Ekki var hann nú sannfærandi.

Engu var líkara en að Bjarni væri að flytja ræðu einhvers annars.

Ræðan var ágæt en bæði ræðan sjálf og "sannfæringarkraftur" Bjarna var svona eins og hann væri að lesa hana fyrir Framsóknarflokkinn.

Sigmundur Davíð virtist þó að minnsta kosti trúa því sem hann var að segja. 

Eins og venjulega fyrir kosningar, þá lofar Framsóknarflokkurinn að gera allt fyrir alla. 

Og setur okkur svo rækilega á hausinn eftir kosningar af því að ekki var til fyrir kosningaloforðunum.  

Katrín Jakobsdóttir virtist líka trúa því sem hún sagði, en samt ekki alveg.   Henni líður ekki alveg sem best. 

Hún veit mætavel að ríkisstjórnin sveik fólkið í landinu.

Sveik það til þess að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Sveik þá sem fluttu úr landi.

Sveik þá sem stóðu í matarröðinni.

Sveik þá sem urðu atvinnulausir.

Allt fyrir það alþjóðlega bankaauðvald sem á, rekur og ræður öllu í Evrópusambandinu.

Og ekkert gaman að tala fyrir stjórnmálaflokk með Steingrím J. Sigfússon í aftursætinu. 

Þennan sem samdi af sér, aftur og aftur, í samningum við hið alþjóðlega peningavald sem reyndi að knésetja okkur. 

Allt of mikið var satt og rétt af því sem þau sögðu Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari. 

Þau hafa þó sýnt það á kjörtímabilinu að þeim er ekki treystandi fyrir horn, því miður. 

Töluðu um svikin loforð og töpuð tækifæri ónýtrar ríkisstjórnar sem þau hafa samt haldið stólunum undir. 

Guðmundur Steingrímsson hélt skínandi ræðu um nákvæmlega ekkert, sýndi þó engin töfrabrögð sem var það eina sem vantaði.  Kannski var kanínan veik. 

Árni Páll bað um frið á þjóðarheimilinu og lofaði svo friðarspillinn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Sérkennilegt að heyra formann Samfylkingarinnar biðja um frið.

Flokkur sem með 29% fylgi ætlaði að nauðga okkur með öllum ráðum inn í Evrópusambandið.

Þó að meiri hluti þjóðarinnar kærði sig ekkert um það.

Flokkur sem ætlaði að láta okkur borga icesave skuldina, og allt sem Evrópusambandið bað um, þó að þjóðin vildi það ekki.

Flokkur sem klauf þjóðina svoleiðis í herðar niður að í stjórnmálunum hafa menn barist á banaspjótum allt kjörtímabilið.

Og minnstu munaði að þjóðin færi til þess líka en með alvöruspjót, axir og skildi eins og á Sturlungaöld.

Enginn gerði tilraun til að gera grein fyrir stöðu þjóðarbúsins og framtíðarhorfum þess. 

Enginn gerði tilraun til að gera okkur grein fyrir því hvort við ættum fyrir skuldum.

Líklega af því að engin þeirra skilur upp eða niður í því.

Er það sannfærandi? 


mbl.is „Heimilin eiga að vera í fyrirrúmi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Meiri peninga í kvikmyndir og ljósleiðara á línuna ? Vá, kjósum Framsókn..

hilmar jónsson, 13.3.2013 kl. 22:20

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ekki bara það Hilmar.

Þeir ætla að þurrka út allar skuldirnar hjá þér.

Þú færð lambakjöt í öll mál og nýja lopapeysu.

Viggó Jörgensson, 13.3.2013 kl. 22:36

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Segðu,hehe..

hilmar jónsson, 13.3.2013 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband