Algerlega fráleitt. Allt fundið upp í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar. Blessað af ESB.

Ógeðfelldustu aðferðir viðskiptaheimsins voru vissulega fundnar upp upp í löndum er höfðu stundað peningaviðskipti í hundruð ár, á undan Íslendingum.

Skortstöðutökur og þess háttar vélabrögð í skjóli vogunarsjóða í skattaparadísum voru ekki íslenskar uppfinningar.   ESB blessaði einmitt skortstöðutöku sem aðferð til að halda stjórnendum viðskiptalífsins við efnið. 

Skattaparadísir eru flestar undir hatti Breska Samveldisins, landa ESB og BNA. 

Davíð Oddsson fann hvorki upp hjólið, rafmagnið né neitt af þessum aðferðum viðskiptaheimsins. 

Það eina sem hægt er að álasa íslenskum stjórnvöldum er að hafa lagt traust sitt á að ESB og BNA semdu reglur sem dygðu í fjármálaheiminum.  

Okkur er nokkur vorkunn.  Allt í sambandi við Ísland nútímans höfum við gert að ráði þessara þjóða.  Öll þeirra ráð höfðu í aðalatriðum reynst okkur vel fram að þessu.  


mbl.is Davíð Oddsson á vafasömum lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Nú er stuð á kallinum, er sammála þér kv. Tóti...

Þórarinn M Friðgeirsson, 12.2.2009 kl. 17:31

2 identicon

Þetta er nú gömul tugga og ný,,sá sem fann upp byssuna er væntanlega sá sem ber ábyrgð á öllum morðum í heiminum er það ekki..........

Res (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:42

3 identicon

Ósköp er þetta einfalt. Allt sem miður fer er hinum að kenna, en við hirðum heiðurinn þegar hann býðst. Okkar eftirlitsstofnanir áttu að fylgjast með íslensku bönkunum, en gerðu það ekki. Skattaparadísir og vogunarsjóðir eru ósköp hvimleið fyrirbæri en eiga samt lítinn þátt í hruni bankakerfisins. Það var heimatilbúinn vandi, sem búið var að spá fyrir um fyrir löngu -- og það ekki af DO.

GH (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:44

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Peningamagn í umferð jókst um 113% frá október 2004 til september 2008, útlán til innlendra aðila jókst um 170% frá október 2004 til október 2007, verðbólga fór úr 3,2% í 18,6% og stýrivextir fóru úr 6,8% í 18% síðan október 2004.

Helsta markmið Seðlabankans er stöðugt verðlag.  Þetta er falleinkunn fyrir bankastjóra Seðlabankans, hvort sem bankarnir féllu eða ekki.

Lúðvík Júlíusson, 12.2.2009 kl. 18:34

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Það er rétt að við fundum ekki upp hjólið eða peningaprentun.

"Expansion of credit does lead to a boom at first, it is true, but sooner or later this boom is bound to crash and bring about a new depression.  Only apparent and temporary relief can be won by tricks of banking and currency.  In the long run they must land the nation in profounder catastrophe.  For the damage such methods inflict on national well-being is all the heavier, the longer people have managed to deceive themselves with the illusion of prosperity which the continuous creation of credit has conjured up."  (Ludwig von Mises, Socialism, fyrst gefin út 1922)

 Afleiðingar hagstjórnar síðust ára hefðu átt að vera öllum ljósar, en það er svo gott að láta sér líða vel í dag og hugsa ekki um morgundaginn.

Lúðvík Júlíusson, 12.2.2009 kl. 18:40

6 identicon

Er þetta ekki bara honum Ólafi Ragnari að kenna,  að rússahelv..  hafi notað landsbankann sem ég held að Kjartan Gunnarsson stjórnaði  þar, að þeir notuðu bankann eins og Candy þvottavél, þvoði þvottinn vel, en vatt illa. Skömm fyrir Björgólfsfeðga. Ég set þá á sama bekk og "kvótakóngana".  Það er neðsta þjóðfélagsstigatrappan hjá mér.  Síðan er það glerhart moldargólfið þar eiga þeir að vera sem gert hafa mestu lágkúruna á alþingi síðustu ár Flokkur Framsóknar.  Sjálfstæðisflokkurinn, (við vitum fyrir hvern hann vinnur að heilindum fyrir sitt fólk.)  Samfylkingin hefur farið illa með sitt vald þann tíma sem hún hefur stjórnað.  Kannski getur Jóhanna Sigurðardóttir bætt eitthvað úr því.  Flestir aðrir eru undir sömu sökina seldir.  Sáu að það rak á reiðanum,  gerðu ekki neitt og gera ekki enn.  Samt tel ég Ögmund Jónasson yfir alla stjórnmálamenn og konur hafinn.  það er eini politíkusinn sem ég myndi treysta með fimmeyring  á milli húsa, og það er allt nokkuð,  því þennan fimmeyring á ég ekki til.  Og sennilega fæ ég hvergi lán.

Aumingja Davíð, það er víst ekki hægt að setja sökina á hann. Er það kannski hægt?

J.þ.A (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:34

7 identicon

Haha, þú ert greinlega enn ástfanginn af Dabba Kóngi sem aldrei hefur gert neitt rangt.

Bjöggi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 14:07

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég ætla að biðja ykkur að taka ekki heiðurinn af Sigurjóni Árnasyni sem "afrekaði" flest það sem varð í Landsbankanum. Kom upp úr dúrnum að hann var gamal félagi Hannesar Smárasonar.  Það þarf þá kannski ekki að segja fleira. 

Viggó Jörgensson, 17.2.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband