Fullframin lagabrot væru refsiverð þrátt fyrir þetta. Hafi lögbrot verið framið.

Við rannsókn þessa máls gæti komið í ljós að aðgerðir stjórnar og forstjóra hafi verið brot á refsiákvæðum sérlaga eða almennra hegningalaga.  Eða að þessar aðgerðir séu ekki refsiverðar. 

Verði niðurstaðan sú að um refsiverð brot hafi verið að ræða, eru þau nú þegar fullframin og refsiverð. Þar breytir engu þó að ábyrgðir starfsmanna verði endurnýjaðar. 

Svo verða menn að athuga að væntanlega munu erlendir lánadrottnar Kaupþings senda hingað fjölda lögmanna sem með aðstoð íslenskra lögmanna munu krefjast gjaldþrotaskipta á félaginu. 

Þeir munu láta einskis ófreistað til að lögsækja stjórnendur og láta reyna á t. d. skaðabótaskyldu þeirra persónulega.  Hafi stjórnendur brotið lög er væntanlega kominn grundvöllur fyrir skaðabótaskyldu.

Lögmennirnir munu einnig láta reyna á það hvort yfirtaka einkahlutafélaga á persónulegum ábyrgðum einstaklinga standist. Sem það gerir mögulega ekki ef gerningarnir eru yngri en tveggja ára og í hlut eiga stjórnendur eða tengdir aðilar.       

Svo munu lögmennirnir einnig láta reyna á það hvort neyðarlögin svokölluðu standist ákvæði stjórnarskrár.  Hvort íslenska ríkið hafi getað yfirtekið bankanna með þeim hætti sem gert var.  Það með talið að setja innistæðueigendur í forgang lánadrottna.    

Þeir sem á engan hátt hafa hagað sér með ólögmætum hætti eru lausir allra refsimála en málið verður mikil sorg fyrir hina og fjölskyldur þeirra, ef til kemur.  

Hér skiptir líka máli hvað stjórnendur vissu í september árið 2008 og þá kann að verða haldlítið hvaða heimildir aðalfundur árið 2004, gaf stjórn, þegar allt lék í lyndi.   


mbl.is Vildu fella ákvörðun stjórnar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekkert af þessu heldur vatni, neyðarlögin brjóta t.d. í bága við stjórnarskránna á ýmsan hátt. Auk þess bannar stjórnarskráin sérstaklega afturvirka skattheimtu, sem þýðir að ef ekki var heimild fyrir því í lögum á þeim tíma sem bankarnir fóru á hausinn þá má ríkið ekki skattleggja fólk í framtíðinni fyrir skuldum þeirra. Það væri athyglisvert ef einhver yrði keyrður í gjaldþrot af "Nýjum" banka, en myndi láta reyna á þetta atriði fyrir dómi, þ.e. að "Nýju" bankarnir eigi í raun enga heimild til krafna sem stofnað var til gagnvart gömlu bönkunum. Annað myndi þýða að kennitöluflakk sé leyfilegt og þá ætla ég að stofna nýjan einstakling undir nafninu "Nýi Guðmundur", skilja svo skuldirnar eftir á gömlu kennitölunni en flytja eignir yfir á þá nýju. Takk fyrir og bless.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Maelstrom

Það er hægt að framselja kröfur.  Þú gerir þér greinilega ekki grein fyrir því, en framsalið á þessum kröfum er það sem borgar fyrir innlán landsmanna.  Ef ekki hefði verið fyrir framsal á þessum kröfum yfir í ný félög þá væru innlánin nú ekkert nema kröfur í þrotabú.  M.ö.o. þá voru skuldirnar teknar með yfir á nýju kennitöluna. 

Maelstrom, 7.11.2008 kl. 00:21

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Skiptastjóri í þrotabúi getur krafist riftunar á greiðslum frá hinum gjaldþrota aðila, sem áttu sér stað 6 til 24 mánuðum fyrir frestdag.  Það gildir einnig um hvers konar eftirgjöf (gjöf) á útistandandi kröfum sem hinn gjaldþrota aðili átti.  Það gildir einnig ef reynt var að stýra því hverjir fengu fullnustu sinna krafna til skaða fyrir aðra kröfuhafa.   Hér er sjónum sérstaklega beint að nákomnum aðilum, fjölskyldu og stjórnendum.  Þar koma heilmörg sjónarmið til sögunnar s. s. það hvort þetta voru eðlilegar rekstrarráðstafanir, hvort móttakandinn auðgaðist, hvort greiðslueyrir var óvenulegur, hvort viðskiptin voru óvenjuleg o. s. frv. 

Þegar bú er komið til gjaldþrotameðferðar, koma refsiákvæði hegningarlaganna mjög til skoðunar.  Íslenska refsivörslukerfið hefur ekki hundelt venjulegt fólk út af smáupphæðum, enda svarar það ekki kostnaði og sönnun erfið eða ómöguleg. 

Allt annað er uppi á teningnum þegar í hlut á almenningshlutafélag og upphæðirnar skipta miljörðum eða tugum miljarða og í hlut eiga sprenglærðir sérfræðingar sem fengu svimandi laun, einmitt fyrir að hafa alla hluti í lagi.  

En menn eru saklausir þar til dómur gengur, verðum að muna það.             

Viggó Jörgensson, 7.11.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband