7430 hryðjuverka- og glæpaaðilar + LÍ á lista Breta.

Á heimasíðu breska fjármálaráðuneytisins, undirsíðu um hryðjuverk og glæpi, er exelskjal með 7430 helstu óvinum mannkynsins en neðst á þeim lista númer 7431 hafa Bretar sett Landsbanka Íslands. 

Á þessari undirsíðu er verið að segja frá kyrrsetningu á eignum hryðjuverka- og glæpamanna og það listað nánar í smáatriðum í exelskjalinu. 

Félagsskapurinn sem Bretar velja okkur er þjóðarmóðgun sem seint verður fyrirgefin.    

Upplistuð eru öll helstu hryðjuverka- og glæpasamtök heimsins, einstaklingar í þeim sem og þeir sem fjármagnað hafa hryðjuverk.

Efst á lista eru Al-Qaida og Talibanar í Afganistan, Pakistan, Saudi-Arabíu, Alsír, Sýrlandi,  Líbíu,  Túnis, Kúvæt, Filipseyjum, Egyptalandi, Palestínu, Jemen, Indónesíu, Sómalíu og víðar.

Þá er sams konar ófögnuður frá Kongó, Zimbabe, Burma, Íran, Hvíta Rússlandi, Súdan, Ivory Coast, Írak, Líberíu. 

Þá eru nokkrir einstaklingar á listanum sem stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna vil hafa tal  af, út af nokkrum þjóðarmorðum, í fyrrum löndum Júgóslavíu.

Neðstir eru svo við Íslendingar með Landsbankann. 


   


mbl.is Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta gengur ekki, við verðum að vera númer 1 á þessum lista eins og öðrum!

Einar Viðarsson (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 19:22

2 Smámynd: Ævar Austfjörð

ertu með slóðina að þessum lista? væri fróðlegt að berja kvikindið augum

Ævar Austfjörð, 11.10.2008 kl. 23:37

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

http://www.hm-treasury.gov.uk/financial_sanctions.htm

Exelskjalið er þarna grænt á miðri síðu.   

Viggó Jörgensson, 12.10.2008 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband