11.7.2013 | 19:32
Kominn tími til að þessi Arnar fari á eftirlaun.
Ef að þessi skólastjóri Lögregluskólans reynir að verja þessa fáránlegu handtöku er kominn tími til að hreinsa út úr þeim skóla.
Öllum þeim lögreglumönnum sem reyna að verja þessa handtöku á Laugaveginum á líka að veita lausn frá störfum.
Einn skrifar í dag um fumlausa handtöku en hefði átt að segja fumlaus fantaskapur.
Þarna voru Þ R Í R lögreglumenn við störf þar sem fjarlægja þurfti eina dauðadrukkna konu.
Að einn lögreglumaður færi að takast á við konuna er bara engan veginn forsvaranlegt.
Konan hélt ekki á hníf eða byssu. Hún var óvopnuð.
Lögreglumaðurinn byrjar á að kippa í hana þannig að þakka má fyrir að hún fór ekki úr axlarlið.
Svo ýtir hann á olnbogann á henni þannig að þakka má fyrir að hún skemmdist ekki á olnbogalið.
Hann kippir henni á bekk þannig að þakka mátti fyrir að konan mjaðmabrotnaði ekki.
Svo dregur hann hana áfram á öðrum handleggnum, eftir götunni. Alveg svívirðileg framkoma.
Þá er hún pressuð á andlitið ofan í malbikið og ekkert hirt um að hún slasist ekki í andliti.
Það er svona lögregla sem við heiðvirðir borgarar viljum ekki hafa í þjónustu okkar.
Það er svona lögreglumönnum sem við treystum ekki til að vera með Taser byssu við störf.
Og Guð komi til, það eru svona lögreglumenn sem við viljum ekki að séu með byssur.
En það er hins vegar fróðlegt fyrir okkur góðborgaranna að sjá hvernig sumir lögreglumenn vinna.
Þegar þeir halda en enginn sjái til.
Skammist ykkar þið sem eruð að reyna að verja þessa líkamsárás.
Því það er það sem þetta er.
Góð reynsla af handtökuaðferðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:01 | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega sammála þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2013 kl. 21:11
Mikið rétt!
assa (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 22:19
þið ættuð að heyra sögur frá fólki sem getur illa farið í blöðin.
t.d fólki sem reykir marijuana.
þessi saga er frekar algeng og frekar léttvæg ef eitthvað er.
(og reyndar sögur frá "venjulegu" fólki líka, sem gat ekki kært því þú kærir lögguna fyrir löggunni.)
sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 22:37
en sannleikurinn er sá að ég segi ekki rassgat um þetta á opinberum vettfangi.(né heldur flestir..)
treysti ekki lagakerfi og lýð þessa lands.
sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 22:40
Þakka ykkur.
Ég hef sjálfur séð til lögreglumanna Sveinn og veit nákvæmlega um hvað þú ert að tala.
Glæpalýður í lögreglubúningi..
Viggó Jörgensson, 11.7.2013 kl. 23:13
Man einhver eftir Skaftamálinu... En ég þekki ágætlega til upplifunar fólks á ofríki lögreglu. Þekki líka margar afar góðar manneskjur í lögreglunni, þar eru misjafnir sauðir. Málið er að það þarf að losa sig við svörtu sauðina, því það er afar nauðsynlegt að fólk hafi tiltrú á lögreglunni, dómurum og lögum og rétti, annars fer allt til fjandans.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2013 kl. 23:54
Alveg sammála þér Ásthildur Cesil.
Viggó Jörgensson, 12.7.2013 kl. 01:25
Viggó minn hér þarf virkilega innra eftirlit með lögreglunni, óháð eftirlit. Það er hingað og ekki lengra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2013 kl. 02:11
Já það höfum við skrifað um.
Við ættum að sjálfsögðu að vera í þeirri nefnd...
Viggó Jörgensson, 12.7.2013 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.