4.11.2008 | 23:59
Græðgi og réttindi - engin ábyrgð, engar skyldur. O tempora o mores.
Þessi sjálftaka íslenskra forstjóra og stjórnenda í atvinnulífinu var ekkert annað en siðblind og sjúkleg græðgi.
Laun, hlunnindi og kaupaukar voru ekki í neinum takti við íslenska þjóðarsál.
Þessir siðblindu stjórnendur töldu sig eiga rétt til að hagnast brjálaðislega en telja svo núna að þeir eigi ekki að bera neina ábyrgð og ekki að bera neitt tjón af ákvörðunum sínum.
Sömdu við sig sjálfa um sjúklegar upphæðir í persónulegan gróða og sömdu svo við sjálfa sig um að þurfa ekki að bera neina ábyrgð ef illa færi.
Það er engin hætta á að þetta fólk teldi ekki að það ætti hlutabréfin sem það skrifaði sig fyrir ef bréfin hefðu hækkað eins og vonir stóðu til.
En þegar hlutabréfin lækkuðu og lánin tekin voru til að kaupa þau hækkuðu - þá heldur þetta fólk því blákalt fram að það hafi aldrei keypt þessi hlutabréf. Bara tæknileg mistök.
Þar að auki var reynt að koma öllu í einkahlutafélög korter fyrir hrun. Það sé sem sagt einkahlutafélagið sem skuldar það sem hinir siðblindu höfðu skrifað upp á persónulega.
Lykilmenn skulduðu 80 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.11.2008 kl. 10:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.