27.10.2008 | 20:27
Kapitalisminn er samt sem áður bestur.
Það er kapitalismanum að þakka að við vesturlandabúar höfum það best á jarðarkringlunni.
Þar eru jafnan fremst í flokki hörkuduglegir og kappsamir menn sem gera sitt ítrasta til að ná hámarks ágóða.
Við hin sem ekki tökum áhættu og leggjum allt undir, njótum samt góðs af verkum framkvæmdamannannna.
Það er hins vegar samfélagsins að setja leikreglurnar og sjá til þess að þeim sé fylgt eftir.
Framkvæmdamennirnir eiga að ganga eins langt og þeir komast, það er þeirra hlutverk.
Fyrir hönd samfélagsins á ríkisvaldið að gæta að heildarhagsmunum þjóðarinnar. Nú er orðið ljóst að óheft frjálshyggja gengur ekki upp.
Áfram verður kapitalisminn samt það skipulag sem færir okkur bestu lífskjörin. Bara með meiri reglum og eftirliti. Viðskiptum með raunveruleg verðmæti og hagsmuni.
Björgólfur segist standa við ummæli sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru nú meiri klisjurnar Viggó :)
Kapítalisminn er fráleitt það sem veldur því að við höfum það best á vesturlöndum.
ÞAÐ ER Samkeppni sem færir okur bestu lífskjörin, ekki kapítalismi. Þú getur nefnilega haft samkeppni með skýru og öflugu regluverki. Bestu lífskjörin yfir heildina séð eru á Norðurlöndum. Þar er einsog þú veist sólial-demókratískt stjórnarfar ásamt samkeppnismarkaði. Við hér gleymdum því hvar við tilheyrum og því fór sem fór. Skora á þig að skoða Human develoment Index og skoða samanburð um lískjök hjá WTO og OECD þá sérðu hvað ég er að tala um. Það er ekki nóg að skoða bara GDP og deila með höfðatölu. Það segir EKKERT um það. Það er í raun bara kapitalismi í USA og þeir eru 52 sæti þegar kemur að ungbarnadauða í heiminum. Þar er stór hluti þjóðarinnar í von og ótta um að veikjast ekki því það hefur ekki almennilega heilbrigðistryggingu eða enga. Þannig er það ekki í Evrópu og alls ekki á Norðurlöndum.
Sævar Finnbogason, 27.10.2008 kl. 21:25
Jafnaðarmennska, samkeppni, gegnsæi, jafnrétti, gott regluverk, heiðarleiki og góðmennska er það sem þarf.
Spilling, öfgar, græðgi, yfirgangur, óheiðarleiki og frekja þurfum við að eyða.
Kjósandi, 27.10.2008 kl. 21:53
það má alveg kalla þetta klisjur en verðum að muna þessar staðreyndir samt sem áður. Ekki hlaupa undir sósíalisma. Ég hef nefnilega komið til Kúbu og séð lífskjörin þar.
Ég hef líka komið til BNA og séð að þar er fátt til eftirbreytni, nema kannski vísinda- og háskólastarfið og auðvitað kurteisin í umferðinni.
Auðvitað er kapitalisminn ástæða velmegunar okkar. Meira að segja Deng gamli í Kína, áttaði sig á því fyrir rest.
Útfærslan er hins vegar mismunandi. Löndin í Skandinavíu hafa útfært sína þjóðfélagsskipan miklu betur en flest önnur lönd.
Bandaríkjamenn hafa hins vegar alveg klúðrað útfærslunni og Bandaríkin gætu einn daginn hrunið innanfrá eins og gamla Sovíet, þó að það verði ekki um okkar daga.
Nú er við því að búast að Íslendingar breyti áttavitanum frá BNA til Svíþjóðar. Ekki geri ég athugasemdir við það.Viggó Jörgensson, 27.10.2008 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.