Gott hjá Ólafi - þessi framkoma Breta má ekki gleymast.

Hér á blogginu höfum við margsinnis skammast yfir þessari framkomu Gordons Brown.

Þann 15. október árið 2008 tók BBC News Magazine upp nokkur dæmi af íslenskum bloggsíðum:

Hér er það sem þeir birtu af mínu bloggi: 

VIGGO JORGENSSON

Never before have Icelanders encountered such behaviour as that of Gordon Brown's [last] week.

His lack of judgement is basically a threat to world peace if such circumstances would arise.

It is astonishingly irresponsible of the British nation to have such a man as prime minister.

In an attempt to increase his own popularity at home he saw no problem in bankrupting Iceland.

He also managed to do just that with our biggest bank, Kaupthing, without any justice.

Never before has one man caused the Icelandic nation such damage as Gordon Brown.

Og hér er hlekkur á fréttina:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/magazine/7669652.stm
mbl.is Forsetinn hreifst af Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má vel vera að Gordon Brown sé skíthæll, en ekki vegna þess að hann setti hryðjuverkalögin á Landsbankann.

Bretar urðu að taka fram fyrir hendur vina Ólafs, athafnaskáldanna, þjófanna sem stútuðu fjárhag Íslands og lifa nú flestir í vellystingum erlendis.

En forseta ræfillinn veltir sér upp úr þjóðrembu og versnar ár frá ári. Menn eins og Quest eru farnir að spila með kallinn, haga spurningum þannig, að svörin verði sem fáránlegust. Þá er það ekki hlutverk forsetans að tjá sig um þessi issue erlendis, heldur ráðherra, t.d. fjármálaráðherrans. Það er sem ég sæi forseta Þjóðverja, Joachim Gauck, tala á þsssum nótum við blaðamenn.

Óli er orðið skelfilegt „embarrassment“ fyrir Ísland. Hann ætti aðeins að vera til heimabrúks, þann tíma sem hann situr enn á hækjum sínum á Bessastöðum.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2013 kl. 08:23

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Haukur.

Þeir settu ekki bara hryðjuverkalög á Landsbankann.

Þeir settu hryðjuverkalög á Íslenska ríkið, þó að það stæði aðeins í dagsparta.

Þetta sá ég sjálfur á vef breska stjórnkerfisins, og bloggaði um, reyndar sá fyrsti.

Og ég prentaði þetta út og á einhvers staðar afrit af því.

Og þó að Bretar þyrftu að taka á einhverjum fjármálasóðum, (þeir voru verstir sjálfir)

þá fóru þeir yfir öll mörk gagnvart Íslendingum.

Þeir reyndar misskildu Kaupþingsmálið, bæði Brown og Darling.

Héldu að Kaupþingsmenn hefðu þarna um haustið verið að lauma pundum heim til Íslands.

En það hafði verið gert þá fyrr um vorið en reyndar án þess að breska fjármálaeftirlitið vissi það.

En allt um það þá eru allar líkur á að þessi yfirdrifnu viðbrögð Breta

hafi hreinlega stútað Kaupþing og svo Landsbankanum í kjölfarið.

Hafi þeir bankar átt minnstu möguleika þá sáu Bretar um að slá þá af.

Glitnir var hins vegar algerlega glataður enda búið að tæma hann að innan

eins og skilanefndin orðaði það.

Okkar elskaði og dáði leiðtogi Ólafur Ragnar Grímsson er ekkert að byrja að rembast núna.

Hann hefur, alla ævi, verið sárlasinn af athyglissýki, án þess að fá á henni nokkra bót.

Honum þykir ekkert skemmtilegra en að hlusta á sjálfan sig tala og dást af sjálfum sér.

Og stundum hefur honum tekist frábærlega upp í þessum málaflokki, því verður ekki neitað.

Og hann hefur blásið á starfsvenjur forsetaembættisins og talað um það sem honum sýnist.

Og það höfum við þjóðin veitt honum umboð til að gera.

En það háttarlag er líka þeim Jóhönnu, Össuri og Steingrími að kenna.

Þau áttu að halda uppi vörnum fyrir okkur í þessu icesave máli en gerðu alls ekki.

Þvert á móti þá nánast grátbáðu þau okkur um að borga bara allt sem upp var sett.

Þannig að þetta voru eiginlega neyðarréttarleg sjónarmið hjá forsetanum.

Að taka til varna fyrir okkur úr því að rétt stjórnvöld gerðu það ekki.

Gleymdu því ekki að karlinn er ekki bara stjórnmálafræðingur heldur líka hagfræðingur.

Og hafði vit á þessu í alvöru sem er annað en Jóhanna flugfreyja og Steingrímur jarðfræðingur.

Eða líffræðingurinn Össur sem er doktor í kynlífi laxfiska. Og hefði átt að halda sig í ánni.

Viggó Jörgensson, 21.5.2013 kl. 18:58

3 identicon

Blessaður Viggó.

Sé að þú ert félagi í mensa. Ertu "high IQ-er"?

Bara forvitni, sko.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2013 kl. 20:09

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta er nú bara svona skemmtifélagsskapur og má ekki taka það of hátíðlega.

Menn þar vita ekkert betur að 2+2=4 heldur en þeir sem eru hinu megin á línunni.

Einhverjir þar kannski fljótari að læra það en kunna það svo ekkert betur.

Viggó Jörgensson, 22.5.2013 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband