Sigmundur Davíð er næsti forsætisráðherra.

Gildir þá einu hvort að hann myndar stjórn með Sjálfstæðisflokknum eða vinstri flokkum.

Enn hafa nokkrir sjálfstæðismenn ekki áttað sig á því að ekki þýðir að bjóða okkur upp þá Bjarna, Illuga og Guðlaug Þór.

Þeir eru sjálfir í þeim hópi. 

Hrunið fór algerlega framhjá flestum landsfundarfulltrúum og ýmsum þeim sjálfstæðismönnum sem tóku þátt í prófkjörum.

Sjálfstæðismenn á landsbyggðinni tóku til á framboðslistum flokksins.

Það gerðu þeir ekki á suðvesturhorninu er halda að hægt sé sé að bjóða upp hrunverja, eins og að hér hafi ekkert hrunið.

Eins og að við kjósendur séum minnislausir hálfbjánar.

Ekki er það þó að sjá í skoðanakönnunum þar sem um helmingur sjálfstæðismanna ætlar ekki að kjósa flokkinn sinn. 

Sem þeir líta ekki á sem flokk sérhagsmuna, spillingar og þeirra vinnubragða sem hér voru stunduð fyrir hrun. 

Þeir Bjarni og Illugi voru á leynifundi með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, nóttina sem Glitnir var yfirtekinn.

Guðlaugur Þór er styrkþegi Jóns Ásgeirs, eins og frú Jóhanna og fleiri, og alls konar hrunfyrirtækja annarra.

Við almenningur viljum ekki hrunverja, eða sendimenn þeirra, í neinum opinberum embættum framvegis.

Hvað er svona flókið í þessu sem menn skilja ekki?   

 


mbl.is Framsókn með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband