27.10.2008 | 13:45
Lækka skatta á útflutningsfyrirtæki - kaupum álver.
Nú þarf að gera þeim hærra undir höfði sem koma með erlendan gjaldeyri inn í þjóðarbúið.
Lækka á skatta á útflutningsfyrirtæki og jafnvel fella skatta niður á sprotafyrirtæki í útflutningi fyrstu ár þeirra.
Íslendingar eiga einnig að skoða rækilega að stofna sjálfir álver eða kaupa slíkt fyrirtæki. Þar er aðalmálið að hafa trygga samninga um hráefni en að öðru leyti er ekkert í veginum.
Það er auðvitað ófært að langstærsti hluti tekna af álframleiðslu renni úr landi.
Lífeyrissjóðirnir ættu frekar að skoða fjárfestingu í framleiðslufyrirtækjum en bankastarfsemi.
Ekki allt kolsvart á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.