Öflugar bógskrúfur og stýrisskrúfur er það sem þarf.

Skipaverkfræðingur benti Vegagerðinni á það, fyrir áratug, að Landeyjaferja yrði að vera með mjög öflugri bógskrúfu og stýrisskrúfum. 

Bógskrúfa núverandi Herjólfs ræður við hliðarvind sem nemur 25 metrum á sekúndu. 

En Herjólfur er óþarflega hraðskreiður (17 hnútar*) og of stór fyrir ferjusiglingar frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar.

Nægilegt er að Landeyjaferja nái 12 hnúta hraða en þarf hins vegar að vera með mjög öflugan stjórnbúnað.

Helst fleiri en eina bógskrúfu þar sem hættulegt ástand getur skapast bili bógskrúfa við aðstæður eins og eru við Landeyjahöfn. 

Auk þess er sjálfgefið að Landeyjaferja sé búin stýranlegum aðalskrúfum sem hægt er að snúa í 360°;  eða í allar áttir.

Hér má sjá myndband af slíkum búnaði sem er frekar nýleg tækni:

http://www.youtube.com/watch?v=tH-yqy7V4io

(Bógskrúfa "bow thruster" er hliðarskrúfa framarlega á skipinu.  Skip geta einnig verið með hliðarskrúfur að aftan (skútnum).

Ef aðalskrúfur skipsins eru stefnustýranlegar er óþarfi að hafa hliðarskrúfur að aftan.

Varðskipið Þór er með hliðarskrúfur bæði í bóg og skut og getur því snúið sér í hring í sama punkti.   

Auk þess er það með litla stýrisskrúfu ("azipod") en hún er notuð til að halda skipinu kyrru við nákvæmar botn- og sjávarmælingar.

Glæsilegt skip Þór sem væri einnig gott skip ef það hefði ekki verið smíðað í Chile. )

* Hnútur er hraðaeining eða sjómíla á klukkustund.  Sjómíla er um 1852 metrar.   


mbl.is Straumar valda Herjólfi erfiðleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

B.N. (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband