Reisum þá styttu af Jóni Ásgeir.

Jón Ásgeir Jóhannesson er persónugervingur hrunsins á Íslandi.  Við ættum fyrir löngu að vera búin að reisa af honum styttu. 

Austurvöllur er upptekinn fyrir Jón Sigurðsson og svo er um flesta staði í Reykjavík.

Í Sundahöfn er dælistöð þar sem skólpi mannfélagsins er dælt á haf út.

Þar hef ég tekið eftir að er nægt rými fyrir styttu.

Hvernig líst ykkur á þann stað, þarna við skólpdælistöðina? 


mbl.is Uppsögn Láru dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Svona burtséð frá þessari umræðu, þá er hugmyndin ekki galin með styttu.

Ég myndi reyndar vilja hafa þá Björgólfsfeðga og Davíð með í dæminu, jafnvel Hannes H líka.

Þetta gæti orðið mögnuð áskorun fyrir góðan listamann. 4 áhrifamestu hrungerendurnir.

En þá er það spurning um staðsetningu.

Fyrir framan Seðlabanka eða stjórnarráðið ?

hilmar jónsson, 20.5.2013 kl. 16:18

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Jú vissulega kæmi skolpdælustöðin líka til greia.

hilmar jónsson, 20.5.2013 kl. 16:21

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þessir uppáhaldsvinir þínir komast bara alls ekki á blað með Jóni Ásgeir.

En af hverju ertu orðinn svona vondur við Steingrím okkar og Jóhönnu?

Ef við hefjum landssöfnun fyrir myndastyttum þá er ljótt að skilja aumingjanna útundan.

Þau gerðu jú hvað þau gátu til að alþjóðapeningavaldið næði að stappa okkur ofan í skítinn eftir hrun.

Og svo færi vel á því að setja upp styttu af þeim ættjarðarvini og stálheiðarlega manni Davíð Oddssyni við Seðlabankann.

Hann bjargaði jú því sem bjargað varð eins og þú manst auðvitað.

Og auðvitað ætti að reisa styttu af Geir Hilmari Haarde við stjórnarráðið, en það er almennt orðið viðurkennt

að neyðarlögin hans, björguðu okkur frá því að þjóðfélagið hryndi til grunna.

Ef þú vilt reisa styttu af Hannesi H. Gissurarsyni væri rétt að senda Háskólanum þá styttu.

Styttan af Björgúlfi eldri ætti að vera við KR heimilið.

Hann var fyrsti maðurinn á Íslandi sem greiddi jafnháan styrk til kvennaflokkanna eins og til karlanna.

Stelpurnar í KR vilja örugglega setja upp styttu af Björgúlfi.

Björgúlfur yngri býr svo vel að eiga sjálfur hús við Fríkirkjuveginn þannig að þú getur samið við hann um stað þar í garðinum.

Og þá fer að þynnast um plássið og þarf kannski að leita í næstu sveitarfélög.

Í Vesturbæ Kópavogs man ég eftir auðu svæði, niður við sjóinn norðanmegin, fyrir þau Jóhönnu og Steingrím.

Þarna við íbúðir aldraða, þjónusumiðstöðina og Kópavogshælið.

Viggó Jörgensson, 20.5.2013 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband