9.10.2008 | 17:27
Hér er ennþá stjórnarskrá og réttarríki.
Það þarf að standa vörð um réttarríkið. Ráðamenn geta ekki leyft sér að tala eins og að hér hafi verið framin bylting. Stjórnarskráin er ennþá í gildi og öll lög landsins. Hér er ekki hægt að gera upptækar eignir fólks nema samkvæmt lögum. Þau verða að standast ákvæði stjórnarskrárinnar. Lög eru almennt ekki afturvirk og alls ekki, og aldrei, refsilög og refsikennd viðurlög. Menn þurfa þá að verða uppvísir að því að hafa brotið lög sem voru í gildi, á þeim tíma sem brotið var framið. Það bakar mönnum hvorki refsingu né skaðabótaskyldu að verða gjaldþrota. Svo fremi að ástæðurnar séu ytri aðstæður og viðkomandi hafi með engum hætti hagað sér í andstöðu við lög. Svo sem að skjóta eignum undan búinu eða þess háttar. Í þeim tilvikum þarf, meira að segja, að sanna að ekki hafi verið um að ræða venjuleg viðskipti, heldur sviksamlegan ásetning viðkomandi. Huglæg afstaða er eitt af refsiskilyrðunum. Það var einmitt það sem flestir ákæruliðir Baugsmálsins féllu á. Varðandi skaðabætur er nægilegt að hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða venjulegt gáleysi. Ekki er vitað til að það eigi við í tilfellum bankanna. Menn sáu fyrir þrengingar og voru að búa sig undir þær. Enginn gat séð fyrir að þetta yrðu slíkar hamfarir.
Talar ekki um Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.10.2008 kl. 22:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.