Þetta hlýtur að vera eitthvað grín, svona heimska er ekki möguleg?

Ef að þessi samningur er ekki grín þá væri nær að banna þessa keppni frekar en eitthvað annað.

Ýmis ákvæði hans eru algerlega ólögleg og önnur hreinlega Íslandsmet í heimsku eða þaðan af heldur meir.

Jafnvel mætti spyrja sig hvort samningurinn sé ekki ólöglegur í heild sem allsherjar misneyting. 

Annar samningsaðilinn er að jafnaði nýlega orðin lögráða og auk þess bannað að ráðfæra sig við aðra um efni samningsins. 

Ef þetta er ekki grín, er þetta miklu meira en forkastanlegt.

Verst að ekki megi setja svona samningamenn í gapastokk á Austurvelli.

  


mbl.is Svona var samningur í Ungfrú Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Miðað við sjöttu grein þessa samnigs, hlýtur að vera um grín að ræða.

Ef ekki fellur hann sjálfkrafa á þeirri grein, þar sem sá er undirritar samninginn afsalar sér rétti til að vita hvað felist í samningnum!

Þessi samningur, sem fréttamaður vísar til, hlýtur að vera eitthvað grínplagg. Annað er vart inní myndinni.

Gunnar Heiðarsson, 15.6.2013 kl. 19:05

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Segðu Gunnar.

Og það er nú flest þarna ámælisvert eða alveg yfirgengilegt. 

Langt genginn sortuæxlissjúkdómur er lífshættulegur.

Að ef viðkomandi eigi að hlýða þessum Laufdal

- en ekki læknum ef hún fær sortuæxli - 

hlýtur að komast á einhvern heimsmetalista í nánast glæpsamlegri heimsku.  

Viggó Jörgensson, 15.6.2013 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband