Það eina sem getur komið Íslendingum aftur á fætur eru meiri þjóðartekjur.
Ekkert er þar í spilunum annað en að virkja allt sem skynsamlegt er að virkja af vatnsföllum og jarðhita.
Það er þokkalegt ef í nýrri ríkisstjórn verður fólk sem heldur að peningarnir verði til í ríkiskassanum.
Svo saklaus barnatrú er beinlínis hættuleg þjóðarhag. Það verður í andstöðu við allar framfarir ef t. d. Kolbrún Halldórsdóttir verður umhverfisráðherra. Henni væri frekar trúandi til að loka virkjunum og friða þorskinn.
Hennar helsta þjóðþrifamál á Alþingi hingað til, var að fjalla um lit á klæðnaði nýbura á fæðingardeildinni.
Það er nákvæmlega svoleiðis fólk sem okkur vantar ekki í stjórnmálin núna.
Gylfi tók ráðherraboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki hafa svona miklar áhyggjur af þessu. Þú hefur nefnilega alveg kolrangt fyrir þér.
Jón Kristófer Arnarson, 30.1.2009 kl. 14:39
Hvers konar rugl er þetta!
Már Haraldsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:31
Trúarbrögð eru ekki góð í vísindum og stjórnmálum.
Blind trú á frjálshyggju kom vesturlöndum í öll þessi vandræði. Að lifa í Undralandi er hins vegar ekkert betra. Raunveruleikinn er ekki ævintýri. Hvað er rugl og rangt hjá mér?
Er önnur tekjuaukning en af virkjunum möguleg? Eru ekki VG á móti virkjunum?
Var ekki Kolla að fjalla út af bláum og bleikum lit á nýburum á Alþingi?
Hvernig á að leysa málin? Kannski með skattahækkunum? Fer þá ekki allt lengra á kaf?
Má ég biðja um svör.
Svör eins og ''...hafðu ekki áhyggjur...'' ''...rugl...'' segja mér einmitt að viðkomandi hafi engin úrræði, en það megi bara ekki ræða.
Viggó Jörgensson, 30.1.2009 kl. 16:19
Kúba, Albanía og Norður Kórea. Steingrímur, Enver Hoxha. Já þetta fellur ótrulega vel saman!
Ingimundur Bergmann (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 18:25
Framhald á Sjálfstæðisflokksóstjórn breytir aftur á móti Íslandi í Simbawbe - þá er skárra að hafa hlutina eins og á Kúbu í nokkur ár þar sem allir hafa fullan aðgang að heilbrigðiskerfi og menntakerfi.
Þór Jóhannesson, 30.1.2009 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.