Þetta var mjög vel til fundið hjá bændum á höfuðbólinu Bessastöðum.
Bjóða í kaffi og hlusta á málflutning landsmanna í stað þess að siga á þá hundum og reka úr túninu.
Ólafur og Dorrit buðu mótmælendum upp á kaffi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það væri þó aldrei að gestgjafi Íslands kynni sig ekki.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 22.12.2008 kl. 15:27
Gleiðialeg jól frændi. Sjáumst hress á því næsta. Guðbjörg Helgadóttir
Guðbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 15:31
Þetta hefði kannski verið öðruvísi ef mótmælendurnir hefðu verið að kasta steinum í rúðurnar hjá honum og að rembast við að brjóta upp hurðina.
Bjarki Gunnarsson, 22.12.2008 kl. 15:47
Hundum segir þú. Hvenær hefur hundum verið sigað á fólk hér. Ert þú að vinna hjá DV? Í annarri færslu frá þér líkir þú lögreglunni við her og lögreglu ráðstjórnarríkjanna. Ekki veit ég um sögulega kunnáttu þína en það að líkja lögreglunni á Íslandi við glæpamenn sem pyntuðu og myrtu fjölda fólks dæmir þig sjálfkrafa úr leik í skynsamlegri umræðu um lögreglu og mótmælendur hér á Íslandi.
Þú spyrð um rannsókn á vörubílstjóramótmælunum á annarri færslu hjá þér. Þar rökræðir þú við "hina hliðina" um framgöngu lögreglunnar og dæmir lögregluna m.a. út frá sjónvarpsviðtali við yfirmann. Mig langar til að nefna nokkra punkta.
Vörubílstjórar efndu til mótmæla á Rauðavatni án leyfis. Leyfi lögreglu til mótmæla er sjálfgefið og er í raun miklu frekar tilkynning til lögreglu þannig að hún geti tryggt það að hún geti bæði séð til þess að mótmælendur geti haldið sín mótmæli með því að stjórna umferð og tryggja öryggi þeirra sem vilja nýta sér tjáningarfrelsið á þennan hátt. Hins vegar þegar menn safnast saman og loka þjóðvegi 1 án þess að lögregla hafi haft tækifæri til að gera viðeigandi ráðstafanir er eðlilegt að lögreglan komi að málinu og opni þjóðveginn. Það er brot á umferðarlögum að loka þjóðvegi. Þegar lögreglan kom á vettvang þá margítrekaði hún fyrirmæli sín til vörubílstjóranna um að aflétta lokuninni. Það er nefnilega þannig að þó að menn hafi stjórnarskrárbundinn rétt til að iðka tjáningarfrelsið þá mega menn ekki brjóta umferðarlögin og loka þjóðvegum.
Eftir margítrekuð lögleg fyrirmæli lögreglu til vörubílstjóra um að aflétta lokun þá kemur yfirmaður lögreglu og segir frá því að loks muni draga til tíðinda. Það er ekki brot á meðalhófsreglunni Viggó að vera búinn að ákveða fyrirfram að opna þjóðveginn með þeim valdbeitingarheimildum sem lögfest eru. Hjá lögreglu eru skýrar starfsreglur um beitingu valds m.a. svokallaður valdbeitingarstigi þar sem fyrst er beitt fyrirmælum og ef þau eru (margítrekað) hunsuð þá beitir lögregla valdi og hefur fullar heimildir til þess. Lögregla tilkynnti það með löngum fyrirvara að hún myndi nota vald til að aflétta því ólögmæta ástandi sem vörubílstjórar höfðu skapað á þjóðvegi 1. Þú kýst að kalla það ögranir lögreglu. Það snýr staðreyndunum aldeilis á haus Viggó. Allir þeir sem vilja skoða þessa atburðarrás af skynsemi og yfirvegun sjá það. Vörubílstjórar sköpuðu ólögmætt ástand sem að lögregla endaði án þess að brjóta nokkur lög né reglur.
Þú talar einnig um að lögregla hafi strengt borða og hún hafi síðan farið út fyrir borðann og handtekið mann. Það hafi því verið ólöglegt. Afskaplega er það nú skrýtið ef að lögregla getur ekki handtekið aðila hvar og hvenær sem hún nær til þeirra á almannafæri ef skilyrði voru fyrir hendi. Þessi skilyrði voru fyrir hendi Viggó. Þessi aðili sem var sóttur inn í hópinn hafði kastað grjóti í andlit lögreglumanns. Það tók eðlilega einhvern tíma fyrir lögregluna að vera viss um hvaða aðili það var sem hafði hent grjótinu, taka ákvörðun um hvort það ætti að handtaka þennan aðila strax eða að gera það síðar ef kostur væri (ef einhver vissi deili á þessum manni hefði það hugsanlega verið möguleiki) en þessi ákvöðrun var tekin og maðurinn handtekinn. Og ég hvet þig til þess að finna þér 120 kílóa mann og fara með einum félaga þínum og handtaka hann og beita til þess einungis löglegum aðferðum. Það er hægara sagt en gert Viggó. Stór og stæðilegur maður sem vill ekki láta handtaka sig getur valdið mönnum sem mega ekki beita meira valdi en nauðsynlegt er, mega einungis nota skýrt afmarkaðar aðferðir og tök sem þeim hefur verið kennt, verulegum vandræðum. Þetta er ekkert grín skal ég segja þér, þetta er gríðarlega erfitt.
Lögreglan á Íslandi hefur á þessu ári aldrei gerst sek um að fara offari gegn mótmælendum. Það er ekki hægt að segja það sama um bloggara og fjölmiðla.
Runólfur (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.