Flugleiðir skulda þjóðinni skýringar. Viðhaldið nákvæmlega alls ekkert á viðkomandi vélarhlut.

Flugleiðir, hvort það heitir FL, Icelandair eða hvað þá stundina er aðal flugfélag íslensku þjóðarinnar.

Félag sem við treystum á að sé á heimsmælikvarða á öllum sviðum.

Og nú er okkur sagt að lágþrýstieldsneytisdæla hafi verið notuð þrisvar til fimm sinnum lengur en mátti?

Framleiðandi dælunnar sagði hámark 12 þúsund flugtímar en framleiðandi mótorsins sagði 20 þúsund flugtímar.

En þarna var búið að fljúga með þessa dælu í yfir 60 þúsund flugtíma án þess að litið hafi verið á hana!?!

Enda dælan meira en alónýt með fimmtán sentímetra langa stíflu í dreni dælunnar.

Verra en í nokkru vörubílshræi. 

Forsvarsmenn Flugleiða skulda þjóðinni skýringar á þessu ömurlega sleifarlagi.  Annars er traustið á félaginu einfaldlega farið.

Var það peningaleysi sem fór svona með viðhaldsmálin, afleiðingar af braski fjárglæframanna með félagið?

Og alveg nákvæmlega hvernig var þessu háttað?  

Er eitthvað fleira sem aldrei hefur verið skoðað?

Og af hverju eiga flugfarþegar að trúa því að svona lagað geti alls ekki endurtekið sig?

Eða eigum við að fara að fljúga með nýrri vélum en Flugleiðir eru með?

 

 

 

 


mbl.is Hafði ekki undirgengist viðhaldsskoðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og ef þú hr. flugstjóri Hjörleifur Jóhannesson ætlar að fá annað hroka- og geðvonskukast. 

Og segja mér að halda kj. af því að ég hafi ekki vit á þessu.

Þá ætla ég bara að svara þér fyrirfram að ég er hvorki flugvirki eða flugsérfræðingur.

En að ég hætti að skrifa um hvað sem er.   Dream on.

Viggó Jörgensson, 4.6.2013 kl. 01:44

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er nú oft svo að þegar þarf að herða á sultarólini þá er það viðhaldsdeild flugfélaga sem verður fyrir barðinu.

En ef það er rétt að eldsneitis pumpa var ekki tekinn úr umferð eftir að 12,000 tímar voru komnir á hana þá er það komið út í sakamál.

Hver veit betur en framleiðandinn hversu lengi pumpan getur verið á mótornum án þess að stefna farþegum og áhöfn í hættu?

Vonandi verða þeir sem ákváðu að hafa þessa pumpu á þetta lengi, reknir og Flugmálastjórn Íslands svipti þá skírteini og setja bann á að þeir fái að koma nálægt f rekstri og viðhaldi flugvéla.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 4.6.2013 kl. 01:49

3 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Ja, ef Icelandair vantar fé til viðhalds, þá er það alla vega ekki vegna lágra fluggjalda. Þetta félag hefur alltaf okrað á flugferðum milli Íslands og meginlands Evrópu frá því að ég man eftir mér.

Austmann,félagasamtök, 4.6.2013 kl. 02:03

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Tala um okur á íslendingum.

Það kostaði meira að fara með þessu flugfélagi frá New York til Íslands i den tid, miðað við að kaupa miða New York, Keflavík, Kaupmannahöfn eða hvaða áfangasatður sem var í Evrópu.

Flugleiðir, hefðu verið settir á bak við lás og slá fyrir nauðgun, en að nauðga íslenzku þjóðini fjárhagslega þá var ekkert gert. Ekkert frekar en útrásarvíkingana.

Ég get sagt óteljandi nauðgunarsögur um Flugleiðir á leiðini BNA til Íslands, það var þegar þeir sátu einir að kökuni, hef ekki notað þá og greitt fyrir farið sjálfur síðan aðrir bjóða upp á far BNA til Íslands.

Vonandi verður einhver sem reinir að andmæla þessu ég hefði ánægju að segja eitthvað af þeim viðurstykilegu sögum og hvernig þetta félag hefur farið með íslendinga í gegnum árin.

Síðasta svívirða gerðist 2010.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 4.6.2013 kl. 02:56

5 identicon

Talandi um nauðgun á fargjöldum þá er það fáranlegasta sem að ég hef lent í var þegar ég var í námi í USA fyrir um fullt af árum.

Í einu fríinu þá ákvað ég náttúrulega að fara heim í nokkrar vikur og hringdi á skrifstofu Flaugleiða í New York og pantaði farið.

Fyrir svörum var erlendur starfsmaður félagsins og eftir að ég hafði fengið uppgefið verð og komið var að því að skrá öll smáatriðin og ég gef henni upp nafnið mitt, þá kemur vandræðaleg þögn á hinum endanum og greyið konan spyr mig hvort að ég sé Íslendingur. Að sjálfsögðu játti ég því og eftir smá hik þá biðst hún innilegrar afsökunar en verðið sem að hún hafði gefið mér upp væri rangt.

Þegar til kom þá hækkaði fargjaldið um helming vegna þess eins að ég var því miður Íslendingur (mín orð, ekki hennar).

Alla tíð síðan hef ég hrósað happi yfir hversu okkar "eigið" flugfélag fer með okkur aumingja Íslendingana,

Kv.

Tóti

Thordur Sigfridsson (IP-tala skráð) 4.6.2013 kl. 06:28

6 identicon

Er ekki rétt að merkja bara vélarnar Aeroflot?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.6.2013 kl. 07:23

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það vantar einhverjar skýringar. Fyrst þá eru margir hlutir í flugvélum á kerfi sem kallað er ''on condition'' þeir eru monitoraðir eins og t.d. rafmagnstæki sem eldsneytisdælur eru mældar og fundið út hve mikin skraum þær draga. Láþrýstings eldsneytisdælur eru í vængjunum og yfir leitt tvær fyrir hver þotu hreyfil. Þar fyrir utan er lágþrýstidæla og háþrýstidæla á hreyflunum sem gerir hinar óþarfar. með öllu. Þótt og ef þær stíflast þá er framhjá ventill sem hleypir framhjá. Þótt framleiðandi garenti dælur og annað ekki nema í ákveðin tíma þá er það reynslan sem ákveður hvað á að skipta um en ekki tími. Það er líka talað um hillutíma ''shelf life'' sem farið er stranglega eftir en þá getur svona lágþrýstingsdæla verið tekin úr umferð og yfirhölun vegan þess að allar þéttingar eru mögulega uppþornaðar. Þessi regla hefir alltaf verið í heiðri höfð hjá flestun vestrænum flugfélögum. Þetta sjá lagermenn flugfélaga. Það væri gaman að fræða folk á að þotuhreyflar í dag eru keyrðir á ''on condition'' og eru t.d. flugleiðir/icelandair með bestu nýtingu þar sem þeir fljúga long flug. Þetta þýðir ekki að það sé ekkert gert við þessa hreyfla en þeir eru skoðaðir með boroskópum að innan og fylgst með hverjum smá hlut. Vökvakerfin sömuleiðis eru á samskonar kerfi þar sem reyslan hefir sýnt að á meðan engin óhreinindi komast í kerfin þá duga þau endalaust. Þetta er flugið í dag.    

Valdimar Samúelsson, 4.6.2013 kl. 10:01

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Svo það sé ekki miskilningur með ''on condition'' kerfi þá er allt skoðað og mælt en sem minnst hreyft nema bilun sé og yfir leitt eru tvöföld til þreföld kerfi í öllu. Þegar eitt kerfi bilar þá tekur næsta í þeim flokki yfir með viðeigandi ljósadýrð og tölvutilkynningu og viðgerð á næstu flughöfn eða endastöð dagsins. Til gamans þá eru flugmenn oft fljótari að sjá en tölvurnar og búnir að gera sínar ráðstafanir jafnvel hringja á endastöð svo men þar geti undirbúið hlutaskipti. Mörg flugfélög eru með gerfihnatta sendingar beint frá kerfi flugvélanna svo þeir líka vita hvað þarf að undirbúa.

Valdimar Samúelsson, 4.6.2013 kl. 10:14

9 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Svo að út frá því sem þú segir, Valdimar, þá átti svona atvik alls ekki að eiga sér stað. En það átti sér stað, dæla bilaði, backup-kerfið (redundancy) virkaði ekki og það hefði getað orðið stórslys. Ég er viss um að aðstandendurnir hinna látnu hefðu verið ánægðir að vita um það að hreyflarnir séu "skoðaðir með boroskópum að innan og fylgst með hverjum smá hlut."

Varðandi okurfargjöld hjá Icelandair: Meðan við bjuggum á evrópska meginlandinu var Icelandair með einokun á flugi, þetta vanskapnaðarflugfélag gat jafnvel ráðið miðaverði og aðstæðum erlendra flugfélaga, sem reyndu að komast að, en urðu frá að hverfa vegna ofríkis Icelandair. Þannig var að Icelandair var í harðri samkeppni við önnur flugfélög um flutning evrópskra og amerískra farþega vestur um haf frá meginlandinu. Til þess að halda miðaverðinu niðri á þessari leið var okrað á svívirðilegasta hátt á fólki sem bara vildi komast til Íslands, aðallega Íslendingum. Ég trúi alveg því sem Þórður skrifaði, að Íslendingum hafi verið mismunað af þessu flugfélagi eigin lands. Þetta jaðrar við landráð og ég er viss um að engar aðrar þjóðir hefðu liðið það. En Íslendingar eru þannig sauðir, að þeir láta siðlaus stórfyrirtæki taka sig í það skraufþurrt án þess að gera uppreisn gegn því. Eina sem gerist er að hver kveinar hver í sínu horni, þegar breiðfylking hefði átt að innleiða boykott gegn Icelandair og heimta réttlæti.

En allar götur síðan 1980 höfum við fjölskyldan sniðgengið Icelandair þegar við höfum við því komizt. Ef við höfum þurft að ferðast vestur um haf frá meginlandinu höfum við getað valið milli tugi flugfélaga sem ekki kúga eigin landsmenn líkt og Icelandair gerði. Við fræddum líka alla okkar kunningja um skítuga viðskiptahætti Icelandair, svo að þeir sniðgengu líka þetta sóðafyrirtæki.

En sökin liggur ekki aðeins hjá Icelandair, heldur einnig hjá öllum alþingismönnum og ráðherrum síðustu aldar sem létu þennan óskapnað viðgangast. Ekki að furða þótt margir höfðu á orði að Ísland væri enn 3. (eða 4.) heims land allan seinni part 20. aldarinnar. Þess skal getið að Viðreisnarstjórnin á 7. áratugnum, með Sjálfstæðisflokknum sem ráðandi afl í ríkisstjórninni gerði nákvæmlega ekkert til að aflétta einokun neinna fyrirtækja í landinu. Sem gerði það að frjáls samkeppni var óþekkt hugtak hér á landi.

Austmann,félagasamtök, 4.6.2013 kl. 11:43

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég var ekki að blanda pólítík og miðaverði í þessi mál en viðhald skráðra flugvéla á Íslandi hefir verið talið mjög gott á heims vísu.

Þessi bilun kemur viðhalds prógrammi flugvéla ekkert við og vertu þó viss um að allar þessar dælur og oliukælar hafa verið skoðaðar á eftir og það á öllum viðkomandi flugvélum og jafnvel öðrum. Ég tók þessu í fyrstu sem vængdælur sem bakka þessa upp en ef olíukælir lekur þá er það annað mál. 

