Seðlabankinn og FME þurfa að útskýra margt.

Vissulega er það þannig að svartsýnismenn sem alla daga spá óförum, hafa einhvern daginn rétt fyrir sér.

Við færum ekki úr rúmi og hvað þá út á götu, ef við ætluðum að lifa eftir húsráðum t. d. Vinstri grænna sem eru á móti öllum framkvæmdum og framförum og telja allt misráðið og varasamt.    

Sumir hafa hins vegar þann starfa að sjá andskotann í hverju horni. 

Það er hægt að ætlast til þess að þjóðhagfræðingar hafi vitað um kreppuna árið 1859, kreppuna 1929 o. s. frv.  Þ. m. t. hvernig kreppan 1859 er hliðstæð þeirri sem nú skall á. Heimsverslun með verðlausa pappíra og svo lausafjárkreppa.  

Árið 2001, varaði Joseph Stiglitz Seðlabankann alvarlega við því sem nú hefur gerst.  Á árunum þar á eftir komu fleiri heimsfrægir og alþjóðlega viðurkenndir hagfræðingar og vöruðu við öllu þessu.  

Niðurfelling bindiskyldu á bankanna árið 2004 virðist hafa verið fullkomlega vitfirrt aðgerð. 

Seinna hafa erlendir fræðimenn sagt að hér flyti allt að feigðarósi, jafnvel sagt að hér stjórni fífl.  

Við sem ekki erum þjóðhagfræðingar berum enga ábyrgð á stjórn peningamála og okkur bar engin skylda til að botna neitt í þessu.  

Þeir sem hins vegar tóku það að sér, þurfa að útskýra margt fyrir okkur.     


mbl.is Baksvið: Viðvörunarljósin leiftruðu í þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Alveg sammála þér um að útskýringa þeirra sem tóku að sér eftirlitshlutverkið, er þörf og það er auðvitað krafa frá þjóðinni um slíkt..

Magnús Guðjónsson, 25.10.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband