5.11.2008 | 13:54
2 ára fangelsi skv. hlutafélagalögum - 6 ár skv. hegningalögum.
Það fer að verða flottari félagskapurinn hjá Lalla Jones í grjótinu.
Refsiramminn skv. hlutafélagalögum er 2 ár auk sekta. Refsiramminn skv. auðgunarbrotakafla almennra hegningalaga er yfirleitt 6 ár.
Greinar 248 og 249 bjóða þessum ágætu bankamönnum og stjórn bankans upp á fría gistingu og uppihald í allt að 6 ár.
Það fer svo eftir atvikum hvort framangreint á við eða ekki, en miðað við tímasetningar og upphæðir er þetta alveg raunhæfur möguleiki.
Svo getum við auðvitað öll gert tæknileg mistök en að öðru leyti blásaklaus....
![]() |
Yfirlýsingin kom frá forstjóra Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:11 | Facebook
Athugasemdir
Nú verður væntanlega að koma eins og tíu manns í hvern fangaklefa á næstu árum. Sælutíðin með sérherbergi er sjálfsagt að baki á Litla Hrauni, Kvíabryggju og þessum rasphúsum.
Þá er spurning eftir að Obama sigraði í Bandaríkjunum hvort hann væri til í að lána okkur Gúantanamó þegar það hefur verið rýmt? Hann ætlar að leggja niður starfsemina þar og við höfum nú flutt annað eins milli landa. Var ekki gömlu álveri hrúgað niður á Grundartanga hérna um árið og gömlum kofaskriflum á Kárahnjúkum. Sjálfsagt mætti nota þá líka hvar svo sem þeir eru nú niðurkomnir.
Á Bretlandi voru lengi vel við lýði sérstök skuldafangelsi. Kannski mætti dubba upp slíkri hugmynd enda hafa kærulausir athafnamenn með nýjar kennitölur ætíð þótt mjög varasamir í viðskiptum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.11.2008 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.