13.2.2009 | 12:31
Rússarnir voru víst velkomnir með peninga til Luxemborg.
Árið 2004 hitti ég Íslending út af flugfólki, uppalinn og búsettan í Lúxemborg. Hann sagði að Lúxemborgaryfirvöld hefðu komið Rússneskum viðskiptamönnum í skilning um að þeir væru velkomnir með peninga sína í bankanna í Luxemborg. Mellurnar og eiturlyfin skyldu þeir hins vegar ekki reyna að koma með.
Svo bætti þessi íslenski Lúxemborgari við að Lúxemborg væri auðvitað þvottastöð fyrir Rússneska peninga og nefndi Kaupþing sérstaklega í því sambandi.
Allt eru þetta kjaftasögur en sannleiksnefndin sem Alþingi hefur skipað mun auðvitað leiða okkur í allan sannleika um þetta. Eða halda menn það ekki?
Í stríði við stjórnvöld í Kreml | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.1.2010 kl. 14:43 | Facebook
Athugasemdir
Gæti vel verið.. það er mafia og glæpasamtök allstaðar meira að segja hérna á þessu litla skeri okkar. En ég stórefa að stjórnvöld séu eitthvað tengd þessum samtökum með einhverjum hætti. Putin hefur alltaf verið og er ennþá mjög vinsæll meðal Rússa. Skil bara ekki hvernig fólk getur trúað einhverjum auðmanni sem hefur framið fleiri fleiri fjársvik og reyndi að stjórna landinu með fjármagni (kallast spilling). Það væri hægt að líkja þessum manni (Boris Berezovsky) við bankamennina hérna á Íslandi sem blinduðu stjórnvöld með seðlabúntum, og nú ganga þeir um með fullar hendur fjár meðan við förum öll á hausinn...
Örn (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 13:37
Ég hef líka hitt Íslending frá Luxemburg, og hann sagði ekkert um þetta við mig..
Örn hér á undan. Kannski er það þess vegna að Íslandi er ekki stjórnandi nú. Landinu er ekki stjórnað með fjármagni. Tóm loforð redda ekki kreppunni. Hvað heldur þú að Pútín geri??
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.2.2009 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.