höfum ekki nú þegar.   Ég hélt að þjóðarauðlindir Íslands væru fyrir Íslendinga.  Er það misskilningur hjá mér? Eigum við að gefa frá okkur allt og lifa í sárri fátækt til að jafna metin við aðrar þjóðir ?

Viggó Jörgensson, 26.4.2009 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband