Uppvakningar á þingi.

Það er auðvitað athyglisvert að einhverjir þingmenn séu komnir til landsins eftir þvæling á gagnslitlar ráðstefnur um víða veröld. 

Enn aðrir eru vaknaðir til lífsins, búnir að nudda stírurnar úr augunum.  Auðvitað ekki gæfulegt allt sem fyrir augu ber en vaknaðir samt.  

Á dauða mínum átti ég von en ekki að þingmenn færu að sinna þjóðþrifamálum.  

Við fáum kannski fjölmiðlalög. 

Kjörnir fulltrúar almennings fari í stjórn bankanna.  

Breytingu á gjaldþrotalögum svo ekki sé hægt að gera einstaklinga gjaldþrota, segjum næstu þrjú ár. 

Kjörnir fulltrúar almennings fái kannski að vita hvað samið var um við IMF, jafnvel við fólkið í landinu.  Það er auðvitað til of mikils mælst að við fáum eitthvað að vita.

Menn frá FBI og SEC verði fengnir til að stjórna rannsóknum á falli fjármálakerfisins hér. 

Eða ætla yfirvöld kannski að rannsaka spillingu og fjármálavafstur kirkjunnar fyrir siðaskipti og boða svo alþýðunni rétttrúnað.  Skemmtanir, leikir, dans, veraldlegur skáldskapur voru ávísun á vist í helvíti.  Harðindi og sjúkdómar voru refsing Guðs fyrir syndugt líferni.  Yfirvöld finna kannski út að kreppan sé út af Hrunadansi alþýðunnar. 

Að rannsókn lokinni fáum við kannski endurskoðaða útgáfu af Húslestrabók Jóns Vídalíns, Vídalínspostillu til að lesa í önnur tvö hundruð ár eins og þá fyrri.    

 


mbl.is Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband