26.3.2013 | 23:00
Óskiljanlegur prósentureikningur
Það segir sig sjálft að reiknað yrði með að fleiri samþykki en synji um breytingar.
Eigi að krefjast þess að 90% af kosningabærum mönnum mæti á kjörstað.
Þá er helmingur þeirra 0,5 * 90% = 45% allra kosningabærra manna en ekki 40%
Ef allir, af þessum 90 % kjósenda segðu annað hvort já eða nei, enginn skilaði auðu og ekkert atkvæði væri ógilt.
Þá væri það skilyrði að yfir 45% allra kosningabærra manna samþykktu breytinguna.
Og þó að alltaf séu einhver atkvæði ógild og einhverjir komi á kjörstað til að skila auðu.
Þá er verulega ólíklegt að meirihluti þeirra sem greiddi atkvæði væri nákvæmlega 40% af kosningabærum mönnum.
Birgitta þarf eitthvað að útskýra þennan prósentureikning betur.
Í LÝÐRÆÐISRÍKI ER ÞAÐ GRUNDVALLARATRIÐI AÐ MEIRIHLUTI ALLRA KOSNINGABÆRA MANNA SAMÞYKKI STJÓRNARSKRÁ RÍKISINS.
Það fær ekki staðist að stjórnmálamönnum, eða hvað þá stjórnmálaforingjum, geti dottið annað í hug.
Eigi kosningabær hluti þjóðarinnar að kjósa sérstaklega um stjórnarskrá á annað borð .
Árið 1944 fóru fram almennar kosningar um lýðveldisstjórnarskrána.
Þá mættu 98,61 % allra kosningabærra manna á kjörstað og af þeir samþykktu 95,04 % stjórnarskrána.
Með öðrum orðum samþykktu um 93,72% kosningabærra manna núverandi stjórnarskrá að stofni til.
Rúmlega 50 % hefði verið ásættanlegt í lýðræðisríki.
En minna en það?
ALDREI.
Birgitta mátti ekki segja frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Facebook
Athugasemdir
Samt er verið að rífast um tillögu að stjórnarskrá þar sem aðeins um 30% kosningabærra sá ástæðu til að kalla á breytingu á gildandi stjórnarskrá.
Ufsi (IP-tala skráð) 27.3.2013 kl. 00:18
Þá er sjálfgefið að setja þarf viðurlög við því að kjósa ekki.
Jón Páll Garðarsson (IP-tala skráð) 27.3.2013 kl. 00:32
Alveg nákvæmlega Ufsi.
Ég leit t. d. á þetta sem einkaleikrit Samfylkingarinnar og þar af leiðandi hvarflaði ekki að mér að fara á kjörstað.
En ég var algerlega á móti þessu einkaflippi Jóhönnu og Össurar og hefði sagt NEI við því öllu.
Það snerist, og snýst, ekki um annað en að geta gengið í Evrópusambandið.
Allt tal um lýðræðisást, valdið til fólksins, og allt það er bara blekking fyrir heimskingja.
Lýðræðisást Jóhönnu var nú ekki meiri en svo að hún rak Árna Pál úr ríkisstjórninni fyrir að hafa rangar skoðanir.
Þingmennirnir áttu að steinhalda kjafti.
Nærri má geta hvort að hún taldi þá að fólkið á götunni ætti að hafa einhver völd.
Enda átti að nauðga okkur í ESB, sama hvað við segðum.
Viggó Jörgensson, 27.3.2013 kl. 03:29
Ekki sammála því Jón Páll, hvort sem þú talar í gríni eða alvöru.
En hitt er augljóst að ef meirihluti kosningabærra manna nennir ekki að samþykkja stjórnarskrárbreytingar.
Þá eiga þær einfaldlega ekki að komast í gegn.
Og þá erum við ennþá að ganga út frá því að þjóðin eigi sérstaklega að kjósa um það sem er ekki staðan í dag.
Viggó Jörgensson, 27.3.2013 kl. 03:32
Gallinn við það að heimta að hreinn meirihluta kosningabærra samþykki er að oft eru breytingarnar þess eðlis að innan við helmingur telur þær snerta sig og sjá enga ástæðu til að mæta. Þannig eru núna í gildi margar viðbætur og breyttir liðir sem snerta ekki beint nema lítið prósent þjóðarinnar og hefðu aldrei komist í gegn ef það hefði verið meirihlutaregla. Sennilega værum við með 1944 útgáfuna nær óbreytta.
Ufsi (IP-tala skráð) 27.3.2013 kl. 12:43
Það er ýmsir gallar á lýðræðinu Ufsi, einkum hversu tafsamt það getur verið.
En það er langbesta stjórnarformið sem við höfum látið okkur hugkvæmast frá því að sögur hófust.
Og meirihlutinn á að ráða hvort sem er.
Ef hann hefði engu viljað breyta þá hefði það bara verið hin lýðræðislega niðurstaða.
--------------
Og hvað með það þó að stjórnarskráin hefði ekkert breyst?
Það hefði í sjálfu sér ekki miklu breytt þegar allt kemur til alls.
Færri glópar hefðu farið á þing af kaffihúsunum í 101 Reykjavík.
Og mögulega jarðbundnir þingmenn utan af landi.
Kannski hefðu þeir komið í veg fyrir inngöngu í EES og bankahrunið.
Það er í rauninni það versta sem hefði getað leitt af því að breyta aldrei lýðveldisstjórnarskránni.
Viggó Jörgensson, 27.3.2013 kl. 22:53
Sammála þér Viggo.
En ræfilstuskan hún Birgitta er svo mikil kjafatífa að hún getur ekki gert neitt nema kjafta frá og sérstaklega ef það er trúnaðarmál.
En frægð Birgittu er bundinn við Wikleak Alþingis, eftir 4 ár á Þingi þá er það eina sem hún getur státtað sig af greyið.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 27.3.2013 kl. 23:29
Já blessunin.
Eftir að hafa gert grein fyrir atkvæði sínu um vantrausttillöguna á ríkisstjórnina hafði meira að segja hún sjálf aulahroll.
Venjulega er hún hins vegar bara ánægð með málflutning sinn og framgöngu.
Það segir allt sem þarf um dómgreindina.
Viggó Jörgensson, 28.3.2013 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.