Hann var að reyna að róa svarta niður.

Obama byrjaði á hefðbundinni kurteisi og hældi foreldrum Trayvons heitins Martin fyrir að hafa haldið virðingarvert á málum.

Svo fór hann að slá niður væntingar um að dómsmálaráðuneyti alríkisins gæti ákært George Zimmerman.

Sagði að það væri hefð fyrir því að löggæsla og dómsmál, vegna glæpamála, væru á vegum ríkjanna en ekki alríkisins.

Og áréttaði að kviðdómur í Flórída hefði náðað Zimmerman og það væri niðurstaðan.

Síðar í ræðunni kom hann með þau huggunarorð að Eric Holder dómsmálaráðherra væri áfram að skoða málið.

Þá fór Obama að ræða snyrtilega um að hlutfallslega fengju of margir ungir svartir Bandaríkjamenn dóma fyrir ofbeldi.

Og það sama ætti reyndar við um að hlutfallslega væru þeir í aukinni hættu að verða sjálfir fórnarlömb ofbeldis.

Og það, vel að merkja,  frekar frá öðrum svörtum ungum Bandaríkjamönnum.

Og hann beindi því til allra að huga að hlutskipti þessa ungu manna og hvað væri til ráða.

Kjarninn í ræðunni var hins vegar þegar forsetinn sneri sér að byssupólitík.

Og benti réttilega á að þeir sem væru vopnaðir væru líklegri til að lenda í þrætum og átökum en þeir sem væru óvopnaðir.

Ætlandi væri að þeir óvopnuðu reyndu frekar að forða sér frá vandræðum en hinir vopnuðu. 

Hann spurði hvort menn héldu að Trayvon heitinn Martin hefði komist upp með að skjóta George Zimmerman.

Af því að Zimmerman hefði elt Martin og hrætt hann. 

Lögmaðurinn Obama veit auðvitað að það hefði verið óheimilt en ágætt dæmi engu að síður. 

Dæmi til að sýna mönnum fram á hvert almennur vopnaburður getur leitt.

Eitthvað sem við í Vestur Evrópu erum blessunarlega laus við.  Ennþá.

Ég sá enga kynþáttafordóma í ræðu Obama.  

Rasistarnir í þessu máli eru forsvarsmenn svartra, menn eins og séra Al Sharpton. 

Fólk sem vill að saklausir menn,  í nútímanum,  taki út refsingu fyrir syndir forfeðranna.

Það er auma stefnan.       


mbl.is Obama „rasisti og lýðskrumari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvar var samúð Obama fyrir því sem foreldrar og aðrir ættingjar Zimmerman hafa þurft að líða, fyrir réttarhöld sem áttu aldrei að gerast, enda ákærði ekki lögreglan og saksókanri Stanford heldur var það pólitíkst hag Brúnhilda sem ákærði Zimmerman.

Þar fyrir utan þá faldi Brúnhilda sönnunargögn sem hefðu hjálpað í vörn Zimmerman samt var Zimmerman sýknaður af því að um sjálfsvörn var að ræða.

Það hafa verið þrýstihópar og sumir fjölmiðlar sem hafa gert þetta mál að kynþáttamáli, þó svo að engin sé rök fyrir því og það hefði þessi forseta skussi getað bent á til að róa kynþáttaóeirðirnar sem fara fram í dag, en gerði ekki.

Kveðja frá Dubai.

Jóhann Kristinsson, 20.7.2013 kl. 16:12

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er rétt, að Obama hefði getað verið þessi myrti drengur, fyrir nokkrum áratugum síðan. En hann var það ekki. Fyrir því er einhver ástæða. Obama þarf stuðning, til að koma á friði og réttlæti.

Þessi ræða var ekki rasismi né lýðskrum hjá Obama, heldur blákaldur raunveruleiki. Sumir afneita því miður ennþá augljósum sannleikanum, nú á 21. upplýsingaöldinni.

Ég er nýbúin að horfa á tvær áhrifaríkar og umhugsunarverðar myndir. Þær heita; TRADING PLACES, og LINCOLN.

Það ættu allir að horfa á þessar tvær merkilegu myndir, til að skilja betur hvernig raunveruleikinn var, og er, enn þann dag í dag í heiminum.

13. grein stjórnarskrár USA var samþykkt í forsetatíð Abraham Lincoln, sem bannaði þrælahald blökkumanna.

Það var réttlætisbaráttu-valda-vanda-verk Abraham Lincoln, og tryggra stuðningsmanna réttlætis, að koma þessari grein í gegn. Fyrir það var hann drepinn af huglausum svikurum, sem trúðu á ofbeldi og óréttlæti. 

Það var áhrifaríkt atriði í myndinni, þegar einn sem samþykkti 13. greinina, tók til máls um atkvæðagreiðsluna og sagði; ,,fjandinn hafi það, skjótið mig bara, ég segi samt já".

Þetta lýsti vel hvernig fólki hefur verið, og er enn, hótað hryllilega, ef þeir ætla að standa með sjálfum sér, kjósendum sínum og réttlætinu. Íslenskt glæpa-auð-vald (hvítflibba-glæpamenn) í dag, eru ekkert skárri en USA-spillingar-auð-valdið (heimstengda auð-valdið) var á þræla-afnámstímunum. 

Heiðarlega/undanbragðalaust sagður sannleikurinn, er réttlætinu lífsnauðsynlegur.

Það þarf enginn að undrast réttmæta reiði í garð heimsglæpa-auð-valds, sem vanvirðir grunnþarfir og mannréttindi.

Reiðin er sköpuð af þeim valdhöfum/embættismönnum, sem fara illa með annað fólk, á samviskulausan og siðblindan og skipulagðan hátt.

Reiði og ofbeldi bætir ekki böl og sundrung almennings, heldur eykur bölið, og sundrar réttlætisbaráttu-valdastyrk sameinaðs almennings.

Þeir eru ekki hátt skrifaðir né virtir í dag, sem vildu viðhalda þrælandi í USA, með hótunum. Þeir verða heldur ekki virtir í framtíðinni, sem vilja áframhaldandi veðbanka-rányrkju HEIMS-KAUPHALLAR-SPILAVÍTANNA

Þrælahald nútímans snýst ekki lengur einungis um kynþætti né litarhátt, heldur ó-mannúðlega ofurskattað, mannréttindasvikið og nettó-launalítið verkafólk um allan heim.

Hættum að rífast um "hægri" og "vinstri". Förum að tala um raunveruleikann eins og hann er, í heiminum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.7.2013 kl. 16:53

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

leiðrétting;...sem vildu viðhalda þrælahaldi í USA,...

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.7.2013 kl. 17:02

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Til að fyrirbyggja misskilning, þá er rétt að minna á, að þeir sem reka lítil og meðalstór HEIÐARLEGA rekin fyrirtæki, eru líka þrælar auð-valdsins og spilltra kauphallar-spilavíta-banka.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.7.2013 kl. 17:12

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ha ha Jóhann.

Hann hélt samúð sinni með Zimmerman fyrir sig.  

Hann kom því samt að, undir rós, að Trayvon heitinn hefði verið ofbeldisfullur. 

Þau eru repúblikanir, bæði Rick Scott ríkisstjóri og Pam Bondi dómsmálaráðherra Flóríada.   

Þau þurfa á atkvæðum svartra að halda.

Þess vegna stukku þau á þennan vagn. 

Flokkssystir þeirra  Angela B. Corey er svo aftur siðblindur sjálfsdýrkandi og algerlega samviskulaus. 

Það er ekki sniðugt kerfi að kjósa saksóknara.

Hún var líka að reyna að ná sér í atkvæði svartra og veitir ekki af eftir síðustu "afrek".

Ég hef ekki verið eins nálægt því að gubba yfir neinu eins og blaðamannafundinum sem hún hélt í fyrra.

Konan er stórhættuleg og stórbiluð enda standa, sem betur fer, nú á henni öll spjót.

Þeir innbrotsþjófar sem höfðu verið á kreiki í hverfi Zimmermans voru í fyrsta lagi SVARTIR UNGIR menn í HETTUPEYSUM. 

Það voru sem sagt ekki Asíufólk á stuttbuxum eða hvítir karlar á hlýrabol.

Það kom kynþáttur inn í þetta mál í fyrsta lagi.

Í öðru lagi voru það svo baráttumenn svartra "rasistar" og svo fjölmiðlar sem blönduðu kynþætti í þetta mál.

Besta kveðja til Dubai. 

Viggó Jörgensson, 20.7.2013 kl. 18:10

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Góður pistill hjá þér Anna Sigríður.

Þakka þér fyrir.

Þrælar nútímans eru þeir sem haldið er í fátæktargildru. 

Og þess vandlega gætt að þeir haldist þar.

Viggó Jörgensson, 20.7.2013 kl. 18:15

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það hefur enginn spurt út í hvað Travon Martin var að þvælast út í búið gangandi í helli rigningu og í myrkri og bara til að kaupa Icetea, eða var hann að skoða íbúðir á leiðini heim sem hann gæti komist inn í ef enginn var heima?

En eins og ég hef sagt svo oft pólitík, á engan rétt á sér í dómsmálum og þá sérstaklega sakamálum, og ég er stórhneikslaður að þrýstihópar og fjölmiðlar geti stjórnað dómskerfi USA.

Kveðja frá Dubai.

Jóhann Kristinsson, 20.7.2013 kl. 18:19

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það var nefnilega nákvæmlega þannig Jóhann.

Þegar Zimmerman sá Trayvon heitinn fyrst, þá var Trayvon ekki á leiðinni heim til sín í þessu hverfi.

Hann var kominn inn í hverfið en fór í gagnstæða átt við heimili sitt þegar hann kom inn fyrir hliðið.

Og var að snuðra þar í bakgörðunum.

Drengur sem var tekinn með verkfæri til innbrota í skólatöskunni og skartgripi sem voru ekki í eigu fjölskyldu hans. 

Í símanum hans voru myndir þar sem sáust skartgripir í hrúgu á rúminu hans.

Auk þess myndir af honum sjálfum að reykja kannabis. 

Og mynd af ólöglegri skammbyssu sem hann átti.

Það voru þessar myndir sem Angela B. Corey sendi ekki verjendum Zimmermans eins og lög kveða á um. 

Til þess að væntanlegir kviðdómendur myndu ekki heyra af þessu eða sjá myndirnar í fjölmiðlum. 

Enda sagði móðinn í New York í dag:  "... he might have not been perfect, but he was mine..."

Það er auðvitað eðlilegt viðhorf hjá foreldri; hann var vandræðagripur en hann var sonur minn

Og Trayvon átti sjálfur sinn hluta í því hvernig fór.  Slagsmálahundar þurfa ekki að gera ráð fyrir að sleppa alltaf heilir.  

Það er aldeilis fráleitt kerfi að saksóknarar séu kosnir sem pólitíkusar eða kosnir yfirleitt.

Og fráleitt að þeir séu undir hælnum á stjórnmálamönnum.  

Og það sést vel þegar skíturinn vellur upp í kringum þessa Angelu Corey.

Kveðjur aftur úr hinu langa vori í Reykjavík.

Viggó Jörgensson, 20.7.2013 kl. 19:27

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Einmitt Viggó Travon Martin var þjófur og hefur sennilega brotist inn oftar en einu sinni í þessu hvervi.

En Brúnhilda = Angela Corey gætti lent fyrir dómi fyrir að halda þessum gögnum í felum, það eru brot á Zimmermans Civil Rights. Vonandi gerir viðrinið Eric Holder yfirsaksóknari USA eitthvað í því að koma Brúnhildu undir lás og slá.

Sennilega er Brúnhilda demókrati og viðrinið Eric Holder gerir ekki neitt, enda er skussinn í Hvíta Húsinu búinn að gefa hint um að viðrinð gerir ekki neitt.

Kveðja frá Dubai.

Jóhann Kristinsson, 20.7.2013 kl. 19:42

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Angela Corey er repúblikani eins og þau Scott ríkisstjóri og Bondi dómsmálaráðherra Flórída.

Og þú manst hvernig fór í forsetakosningunum.

Repúblikanar þurfa að þóknast svörtum þrýstihópum til að halda völdum í Flórída.

Kerlingarviðbjóðurinn hún Corey var líka að ná sér í gott veður en hún náði endurkjöri sem ríkissaksóknari í fyrra.

Sá sem hún rak um daginn frá saksóknaraembætti sínu hafði einmitt lekið upplýsingum um þau gögn sem hún leyndi ólöglega.

Vonandi fer að hitna undir henni.  Nú er verið að skoða fleiri mál, þar sem hún hefur farið offari í embætti. 

Hún hefur gert sig að algeru fífli gagnvart þeim sem hafa gagnrýnt hennar mestu vitleysur í starfi.

Hún reyndi meira að segja að hjóla í Alan Dershowitz einn frægasta lögfræðing Bandaríkjanna.  Algert fífl konan.

Kveðja af Fróni.  

Viggó Jörgensson, 20.7.2013 kl. 20:56

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Já ég vona að Brúnhilda verði eftir allt saman sú sem verður fundin sek og verði í fangelsi nokkur ár.

Kveðja frá Dubai.

Jóhann Kristinsson, 20.7.2013 kl. 21:01

12 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég set hérna inn hlekki á fyrri skrif mín um þetta mál, mest fyrir sjálfan mig til minnis.

Þetta mál ef nefnilega ekki búið, þó að það fari líklega ekki fyrir alríkisdómstól.

En foreldrar Trayvon Martins eru að hugleiða að fara í einkamál við Zimmerman.

Zimmerman ætlar að stefna sjónvarpsstöð (NBC) fyrir að meiðyrða sig í fyrstu stigum málsins.

Svo er sá sem var rekinn af Angelu B. Corey búinn að stefna henni fyrir það.

Í mínum eigin skrifum sést vel hversu einhliða fréttaflutningur var af þessu máli til að byrja með.

http://viggojorgens.blog.is/blog/viggojorgens/entry/1231337/

http://viggojorgens.blog.is/blog/viggojorgens/entry/1231756/

http://viggojorgens.blog.is/blog/viggojorgens/entry/1233771/

http://viggojorgens.blog.is/blog/viggojorgens/entry/1233860/

http://viggojorgens.blog.is/blog/viggojorgens/entry/1236078/

Viggó Jörgensson, 20.7.2013 kl. 21:12

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Rétt er það Viggó það var aðeins ein sjónvarpsstöð sem var ekki með neina fordóma hvernig málalok yrðu og þau höfðu rétt fyrir sér af því það veit engin nema þau sem eru í réttarsalnum hvaða sönnunargögn koma til með að sanna og kviðdómurinn dæmir eftir.

Ég efast um að það verði civilian court réttarhöld, Zimmerman er broke.

Kveðja frá Dubai.

Jóhann Kristinsson, 20.7.2013 kl. 21:26

14 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já hann er það núna, en hans einustu tekjumöguleikar nú um stundir eru að gefa út bók eða halda fyrirlestra. 

En hann verður líklega að fresta því, til öryggis, þar til eftir næsta febrúar.

Ég hef reyndar séð að þau geti mögulega fengið eitthvað út úr tryggingarfélagi húseigendafélagsins ef þau stefna honum. (???)

En í næsta febrúar rennur út fresturinn fyrir foreldra Trayvons Martin til að höfða mál.

Kveðja úr rigningunni. 

Viggó Jörgensson, 20.7.2013 kl. 22:11

16 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Interesting story that is for sure.

Kveðja frá Dubai.

Jóhann Kristinsson, 21.7.2013 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband