Samfylkingin hefur enga stefnu. Þrátt fyrir að EES reglur hafi brugðist okkur hanga þau á ESB eins og hundur á roði.

Upphaflega tók Samfylkingin upp þessa Evrópuþráhyggju af því að hún hafði yfirhöfuð enga stefnu.  

Var að daga uppi án hlutverks eins og Framsóknarflokkurinn lenti í þegar samvinnuhugsjónin rann út. 

Þrátt fyrir að það sé deginum ljósara að reglurnar frá Brussel brugðust okkur algerlega í bankahruninu.  

Þrátt fyrir að ESB þjóðunum var skítsama um okkur þegar okkur vantaði lán til þrautavara. 

Þrátt fyrir að auðséð sé að ríku ESB þjóðirnar vanti fleiri til að borga í botnlausa hít vegna inngöngu austur blokkarinnar í ESB. 

Þrátt fyrir að við verðum augljóslega blóðmjólkuð og fáum ekkert nema það sem við höfum nú þegar. 

Þrátt fyrir allt þetta trúir Samfylkingarfólk á ESB delluna eins og frjálshyggjumenn á Alan Greenspan.  

 


mbl.is Evrópusambandið bjargar ekki Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband