4.11.2008 | 20:59
Vilja menn byltingu? - stjórnvöld ţurfa ađ taka á honum stóra sínum.
Fyrrverandi og núverandi starfsmenn og stjórnendur eru í skilanefndum bankanna.
Bankastjóri ráđinn án auglýsingar getur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum um meint hlutabréfakaup.
Bankastjóri ráđinn án auglýsingar í banka sem í skjóli nćtur lćtur fjármálamann ná yfirburđum á fjölmiđlamarkađi, án ţess ađ spyrja Alţingi eđa Samkeppnisstofnun, hvort ţađ sé heppilegt eđa löglegt. Eđa hvađ?
Fjármálabullur vađa enn uppi í ţjóđfélaginu og stjórnvöld horfa enn ađgerđalaus á atburđi eins og sauđheimskur búpeningur.
Stjórnvöld beygja sig undir margmisheppnađa ađferđafrćđi IMF um stýrivaxtahćkkun í kreppu.
Meintar afskriftir á skuldum starfsmanna í einum af núverandi ríkisbönkum um jafnvel tugi miljarđa. Stjórnarmađur frá 2001 - 2008 kannast ekki viđ ađ stjórn hafi samţykkt slíkt.
Fjármálaeftirlitiđ sem átti ađ líta eftir fjármálastofnunum, er nú ađ líta eftir ađgerđum sjálfs síns. Skilanefndir bankanna eru settar á stofn af Fjármálaeftirlitinu og starfa í umbođi ţess.
Dómsmálaráđherra kallar eftir skýrslu um atburđi á fjármálamarkađi. Tveir menn sem eiga syni á vettvangi, fóru í verkiđ. Annar hefur sagt sig frá ţví en hinn ekki.
Stjórnvöld beina ţví til banka ađ ganga ekki hart fram viđ almenning og frysta lán. Samt berast stöđugar fréttir af fantaskap banka viđ almenning.
Nóg var nú komiđ en stöđugt bćtist viđ listann yfir stöđu mála sem eru gjörsamlega óásćttanleg í ţjóđfélagi okkar.
Stjórnmálamenn gera sér augljóslega enga grein fyrir ţeirri gífurlegu reiđi almennings yfir nýjustu fréttum.
Aldrei hefđi mađur átt von á ţví sem hefur á daganna drifiđ ađ undanförnu, ekki frekar en byltingu en hvađ veit mađur, ef stjórnvöld taka sér ekki tak.
Ţađ er a. m. k. ljóst ađ viđ nćstu endurskođun stjórnarskrárinnar verđur ađ setja inn nýtt ákvćđi. Ađ meirihluti kjósenda, á hverjum tíma, geti krafist ţingkosninga ţegar í stađ, telji meirihluti kjósenda ađ sitjandi Alţingi og ríkisstjórn standi sig ekki.
Ţađ er a. m. k. óskemmtilegt ţegar meirihluti ţeirra stálheiđarlegu borgara sem mađur hittir daglega, segist vilja bylta stjórnvöldum og meina ţađ.
Óţolandi ađ líđa fyrir tortryggni | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.11.2009 kl. 01:28 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.