Valdimar Samúelsson, 4.6.2013 kl. 12:51

11 identicon

Sæll Viggó. Mér var bent á að einhverra hluta vegna værir þú með skítkast út í mig hér. Hvers vegna veit ég ekki. Minnist þess ekki að hafa átt við þig nokkur samskipti í það minnsta 25 ár og mér er það óskiljanlegt hvers vegna ég ætti að segja þér (eða nokkrum öðrum) að halda kjafti.

Lifðu heill.

Hjorleifur Johannesson (IP-tala skráð) 4.6.2013 kl. 14:31

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef ég skil þetta rétt að þá er það lowstage engine driven fuel pump sem um er að ræða, en ekki fuel tank boost pump.

Engine driven fuel pump hefur low stage og high stage. Stundum er low stage pumpan kölluð engine driven boost pump, en hefur ekkert að gera með fueltank boost pump.

Ef að framleiðandi hefur set time in service, þá er það yfirleitt limitið á hlutnum í þessu tilfelli engine driven low stage fuel pump, 12,000 flugstundir.

Flugfélag getur sett sitt eigið time limit, en það á aldrei að vera meira en framleiðandinn gefur upp, sem sagt flugfélagið getur sett time limit minna en 12,000 flugstundir.

Ef framleiðandi hluta í flugvél setur ekkert tímamark á hlut í flugvél, þá hefur flugfélagið leifi til að setja hlutinn á on condition, eða setja einhvern tíma á hlutinn í öryggisskyni.

Ekki veit ég hvernig þessi pumpa gat verið á mótor í 60,000 flugstundir vegna þess að ég hef ekki heyrt um að mótor gæti verið þetta lengi á flugvél. Það eru tímamörk á mótorum en hvað þau eru á mótorum á þeirri tegund mótora sem Flugleiðir eru með skal ég ekki segja. En 60,000 flugstundir hef ég ekki heyrt um áður.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 4.6.2013 kl. 15:27

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Hjörleifur Jóhannesson. 

Ég fékk athugasemd með hér um daginn frá " Flugstjóra með réttindi " senda af netfanginu presidentoftogogmail.com

Þegar ég fór að skoða hver væri að senda svona nafnlausa geðvonsku þá varð ég mjög hissa að sjá að þetta varst þú. 

Samanber þessa auglýsingu frá þér á notað og nýtt:

"Óska eftir góðri haglabyssu

Ég er að leita að góðri hálfsjálfvirkri haglabyssu, td. Remington 11-87 eða sambærilegri. Hjörleifur Sími 892-7586

Hjörleifur Jóhannesson Tölvupóstur presidentoftogo@gmail.com

http://notadognytt.is/classifieds/detail.php?siteid=30127&print=1

Þið eruð varla svo margir flugstjórarnir sem voruð samtíða mér á flugvellinum og heitið Hjörleifur Jóhannesson.

En lifðu sömuleiðis heill. 

Viggó Jörgensson, 4.6.2013 kl. 16:07

14 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta virðist samt vera einhvers konar kerfisvilla í viðhaldsmálunum Jóhann.

Að allir hafi einhvern veginn álitið að einhver annar ætti að sjá um þessa dælu.

Sem er alveg stórfurðulegt þar sem eru verkfræðingar og alls konar snillingar við störf.

Fróðlegt væri að vita hvort að sama vandamál eigi við um vélar hjá fleiri flugfélögum.

Viggó Jörgensson, 4.6.2013 kl. 16:09

15 Smámynd: Viggó Jörgensson

Austmann, enda hélt ég einmitt að viðhaldið væri í lagi.

Viggó Jörgensson, 4.6.2013 kl. 16:12

16 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þórður og Jóhann.

Ég man eftir íslenskum verkfræðingi í Þýskalandi sem keypti einmitt alltaf flug þaðan og yfir til Bandaríkjanna.

Af því að það var miklu ódýrara þó að hann væri bara að koma hingað heim í frí.

En þetta var fyrir 30 árum. Ég hélt að þessi vitleysa væri hætt að það væri dýrara að vera íslenskur.

Viggó Jörgensson, 4.6.2013 kl. 16:13

17 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sammála þér Valdimar að það vantar skýringar.

Lestu skýrsluna yfir og segðu mér hvað þér finnst um það sem þar kemur fram.  

Viggó Jörgensson, 4.6.2013 kl. 16:13

18 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ef að þetta er svona á fleiri sviðum Kristján,

þá styð ég eindregið þessa hugmynd að bæta Aeroflot merkingu við.

En myndu Rússarnir ekki móðgast?

Þetta er varla svona slæmt þar?

Viggó Jörgensson, 4.6.2013 kl. 16:14

19 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Vonandi má ég koma með athugasemd varðandi Aeroflot, sem ekki ætti að minnast á ógrátandi. Einu sinni var ég að leita að ódýru flugi (man ekki hvert) gegnum ferðaskrifstofu í DK og fékk að vita af starfsmanninum að á þeirri leið væri Aeroflot ódýrast. Þá sagði ég að ég gæti þá alveg kastað mér og fjölskyldu minni út um gluggann af 10. hæð. Starfsmaðurinn var alveg sammála þessu.

Annars er utanríkis- og innanríkisflug með Aeroflot tveir ólíkir hlutir (þannig var það alla vega á níunda áratugnum). Þær vélar sem flugu til V-Evrópu urðu að uppfylla ákveðin skilyrði um öryggi (viðhald, flugtíma, reynslu flugmanna o.fl.) en þannig skilyrði voru ekki sett fyrir innanlandsflug. Að fljúga með Aeroflot innanlands var eins og rússnesk rúlletta, fólk fórst í 6. hverju flugi. Vélunum var ekki haldið við og flugmennirnir voru ævinlega drukknir. Það var sett myndband á YouTube einu sinni sem sýndi farþega bíða eftir að komast inn í vél. Svo komu tveir dauðadrukknir flugmenn og farþegarnir horfðu á annan þeirra míga við vélina áður en hann skreið upp landganginn. Sú vél fékk að fljúga af stað. En kannski fengu ódrukknir flugmenn ekki að fljúga? Annar flugstjóri leyfði 9 ára syni sínum að taka við stjórninni snöggvast. Enginn lifði það af.

Það hafa orðið gífurlega mörg slys með Tupolev vélar, sem eru framleiddar í Rússlandi. Þegar vélarnar geta varla flogið lengur af sjálfsdáðum eru þær seldar til fátækra landa í Asíu, þar sem þær farast fyrir rest vegna bilana sem stafa af því að viðhald er sama sem ekkert.

CTRL + Q to Enable/Disable GoPhoto.it

Austmann,félagasamtök, 4.6.2013 kl. 19:12

20 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já alveg skelfilegt Austmann.

Það var nú síðast í maí í fyrra sem einni helstu vonarstjörnu rússneska flugvélaiðnaðarins.

Sukhoi 100 þotunni var flogið inn í fjall í Indónesíu.

Og þar voru ekki einhverjir ókunnugir atvinnumenn á ferð.

Heldur aðeins sjálfir tilraunaflugmenn verksmiðjanna sem ætluðu bara í örstutt kynningarflug.

Sem átti að vera alveg sams konar og þeir fóru í þarna daganna á undan.

En undirbjuggju sig alls ekkert fyrir einhverjar breytingar.

Svo sem að flugumferðarstjórnin óskaði eftir að þeir kæmu aðra leið til baka, inn á aðra braut eða þess háttar.

Alveg hroðalegt bara.

Sjá frétt um slysið til dæmis hér:

http://www.thejakartapost.com/news/2012/12/18/human-error-caused-fatal-sukhoi-crash-report.html

Viggó Jörgensson, 4.6.2013 kl. 19:54

21 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Já, það má segja að þarna hafi mannleg mistök og gáleysi/trassaskapur farið hönd í hönd í Indónesíu.

Stundum bitnar trassaskapur hjá einu flugfélagi á öðru félagi sem hefur uppfyllt öll skilyrði til hins ýtrasta. Það er virkilega fúlt. Þá er ég að tala um dugleysi vélvirkja hjá United Airlines sem orsakaði Concorde-slysið í París. Þegar eftirliti sljákkar á einum stað, gerast hörmuleg slys annars staðar.

Austmann,félagasamtök, 4.6.2013 kl. 23:01

22 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já og þar komu reyndar flugmennirnir, flugumsjónarmennirnir og flugumferðarstjórarnir að málum. 

Sjá hér: http://gerryairways.blogspot.com/

Og hér:  http://www.dephub.go.id/knkt/ntsc_aviation/baru/Final%20Report_97004_Release.pdf

Viggó Jörgensson, 4.6.2013 kl. 23:58

23 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þessi málmkanntur sem datt úr United vélinni á brautina í París og varð til þess að Concord þotan fórst.

Hvort er það dugleysi vélvirkjanna að kenna eða glæpsamlegum sparnaði yfirstjórnarinnar í viðhaldi að kenna?

Eða yfirvaldanna að leyfa slíka útgerð þar sem allt er orðið trassað?

Árið 1979 vann ég hjá flugfélagi sem var nánast á kúpunni og gerði út DC-6 frá Reykjavíkurflugvelli.

Félagið var lífshættulega fátækt og hefði aldrei átt að hafa starfsleyfi, það er svo auðvelt að segja í dag. 

Starfsmennirnir voru hins vegar frábærir, bæði flugmenn, flugvélstjórar og flugvirkjar. 

En eftir á að hyggja hefði kannski enginn þeirra átt að koma nálægt þessu.

Enda fórst vélin nærri því í Rotterdam, samanber lýsingu í einni af Hættuflug bókunum hans Sæmundar Guðvinsonar.   

Viggó Jörgensson, 5.6.2013 kl. 00:09

24 Smámynd: Jóhann Kristinsson

íscargo

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 5.6.2013 kl. 01:18

25 Smámynd: Viggó Jörgensson

Einmitt Jóhann, stundum kallað; The engine failure company, ltd.

Kom hér um bil jafn oft inn á þremur hreyflum eins og fjórum.

Eða oftar.  

Og ekki lagaðist það þegar, út af einhverju verkfalli, varð svo skortur á flugvélabensíni.

Og sett á vinuna eitthvað gamalt og gruggugt 115/145 (fjólublátt) í staðinn fyrir þetta venjulega 100/130 octane.

Hún var með supercharger og þjappaði einhverjar 64 tommur í flugtakinu. 

Einhverjar sexur voru með vatnsinnsprautun í flugtakinu til að bæta upp kælinguna þegar allt var kreist til enda.

Vatnið var þá blandað með metanóli en ég man þetta ekki svo nákvæmlega lengur.

Það var að minnsta kosti ekki etanól, á okkar sexu, það hefði þá verið drukkið af. 

Þannig að þú rétt getur nú nærri hvernig þetta 115/145 fór með hreyflanna.

Fjórir hreyflar með átján stimplum hver.  Við höfðum að minnsta kosti nóg að gera í ventlaskiptum. 

Alger hryllingur.  En Electran kom sem betur fer strax eftir þetta.  

Viggó Jörgensson, 5.6.2013 kl. 03:42

26 Smámynd: Jóhann Kristinsson

En Electran setti fyrirtækið á hausinn, sem í raun og veru var ekki mikill starfsgrundull fyrir og ekki hjálpaði Flugleiða grúpan að koma Íscargo á hausinn.

Einokun hefur alltaf gefið vel í budduna.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 5.6.2013 kl. 04:29

27 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ha ha, já ég var nú bara að segja þetta út frá sjónarhóli sexunnar sem átti þá náðugri daga.

Hitt varð á endalausri vitleysu, pólitískri spillingu og svo framvegis. 

Viggó Jörgensson, 5.6.2013 kl. 07:37

28 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Rétt er það Viggó, pólitík og spilling komust í þatta og þar var vel séð hver endalokin yrðu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.6.2013 kl. 18:29

29 Smámynd: Viggó Jörgensson

En mig langar að spyrja þig að einu Jóhann ef ég má.

Af því að ég sá einhvers staðar að þú værir flugvirkjameistari.

Í ofannefndri skýrslu er talað um tiltekna skoðun hjá Mexicana.  

Sem ég gef mér þá að Flugleiðir hafi verið að láta gera í Mexikó eða hvað?

Er það gott, eða slæmt mál, að láta skoða flugvélar þar???  

Viggó Jörgensson, 5.6.2013 kl. 18:48

30 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af hverju leggja Flugleiðir í kostnað að fljúga flugvél frá íslandi til Mexico til að láta skoða flugvélina?

Ég held að ég hafi svarað því í athugasemd #4, þegar sultarólin er hert þá byrja flugfélögin á viðhaldsdeildini.

Spurningin er; eru mexikanar betri flugvirkjar en þeir íslenzku, það get ég ekki dæmt um af því að ég veit ekki neitt um mexikanska flugvirkja.

Nú ef mexikanskir flugvirkjar eru ekki betri en þeir íslenzku, af hverju eru Flugleiðir að fara með flugvélar í skoðun alla leið til Mexíkó?

Sennilega er svarið eins og það hefur alltaf verið hjá íslenzkum flugfélögum ekki bara hjá Flugleiðum; útlendingar eru betri en íslendingar.

Fyrirtækið sem gerir skoðanirnar eru áreiðanlega með Evrópsk réttindi að gera það sem þeir gera þarna í Mexíkó.

En einhverra hluta vegna þá held ég að viðhaldsdeild Flugleiða kæmi til með að segja að þeir geti ekki annað öllum skoðununum.

En hefur þú Viggó heyrt um einhver gæði frá Mexíkó, nema tacos og tequila. Verksmiðjur sem fluttu starfsemi sína til Mexíkó frá BNA, sumarhverjar hafa flutt til baka vegna þess að gæði framleiðslunar er ekki eins góð og gæðin voru þegar framleiðslan var í BNA.

Segir sína sögu finnst þér ekki?

Ég held að ég hafi dansað í kringum svarið eins og köttur í kringum heitan graut nógu mikið og læt þetta vera nóg, þú getur dregið þínar ályktanir; af hverju flugvélar Flugleiða eru sendar til Mexíkó í skoðanir?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 5.6.2013 kl. 20:29

31 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér kærlega Jóhann.

Við hérna heima skiljum áður en skellur í tönnum.

Og þetta með áhuga stjórnenda flugfélaga á öryggi, gæðum og kostnaði.

Og í hvaða röð sá áhugi er. 

Bestu kveðjur jafnan.

Viggó Jörgensson, 5.6.2013 kl. 22:20

32 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo óska ég þér innilega til hamingju með nýju haglabyssuna Hjörleifur.

Ég sé að þú ert búinn að taka út auglýsinguna þína á Notað og Nýtt. 

Nú er ekki gott að vera steggur eða karri í Skagafirðinum. 

En ef kaupin klikka þá á ég auglýsinguna vistaða og útprentaða.

Ef þú vildir nota aftur textann sem er annars að mestu í nr. 13 hér uppi.    

Viggó Jörgensson, 7.6.2013 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband