13.4.2013 | 12:39
Búinn að rústa flokknum. - Fulltrúi Jóns Ásgeirs.
Auðmaðurinn Bjarni Benediktsson er ekki að höfða til venjulegs sjálfstæðisfólks.
En það skiptir greinilega engu máli.
Þó að 60% sjálfstæðismanna segist ekki ætla að kjósa flokkinn skiptir það bara engu máli.
Þó að um 80 - 90% sjálfstæðismanna vilji Hönnu Birnu sem formann skiptir það engu máli.
Þegar venjulegir sjálfstæðismenn segja að Bjarni eigi að víkja þá skiptir það heldur engu máli.
Bara sagt að Bjarni sé eitthvað fórnarlamb vondra kalla í flokknum sem séu að reyna að klekkja á honum.
Hér er öllu snúið á haus.
Bjarni er búinn að koma fylgi flokksins niður í rúmlega 18% og það er þess vegna sem Bjarni á að hætta.
Það er ástæðan.
Hvað er svona flókið við það?
Allt kjörtímabilið hafa verið fréttir af þátttöku hans í einhverjum Vafnings viðskiptum þar sem hann var umboðsmaður.
En fyrir hverja var hann umboðsmaður? Sína eigin fjölskyldu, föður og föðurbróðir.
Svo var hann stjórnarmaður í N1 þar sem á endanum þurfti að afskrifa um átta hundruð miljónir.
Og það eru þessi atriði sem eru ástæða þess að venjulegir sjálfstæðismenn ætla ekki að kjósa flokkinn.
Og þau eru fleiri.
Endalausar fréttir af Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Gunnari Andersen.
Hvað þoldi ekki skoðun hjá Guðlaugi Þór Þórðarsyni? Hann á að hætta enda styrkþegi Baugsveldisins.
Bjarni gerði vin sinn Illuga Gunnarsson að þingflokksformanni og ýtti þar út Ragnheiði Elínu Árnadóttur.
Konur í hópi kjósenda eru ekkert ánægðar með þau skipti. Frjálslyndir, og víðsýnir karlmenn, ekki heldur.
Illugi Gunnarsson var eins og menn muna í stjórn Sjóðs 9 í Glitni.
Bjarni og Illugi voru á fundi, með Jóni Ásgeir Jóhannessyni, nóttina sem Glitnir banki var yfirtekinn.
Hvað voru þeir að gera þar?
Eru Bjarni, Illugi og Guðlaugur Þór fulltrúar fjárglæfrabraskara eða venjulegra heiðarlegra sjálfstæðismanna.
25% allra kjósenda hafa yfirgefið flokkinn á kjörtímabilinu.
Og svo segist Bjarni vera eitthvað fórnarlamb.
Það er Sjálfstæðisflokkurinn og venjulegir sjálfsstæðismenn sem eru fórnarlömbin.
Flokkurinn er einfaldlega að verða eins og ormaveikt hundshræ í þjónustu fjárglæframanna.
Eða það sýnist fleiri og fleiri kjósendum.
Og það er einmitt það sem ræður úrslitum í stjórnmálum; hvað almennum kjósendum sýnist vera raunin.
Það kemur málinu ekkert við hvort Bjarni Benediktsson, Illugi og Guðlaugur Þór séu fínir strákar sem þeir eru.
Það sem skiptir máli er trúverðugleikinn. Og hann er einmitt farinn.
Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins dansa gleðidans og reyna að hjálpa Bjarna í stöðunni og eyðileggja fyrir flokknum.
Því fastara sem Bjarni situr, því neðar fer fylgið.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins er komið mörgum prósentum niður fyrir það sem það fór lægst eftir hrun.
Og það í stjórnarandstöðu við lélegustu ríkisstjórn á sögunnar af mörgum slæmum.
En Bjarni ætlar að sitja þó að hann verði einn eftir í flokknum.
Um hvað hann er að hugsa er með öllu óskiljanlegt.
En hann er ekki að hugsa um flokkinn sinn.
En kannski bara um sjálfan sig.
Og vinina góðu.
Bjarni heldur áfram sem formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Ég get tekið undir með þér varðandi þó nokkur þeirra atriða sem þú nefnir.
Þú nefnir ekki það sem kannski mestu máli skiptir: Bjarni er eins og strá í vindi - hann veit ekki hvað hann vill og honum er ekki treystandi. Fyrir hrun var hann að daðra við ESB og evruna, nú hefur honum snúist hugur. Fyrst var hann á móti Icesave en svo með. Svo hvatti hann Sjálfstæðismenn til að kjósa í þessu stjórnarskrármáli en afrakstur þessar stjórnarskrársvinnu er alger della. Svo sagði hann fyrir nokkru síðan að taka ætti aftur skattahækkanir núverandi ríkisstjórnar á 2 árum. Hann á að gera það á fyrsta degi.
Ég held að flestir kjósendur treysti honum ekki enda veit hann ekki hvað hann vill - annað en verða ráðherra.
Ég er ansi hræddur um að þessi ákvörðun hans eigi eftir að verða þjóðinni dýrkeypt - ef við fáum vinstri stjórn annað kjörtímabil :-(
Helgi (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 13:08
Þakka þér kærlega fyrir þessa frábæru upprifjun Helgi.
Ég hef svo sem nokkrum sinnum minnst á þetta ESB daður
en hafði ekki orðið orku í að fylgjast með þessum hringlandahætti
sem þú reifar svo skilmerkilega.
Og sammála erum við um að þessi persónulegi metnaður á eftir að reynast okkur dýr.
Bjarni verður okkur ekki ódýrari en persónulegur metnaður pólitísku fíflanna Jóhannu og Steingríms.
Og fái Framsóknarflokkurinn að delera með vinstri flokksbrotum
er hreinlega hætta á þjóðargjaldþroti fyrir fullt og allt.
Viggó Jörgensson, 14.4.2013 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.