Svo þarf að færa stjórnarliða fyrir dómstóla.

Fyrsta verk innanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins verður eðlilega að mæla fyrir um opinbera rannsókn.

Á því hvort að einhverjir hafi brotið ákvæði almennra hegningarlaga um landráð í tengslum við icesave samninga.

Eða gert tilraun til þess. 

Ríkissaksóknari skal þá láta rannsaka slík mál og þau eru rekin fyrir almennum dómstólum.  

Svo þarf athuga hvort að hægt sé að draga einhverja núverandi ráðherra  fyrir Landsdóm fyrir icesave svik og önnur mál. 

Það er ekki nema eðlilegt að fylgt sé fordæmi núverandi ríkisstjórnar.

Að ákæra fyrir meint embættisafglöp fyrri stjórnar.  

Það hafa þau í rauninni beðið um sjálf þannig þau hljóta að fagna slíkum rannsóknum og ákærum.  

Af nægu er að taka. 


mbl.is Aðildarferlið verður stöðvað strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og bankastjórnendur sem stóðu að veitingu ólöglegra lána og undanskota gróða af þeim, og sýslumenn sem standa fyrir ólöglegum uppboðum og lögregla sem starfar með ólöglegum rukkurum og bílaþjófum.

Klárum þá endilega listann fyrst þú ert byrjaður á þessu.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2013 kl. 01:49

2 identicon

Já og byggjum nýtt fangelsi yfir þau í óbyggðum og ráðum nokkra handrukkara böðla til að gæta þeirra þar með frjálsri aðferð.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 22.5.2013 kl. 08:16

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já einmitt strákar, koma svo.

Viggó Jörgensson, 22.5.2013 kl. 08:42

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

En ég er nú samt frekar á kínversku línunni Kristján.

Svona pólitísk endurhæfing eins og í menningarbyltingunni.

Láta moka skít á milli þess sem viðkomandi þurfa að sækja fyrirlestra.

Úr því að Margrét Frímannsdóttir er forstjóri á Litla Hrauni.

Þá væri rétt að Hannes Hólmsteinn væri forstjóri í nýja fangelsinu.

Og sæi hann auðvitað um halda fyrirlestranna yfir þeim Steingrími og félögum.

Viggó Jörgensson, 22.5.2013 kl. 11:03

5 identicon

Hef lesið ykkur alla í nokkurn tíma og séð allnokkrar athugasemdir frá ykkur.

Mér leikur forvitni á að vita hvað ykkur finnst um einræðistilburði Steingríms?

Þykist ég kenna þar ýmissa rauðra grasa en ekki grænna.

Flestir mínir kunningjar sjá það ekki og engin furða eins og þetta var framreitt fyrir almúgann.

Daníel (IP-tala skráð) 22.5.2013 kl. 16:53

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Daníel.

Ég fyrir mitt leyti er búinn að skrifa um Steingrím á fimmta ár.

Bæði hér á Mbl. blogginu, Eyjunni og Smugunni.

Þar sem ég er alveg að sofna ætla ég að segja þér meira af mínum söguskýringum á morgun.

Viggó Jörgensson, 23.5.2013 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband