Lög strax á Baug eins og bankanna !

Nú er komið fram og staðfest að hagsmunir íslenska þjóðarbúsins og framtíðarstaða íslensku þjóðarinnar er komin undir því að eðlilegt verð fáist fyrir þá fjármuni sem keyptir voru fyrir erlent lánsfjármagn á ábyrgð þjóðarinnar.     

Einn af stærstu þáttum málsins er fyrirtækið Baugur og eignir þess í Bretlandi, en það sama gæti átt við um fleiri fyrirtæki nú eða síðar.     

Augljóslega er þjóðarnauðsyn á að Alþingi setji lög um að íslenska ríkið yfirtaki eða geti yfirtekið öll skuldsett stórfyrirtæki Íslendinga. Slíkt er augljóslega nauðsynlegt til að eignir þeirra verði ekki seldar nauðungarsölu fyrir smápeninga, þannig að íslenska þjóðin verði að greiða mismunin á söluandvirði og skuldum, t. d. vegna skulda þessara fyrirtækja við íslenska banka.  

Sem best gætu það verið sömu erlendu fjárglæframenn og settu krónuna upp á rönd um páskanna, sem nú bíða þess albúnir að fá þjóðarauð okkar á útsölu. 

Ekki getur gengið að eigendur bankanna verði að sæta yfirtöku, þegar augljóst er að ýmis stórfyrirtæki eru í alveg sambærilegri eða miklu verri stöðu og skulda bönkunum auð fjár. . 


mbl.is Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hann ekki nýbuinn að færa allt það verðmætasta yfir á Gaum?

Þannig að hann er löngu buinn að undirbúa jarðarför Baugs. Ætli það séu ekki bara skuldir þar. Sem lenda líklega á okkur að borga, eins og allt annað.  Skil ekki alveg þá sem eru að taka upp hanskann fyrir þessa fjárglæfra menn, en þetta eru líka svo háar upphæðir sem þeir eru að gambla með að maður nær þessu kannski ekki alveg. En þessi menn vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera og tapið er örugglega ekki að lenda á þeim.

dj (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 01:15

2 identicon

Ekkert veit ég um bókhald Baugs og Gaums eða viðskipti þar á milli.

En almennt eru ráðstafanir til að koma eignum undan skiptum riftanlegar, allt að tvö ár aftir í tímann skv. íslenskum lögum.  

Ekki veit ég um breskar lagareglur en það eru varla nein vettlingatök.

Viggó Jörgensson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband